Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 9
samlegustu, er málið hafði verið skýrt). Björn tók þessum afdrifum pelans karlmannlega. Kvaðst hann vera búinn að skýra málið og sátt- ur orðin við þessi hernaðaryfirvöld, sem þarna voru, en benti mér á, að lögregluþjónarnir vildu gjarnan fá að tala við mig líka. Gekk ég því til þeirra, þar sem þeir sátu í stórum og glæsi- legum bíl og biðu mín. Ég heilsaði þeim, en þeir tóku mjög vel kveðju minni. (Hallo Capt. Anything we can do for you?) Ég þakkaði þeim fyrir, en kvaðst vera búinn að ljúka erindi mínu, sem hefði verið að ná í hafnsögumann og fá að vita hvar við ættum að lesta. Ég spurði þá hvernig stæði á þessu herútboði. Þeir brostu og gáfu mér þá skýringu, að kona nokkur, sem heima ætti í húsi einu þar skammt frá, hefði hringt í her-camp (hermannabækistöð), er væri þar ekki alllangt frá og tilkynnt að þýzkt her- skip væri komið á bugtina og tveir nazistar væru komnir í land. Þeir sögðust hafa vitað um komu skipsins, en einkennishúfur okkar hefðu komið öllu þessu hernaðarbramli af stað. Kvöddu þeir mig síðan og óku burtu. Einnig hvarf sá vopnaði á burtu nokkru síðar og drun- urnar frá skriðdrekunum dóu út í fjarska. Hafa þeir eflaust snúið herfylkinu við til heimagtöðv- anna, eftir að hafa komizt að raun um að félagi minn Björn og ég hefðum ekki í hyggju að leggja land þeirra undir okkur. Varð nú brátt friðsamlegra í kringum okkur. Frekar var þarna eyðilegt um að horfast, nokkur hús á stangli, ásamt veiðimannaskúrum niður við sjó- inn. Fólkið, sem þarna bjó, hafði atvinnu við sögunarmyllu, sem stóð lengra upp með ánni. Einnig stundaði það nokkuð skelfisk- og krabba- veiðar. Við Björn röltum þarna um malarkamb- inn, því eftir hafnsögumanninum urðum við að bíða. Kalt var í veðri, þótt sumar væri, nokkur vindur af hafi. Var okkur því orðið hrollkalt, og báðum varð okkur sennilega hugs- að til pelans góða, en hans saga var því miður úti. Ákváðum við því að leggja til atlögu við eitthvert af þessum húsum, sem þarna voru, og reyna að herja út bolla af tei eða einhverja hressingu, en eitthvað smávegis höfðum við af peningum með okkur. Mér datt í hug að gaman væri að kynnast nánar íbúunum í húsi því, sem lögreglumaðurinn hafði bent mér á og fullyrt að orsakað hefði allt þetta uppnám. Við geng- um því að húsi þessu og knúðum þar dyra, en út kom enginn annar en kunningi minn frá því fyrr um daginn, maðurinn, sem hafði tekið á móti okkur á bryggjunni og með mér hafði verið í bílnum og fylgt mér sem skuggi allan tímann, þar til komið var niður í fjöruna aftur, en þá var hann líka fljótur að hverfa, er hann sá hversu lögreglumaðurinn tók mér vinsam- lega. Mér varð því strax ljóst, að það mundi hafa verið konan hans, sem komið hafði kanad- íska hernum á hreyfingu. Sjálfur hefði hann tekið að sér það hlutverk að gæta mín þar til lögreglan hefði haft hendur í hári mér. Ég lét þó ekki á neinu bera, en spurði hvort hægt væri að fá keyptan tebolla eða kaffi. Hann tók því vel og bauð okkur til stofu, sem raunar var bæði stofa og eldhús í senn. Var kona hans þar fyrir ásamt drengjum þeirra tveim, er með manninum höfðu verið á bryggjunni, er við lögðum að landi. Frekar var þarna fátæklegt um að litast, en hreinlegt. Áberandi var, hversu hjónin voru óupplits- djörf og virtust vera miður sín í framkomu, enda ekki ósennilegt að þeim hafi þótt óþægi- legt að mæta okkur þarna aftur augliti til aug- litis, eftir það sem á undan var gengið. Hófust nú þarna viðræður með okkur, en fljótlega hneigði húsbóndinn ræðu sína að atburðum þeim, er gerzt höfðu þarna um daginn og okkur voru sennilega öllum efst í huga. Kvað hann það mikið lán, að hann skyldi ekki hafa fórnað mér á altari ættjarðarástar sinnar, þá fyrr um daginn, því hann sagðist hafa verið sannfærður um, að ég væri þýzkur nazisti. Ennfremur stað- festi hann það, að kona sín hefði hringt til hers og lögreglu. Bæði voru þau sannfærð um að þau hefðu verið að gera skyldu sína sem æru- kærir' borgarar hins kanadíska ríkis. Orsök- ina fyrir þessum misskilningi töldu þau vera merki það, er við bærum framan á einkennis- húfum okkar, og sem væri það sama og naz- istamerkið. Við reyndum að benda honum á í hverju félagsmerki okkar væri frábrugðið naz- istamerkinu. Virtist hann skilja það og bað vel- virðingar á þessum misskilningi sínum. Ég bað hann að hafa ekki áhyggjur út af þessu, allur þessi misskilningur væri nú leiðréttur og allt hefði farið vel. Fór nú húsmóðirin að hita teið, en við karlmennirnir tókum að ræða landsins gagn og nauðsynjar, styrjöldina o. fl. o. fl. Eitt- hvað barst talið að því, hvort þarna væri hægt að ná í glas af öli eða kannske einhverju stei’k- ara, svo tækifæri gæfist til að skála fyrir því að ekkert mannfall varð í þessari sögulegu or- ustu. Húsbóndi kvað það ekki með öllu útilokað, sprettur á fætur, lítur á klukkuna, tautar eitt- hvað um nýaðfallinn sjó, þrífur því næst klofhá gúmmístígvél og rýkur á dyr. Okkur fannst aðfarir mannsins harla einkennilegar og fylgd- um honum því æftir út úr húsinu. Þar sjáum við á eftir honum niður að flæðarmáli, skammt frá þeim stað, er bátur okkar lá við bryggjuna. Skiptir það engum togum, að hann leggur þar VÍKI N GU R 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.