Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 17
sigla hér fram og aftur, óg kæmumst aklrei í höfn“. „Eins og Hollendingurinn fljúgandi", tautaði einn sjómannanna. „Já, eins og Hollendingurinn fljúgandi", end- urtók skipstjórinn. „Þótt ég sé ekki svo hjátrúa- fullur a-ð trúa slíkri vitleysu. Við skúlum horf- ast í augu við staðreyndirnar. Þótt óheppnin hafi lagt okkur í einelti frá því við fórum frá Brisbane, og þótt við höfum svo að segja barizt um hvern þumlung, hefur okkur samt skilað áfram um fjögur þúsund sjómílur áleiðis að Horninu. Úr því okkur tókst þetta, þrátt fyrir sífelldan andbyr og óheppni, þá tekst okkur vissulega — með vitneskjuna um áunninn sigur til að styrkja okkur í stritinu — að komast það sem eftir er austur að Horni og austur í góð- viðrasvæðið handan við það. Eru þið menn til að vinna þetta, piltar?“ „Ég er til, herra minn“, hrópaði stórvaxinn Liverpoöl-íri. „Ég líka“, sagði annar, sem var frá Poplar. „Einnig ég“, kallaði hinn þriðji. „Segið til, ef einhver er ófús!“ hrópaði skip- stjórinn. Enginn gaf sig fram til andmæla, og Crawley skipstjóri snéri sér að stýrimanninum og sagði: „Þá er þetta í lagi, stýrimaður. Segið bryt- anum að gefa allri skipshöfninni hressingu“. Sóknin austur hélt áfram, og enn héldu aust- anveðrin áfram. Stöðugt var slagað og ýmist gekk sjórinn inn yfir stjórnborðs- eða bakborðs- hlið „Lalla Rookh“ í þrotlausri baráttu um þumlunga, skref og mílur. Þegar skipið kastað- ist ofsalega til á stórsjóum og háseglin skelltust til, svo að kvað við hátt sem skothvellir væru, virtist svo, sem gangur skipsins væri ágætur —• en ef litið var út yfir borðstokkinn, áveðurs, sást á „dauðum sjó“, að skipið flatskellti oft undan, og fór út á hlið eins og krabbi. Á hverju kvöldi, undir sólarlag, rýndi Craw- ley skipstjóri sjómannsaugum í vestur, hvort ekki sæust nein merki um veðrabreytingu. En alltaf var útlitið sama; loftið var hulið þunnum háskýjum, sem boðuðu áframhaldandi austan- átt. Þegar birti af nítugasta degi hinnar löngu ferðar, var „Lalla Rookh“ enn að slaga vestan við Hornhöfða, móti sífelldum austanstormum. Þegar skipstjórinn kom upp þennan morgun og virti fyrir sér hið kaldranalega útlit, var átak- anlegt að sjá, hvað þessi hraustlegi maður var orðinn horaður og gugginn. Honum hafði ekki komið dúr á auga um nóttina — og margar aðrar andvökunætur. Á honum hvíldi hin þunga ábyrgð, og herðar hans virtust teknar að lotna undir því fargi. Hann hafði elzt svo, tvo undan- farna mánuði, að allir veittu því eftirtekt. „Níutíu daga í hafi, og ekki komnir enn fyrir Hornið“ ,sagði hann gremjulega við stýrimann- inn. „Það er ekki okkar sök, herra minn“, svaraði Anderson stýrimaður. „Ekkert skip hefði gert betur undir þessum kringumstæðum — og fá eins vel“. „Mér er það fullkomlega ljóst. En hvað með útgerðarmennina ?“ Þetta var vissulega allt annað mál. Hann vissi, að „siglingafræðingarnir“ í London og Liver- pool myndu hefja upp hendur sínar af undrun og tortryggni, er þeir heyrðu, að skipið hefði verið meira en níutíu daga að komast austur að Hoi’ni. Sitjandi í þægilegum stólum á skrif- stofum sínum, fjarri öllum brimgný eða sjávar- lofti, mundu þeir útskýra, með sjókort fyrir framan sig, hvernig skipið hefði auðveld'lega getað gert betur. London og Liverpool liggja þó víðs fjarri volkinu við Horn! Á hverju kvöldi var lítla, þægilega setusaln- um á „Lalla Rookh“ breytt í eins konar slysa- varðstofu. Þarna voru sárabindi, skæri og græð- andi smyrsl á hliðarborðunum, en Crawley skip- stjóri, með aðstoð brytans, fægði sár og batt um kaun hásetanna. Sumir þeirra voru þó svo illa haJldnir, að skipstjórinn var á báðum áttum um, hvort hann ætti ekki að hætta við að kom- ast fyrir Hornið, en reyna heldur að sigla norð- ur til Valparaiso eða Coquimbo. Það var aðeins óttinn við harða gagnrýni, er heim kæmi, er bægði honum frá þéssu. Næstu tveir eða þrír þreytandi sólarhringar dröttuðust áfram við sömu aðstæður og áður, en þá fór að lygna og gerði blæjalógn. Menn voru ekki seinir að hagnýta sér þessa hvíld, og flýttu sér að bera sængurföt og fatnað sinn upp á þilfar til mjög nauðsynlegrar og langþráðrar viðrunar, og sömuleiðis að nudda feiti inn í vatnsósa sjóstígvélin. Crawley skipstjóri kom upp á þilfar, meðan menn voru að þessu, og skipaði stýrimanninum að setja upp ný hásegl. „Ég býst. við að þeirra verði full þörf bráð- lega, sagði hann einbeittlega. „Það l'ítur út fyrir að við fáum vestanvindinn, sem við höfum svo lengi þráð. Og ef mér skjátlast ekki því meir, þá verður hann ekki blíður á svipinn. Loftvogin fellur ört og er komin niður úr öllu valdi“. Um það bil, sem hásetarnir voru að ljúka við að festa skautin og draga upp háseglin, fóru að koma „skinnaköst“ á lognskyggðan sæflöt- inn, sem ennþá hreyfðist af nokkurri undiröldu úr austri. Einn sjómannanna lyfti upp höfðinu V í K I N □ U R 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.