Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 22
23./10. Skipsflak á hafsbotni við Laugarnes sprengt í sundur til að gera gott lægi fyrir olíuskipin. Pyrir var á legunni flak af enskum tog- ara, sem sökk þarna á stríðsárun- um. — Flakið af Goðafossi hefur ekki fundizt ennþá, en líklegt er talið, að Ægir gæti fundið það með acdic-tækinu. — Rækjumiða hefur verið leitað að undanförnu við Stykk- ishólm. * 24. /10. Líkur benda til, að rækju megi veiða víða meðfram ströndum Iandsins. Nú er leitað að rækju á Austfjörðum og einnig við innan- verðar Strandir á Húnaflóa. — 1 at- hugun er að selja Hæring og sagt er að möguleikar séu á að selja verksmiðjuvélarnar til Noregs, en skipið sjálft til Englands. Heyrzt hefur að tilboðin séu um 5 millj. kr. — Fiskimjölsverksmiðjan á Kletti afkastar hálfum öðrum tog- arafarmi af karfa á sólarhring. * 25. /10. Fiskiðjuverið lét leita í Hvalfirði að krækling til niðursuðu, en fann ekki nóg magn þar. — Ríkið varði 13 millj. kr. til atvinnubóta síðustu þrjú ár. * 27./10. Ráðgert er að flytja inn bíla frá Ítalíu fyrir 1,5 millj. kr. — 4 togarar eru á ísfisksveiðum fyrir Bretland. — Samningum bátasjó- manna í Reykjavík sagt upp um ára- mótin. * l./ll. Maður féll útbyrðis af tog- aranum Sléttbak, en tveir félagar hans björguðu honum i rúmsjó með löngu sundi. — Útgerð í Yestmanna- eyjum hefur aldrei verið eins mikil og hún verður í vetur. — Samið hefur verið um sölu á saltfiski til Brazilíu og verður selt þangað fyrir 36,5 mllj. kr. * 4./11. Ný olíuskipalega út af Laug- arnestöngum fyrir BP-stöðina. Þótti gamla legan við Skarfaklett hættu- leg. — Grundarfjörður virðist fullur af síld og Kolgrafarfjörður senni- Iega líka. Arnfinnur fékk um 600 mál í kasti og fór heim í gær með fullfermi, ca. 1000 mál. — Ræktun- arkostnaður á söndum á Rangárvöll- um er 100 kr. á ha. Þar hafa 300 hektarar af gróðurlitlum söndum verið gerðir að túni á fáuin árum. * 5. /11. S. I. S. kemur upp geymslum fyrir 10 þúsund tonn af kartöflum. Frystihúsinu Herðubreið breytt í kartöflugeymslu og ennfremur er kartöflugeymsla á Kirkjusandi. * 6. /11. Brazilía gefur innflutning á ísl. saltfiski frjálsan. — Stefnu- breyting í gjaldeyrismálum, sem kann að hafa áhrif á saltfiskverzl- unina. — Faxasíldin til Rússlands hefur reynzt betur en talið var í fyrstu. Fyrstu 7000 tunnurnar eru farnar. * 9./11. Hið nýja skip Eimskip, Tungufoss, kom í gær. * 12./11. Heyrzt hefur að Islendingar hafi hug á að kaupa 21 vélbát í Danmörku. Hafa þegar verið keyptir 4 bátar í Esbjerg. — Klettsverk- smiðjan hefur fengið 3600 mál síld- ar til vinnslu. * 15./11. Rafmagnsveitan festir kaup á 3 þús. tonnum af surtarbrandi. Surtarbrandinum verður brennt í varastöðinni við Elliðaár. — Sæ- björg bjargaði trillubát með þrem bændum úr bráðum háska. Báturinn var með bilaða vél út af Kögri á Barðaströnd og svartabylur skall á rétt eftir að hann fannst. — Blóð- bankinn nýi tók opinberlega til starfa i gærdag. * 17./11. Vararæðismaður Islands í Chicago er Páll Sveinbjörn Johnson. — Amerískur flugbátur fórst á sunnudaginn skammt frá Keflavík. 5 manns, er voru í vélinni, létu lífið. — Vélskipið Súlan lenti í hrakningi í fárviðri og stórsjó. Snæfellið bjarg- aði skipinu til hafnar. * 18. /11. Síldveiðiskipið Edda frá Hafnarfirði fórst í fyrradag og með því 9 manns, en 8 björguðust. Hvolfdi vindsveipur skipinu á legunni í Grundarfirði um kl. 4.30 í fyrra- morgun. Þeir, sem björguðust, náðu landi við Suður-Bár um kl. 11 um daginn. — Fagriklettur var hætt kominn í ofviðrinu. Nokkur síldveiði- skip misstu nótabáta. — Hafliði frá Siglufirði missti 50—70 tonn af fiski af þilfari í óveðrinu. — Sjómaður gefur S. V. F. í. 5000 kr. gjöf. — Leitað verður að flaki Eddu með dýptarmæli. — S. í. S. á nýtt skip í smíðum og verður því sennilega hleypt af stokkunum I byrjun maí næstk. * 19. /11. Er vélbáturinn Ottó var staddur út af Svörtuloftum, missti hann Iýsistank, er hann hafði í togi. — Togarinn Óli Garða hefur verið seldur til niðurrifs. — Sjómannanna, er fórust í sjóslysinu á Grundarfirði, minnzt á Alþingi. — Edda fannst í gær á 11—12 faðma dýpi. — Aflinn hjá togurunum hefur glæðst eftir ofviðrið. Fékk Fylkir 2000 kit á 2Vi degi. * 25./11. Síldveiðitilraunir með nýja flotvörpu úr nylon við Suðvestur- land. Þar hefur síld mælzt í stórum torfum. — Elliði strandaði í hafnar- mynninu á Patreksfirði á sunnudag- inn. Sat hann fastur allan daginn, en náðist út um kvöldið. — Brezkur togari fékk á sig brotsjó og sigldi til Patreksfjarðar til viðgerðar. — Verð- 22 VÍ K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.