Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 18
og þefaði eins og sporhundur. „Hvernig snýr skipið, herra minn?“ spurði hann stýrimanninn. „Nærri því í suður“, sagði stýrimaðurinn, um leið og hann leit á áttavitann. „Nærri í suður“, endurtók hásetinn. „Og „skinnaköstin" komu á stjórnborða. Það boðar vestanátt". Anderson stýrimaður kinkaði kolli. Annar gustur, dálítið sterkari en hinn fyrri, og úr sömu átt, gáraði hafflötinn og kom hreyf- ingu á s'apandi seglin svo að skrjáfaði í þeim. Það var einkennilegt soghljóð í loftinu, og sjó- mennirnir litu spyrjandi hver á annan. „Þverið rárnar, drengir!“ hrópaði stýrimað- urinn glaðlega. „Gusturinn, sem ætlar að blása okkur fyrir Hornið, er að koma!“ Stór, svartur skýbakki, er hreyfzt hafði upp á háloftið, hellti úr sér regndembu. Svo fór að hvessa fyrir alvöru. Vindurinn kom í hvössum byljum, eins og blásinn úr tröllslegum, ósýni- legum belg, og dró úr lotunum á milli með ills- vitandi soghljóði. Svo skall hann á aftur, hvass- ari en áður. „Þér skuluð láta rifa efstu háseglin, herra Anderson“, sagði skipstjórinn, þegar hann kom upp. „Svo skuluð þér líta eftir lestaropunum og strekkja líflínuna. Loftvogin fellur ennþá hratt“. Um kvöldið, klukkan átta, var kominn rok- stormur, og um miðnættið hafði enn hvesst, svo að komið var ofsarok, sem hreif skipið með sér í ægilegu, fagnandi undanhaldi. Þegar hrinumar dundu á skipinu, söng og hvein í reipum og reiða, svo að nærri tók yfir brimgnýinn. Eftir því, sem lengra leið, fóru sjó- irnir, sem eltu „Lalla Rookh“, að stækka, og öðru hverju sauð og vall brimlöðrið upp yfir öldustokkinn, miðskipa. Það leið ekki á löngu, áður en ýms dragreipi og segl fóru að slitna og falla niður á þilfar, því hinir sífelldu stormar höfðu sorfið og veikt öll reipi og reiða skipsins. Svo losnaði annað keðjuskautið á efra aðaltoppseglinu og orsakaði að seglið rifnaði í hengla. Þar næst kubbaðist sundur rakkinn á framtoppsegls ránni og ráin og seglið losnuðu og sveifluðust til, eins og risa- stór flugdreki. öllum hásetunum var skipað upp í reiða til að koma þessu í lag, og taka saman segl öil ofan við neðri toppsegl. Á meðan menn voru að þessu starfi, kom brotsjór á kinnunginn og braut skarð í borðstokkinn, og skolaði burt stiga upp á skutpallinn og hvalbakinn. Annar brotsjór gerði enn meiri usla; reif burtu hliðarljósstæðið og laskaði nokkrar hurðir og björgunarbát. Um 1B stund var allt þilfarið á kafi í sjó, en þegar það hreinsaði sig, löfðu lausir kaðalendar út um skarðið í borðstokknum og drógust meðfram skipshliðinni eða lágu í flækjum hér og þar. Skipstjórinn óttaðist mjög að brotsjóirnir mundu brjóta upp lestaropin og skipaði því stýrimanninum að láta hella olíu út yfir báða kinnunga, og dró það í svip úr hættunni. Veðrið var svo mikið, að hinir fyrri stormar, sem skipið hafði fengið, komust ekki íhálfkvisti við það. Þegar það hafði staðið í sólarhring, var komið fárviðri, og hafrótið var svo afskaplegt, að allir héldu að skipið myndi þá og þegar far- ast. Þegar hinir hrikalegu brimskaflar riðu und- ir skipið, tókst skuturinn á loft, eins og það ætl- aði að stingast á endann niður í hræsvelg ægis. Svo æddi bylgjan öskrandi undir skipið og lyfti framstafni þess beint upp í loftið, eins og það ætlaði að taka sig á loft. Við og við braut svo yfir skipið, að allt ætlaði í kaf að keyra. Þegar það ógnarfarg lagðist með heljarþunga á full- lestað skipið, var eins og það hikaði á fleygi- ferð sinni og uggvænlegur titringur fór um það stafna á milli, svo að allir stóðu á öndinni. En l'itla, trausta skipið stóðst öll þessi ósköp; einhvern veginn tókst því að hrista hinar ógn- þrungnu hamhleypur af sér og ösla áfram leið sína. Ef Crawley skipstjóri hefði árætt, hefði hann beitt skipinu upp í og lagt „til drifs“, en í þessum ógurlega sjógangi var það allt of hættulegt. „Við verðum að hleypa undan eða farast“, sagði stýrimaðurinn heimspekilega; og allir voru sammála um þessa alvarlegu staðreynd. Eina nóttina meðan á þessum ósköpum gekk, er allir stóðu í hóp aftur á þilfari — bæði þil- farsvaktin og frívaktin — því ógerningur var að komast fram á, bar skipið á fleygiferð fram hjá stórum borgarísjaka. Skipverjamir ,urðu hans fyrst varir af „ísblikunni“, er stafaði frá því, en sáu síðan og heyrðu, er brotsjóirnir höm- uðust þrotlaust á þverhníptum, blikandi ísveggj- unum. Á hundraðasta degi frá því að skipið fór frá Brisbane, var farið yfir lengdarbaug Horns- höfða. Ekkert sást þó til þessa hættulega höfða, því skipstjórinn var svo reyndur og gætinn sjó- maður, að hann setti stefnuna, með tilliti til dimmviðrisins, í öruggri fjarlægð frá þessum illræmda stað. Skipstjórinn hafði ætiað sér að taka höfn í Port Stanley á Falklandseyjum, strax þegar skipið hefði komizt örugglega fram hjá Horn- höfða. Því auk þeirra skemmda, sem skipið hafði orðið fyrir á reiða og þilfari, og þess, að skips- höfn hans var illa farin, og margir hásetanna VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.