Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 19
þurftu nauðsynlega læknishjálpar, þá voru mat-
væli og vatn og aðrar birgðir skipsins mjög að
þrotum komnar. En af því að ofviðrið hélzt
áfram og sjólagið var enn jafnillt, átti hann
engan kost annan en halda beint undan veðrinu.
Þegar loks dró úr veðrinu, nokkrum dögum síð-
ar, var „Lalla Rookh“ komin svo langt austur
fyrir Falklandseyjar, að óhugsandi var að snúa
aftur.
1 þeirri von, að hagstæðir vindar myndu
fylgja skipinu, og að þeir yrðu svo heppnir að
mæta skipi, sem gæti miðlað þeim af birgðum
sínum, ákvað Crawley skipstjóri að stefna inn
í Suður-Atlantshafið, og lét setja upp öll segl,
í fyrsta skipti síðan siglt var úr höfn í Ástralíu.
Gamlir sjómenn sögðu oft, að óheppni í byrj-
un ferðar vissi á stöðuga óheppni alla ferðina.
Og það virtist svo, að þessi spádómur ætlaði að
sannast á „Lalla Rookh“, því eftir að vestan-
storminn lægði, hreppti skipið aftur stöðug and-
viðri eða þá Iognstillur. Tvo mánuði var skipið
að komast frá Horni norður að miðjarðarlínu,
og þá voru matar- og vatnsbirgðir skipsins alveg
þrotnar. Aðeins tvö skip höfðu sézt, og þau voru
svo langt í burtu, að aðeins sá á möstrin. Hinar
miklu úrkomur 1 lognbeltinu (þar sem skipið
lá í byrleysi í hálfan mánuð) réðu þó bót á
vatnsskortinum; mörg hundruð fötum af regn-
vatni var safnað í vatnsgeymana, og blandað
með „Condysvökva“, svo það geymdist betur.
Matvælavandamálið virtist ætla að verða al-
varlegt viðfangsefni, þangað til matsveinninn
allt í einu mundi eftir, að undir þiljum voru
tólf hundruð smálestir af hveiti.
„Og hérna er verkfærið, sem mun mala það
smátt, drengir!“ hrópaði hann sigurglaður og
veifaði gamalli og ryðgaðri kaffikvörn, sem
hann hafði fundið í eldhússkúffu.
Eftir þessa uppgötvun óttaðist enginn sult
— það er að segja, ef gamla kvömin þyldi hina
miklu notkun! Hásetarnir buðust til að skiptast
á um að mala hveitið, en matsveinninn hafnaði
boði þeirra og leyfði þeim ekki að snerta hinn
dýrmæta grip, sem hann fór eins varlega með
og verið hefði gulls ígildi — sem kvörnin í raun-
inni var. Úr hveitinu, sem þannig var malað,
gerði matsveinninn brauð og ýmsa aðra rétti,
þar á meðal grauta handa þeim, sem veikir voru.
Þetta var tilbreytingarlítill og leiðigjarn kostur
til lengdar, en nægilega nærandi til að halda
í þeim líftórunni — en lítið umfram það.
En það var líka annað, sem útsjónarsemi mat-
sveinsins vissi ekki ráð við; tóbakið var líka
þrotið. Missir þessa lítilfjörlega munaðar hafði
djúptækari áhrif á sjómennina en skortur á mat
og drykk. Sumir þeirra reyktu þurrkuð telauf
og sag, og blönduðu þetta með tóbakssafa og
gjallskófum innan úr pípum sínum, og fengu
á þennan hátt einhvern tóbakskeim af reyknum.
Kolabirgðir skipsins voru líka þrotnar — þær
þraut á undan öðrum vistum. Fyrst tók timbur-
maðurinn allt lauslegt af viðartagi og sagaði
í eldinn (þar á meðal öll kústsköft og tunnur),
og síðast var farið að saga niður vararár skips-
ins.
Eftir því, sem lengra leið á þessa endalausu
siglingu, færðist bölvænleg þögn og sljóleiki yf-
ir alla um borð. Menn „gengu inn í“ sjálfa sig
og „grunnt var á því góða“ manna á milli. Beztu
vinir og skipsfélagar deildu harðlega út af smá-
munum, og högg og pústrar voru daglegir við-
burðir á framþilfarinu. 1 þeim tilgangi, að
dreifa huga manna sinna frá heilabrotum út af
hinum aumu kjörum þeirra, sendi skipstjórinn
og yfirmennirnir þær fáu bækur, sem til voru
á skipinu, yfir í hásetaklefann. Hásetarnir tóku
þessu feginsamlega og lásu þær aftur og aftur,
og að síðustu var þeim hent fyrir borð.
Menn glöddust mjög, er siglt var fram hjá
Azoreyjum — þá voru „bara“ þúsund mílur eft-
ir heim, — en tveim eða þrem dögum síðar komu
enn andviðri og töfðu ferðina. Skömmu síðar
sáust tvö skip — annað þeirra seglskip —, en
hvorugt þeirra kom svo nærri, að það sæi merki
„Lalla Rookh“.
Hásetarnir bölvuðu sér upp á, að skip þeirra
væri áreiðanlega undir einhverjum álögum.
„Ég hef vitað ti'l, að austanáttir héldust sam-
fellt í mánuð á þessum slóðum“, sagði gamall
háseti með alvöruþunga.
„Einu skipi á heimleið, sem ég var einu sinni
á, var „haldið föstu“ af austanveðrum í sex
vikur, í mynninu á Ermarsundi”, sagði annar.
„Og af því við vorum þrotnir að vistum, urðum
við að hleypa undan og sigla til New York“.
„Ef það lendir í slíku á þessum dalli, þá mun-
um við vissulega allir svelta", sagði matsveinn-
inn með þunga. „Ég lét ekki skrá mig á þetta
skip til þess að sinna malarastörfum, og ég er
búinn að fá nóg af þessari gömlu kaffikvörn".
Til allrar hamingju fyrir alla, blésu loks hag-
stæðir vindar, þegar „Lalla Rookh“ nálgaðist
Ermarsund, og allt lék í lyndi. Um morguninn
á 199. degi ferðarinnar frá Brisbane, sýndi skip-
ið númer sitt við merkjastöðina í Scillyeyj um.
Og að kvöldi sama dags varpaði það akkerum á
höfninni í Falmouth, og lauk þar með einni
mestu óheppnissiglingu, sem menn vita dæmi
um.
Ó. Sv. íslenzkaði.
VÍKI N G U R
19