Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 5
Hús vitamálastjórnarinnar við Seljaveg 32. enn ógert, eins og vikið er að í upphafi þessa máls. strandsiglingarvitanna margra. Flestir eru þeir Ljósmagn vitanna þarf að auka, sérstaklega þannig byggðir nú, að þeir eru meira og minna sjálfvirkir, og því ódýrir í pössun og rekstri yfirleitt. Með auknu ljósmagni kemur aukin gæzla og þar af leiðandi dýrari rekstur. Ljós- magnið er yfirleitt ekki unnt að auka neitt að ráði nema með nýjum tækjum, sem krefjast stöðugrar gæzlu. í sambandi við aukningu Ijós- magnsins kemur þó einnig til greina raflýsing vitanna, þar sem til rafmagns næst frá bæjar- neti eða orkuveitum, en það er, enn sem komið er, á tiltölulega fáum stöðum. Vitunum þarf enn aS fjölga mikið, því að enda þótt vitarnir séu orðnir eins margir og getið er hér að framan, er brýn þörf fyrir nýja vita á fjölmörgum stöðum. Siglingaleiðir ýmsar eru vanlýstar, og hættuleg sker og grynningar ólýst með öllu. Verður því enn að halda áfram á sömu braut og hingað til, unz úr þessu verður bætt. Hjá vitamálaskrifstofunni liggja umsóknir í tugatali um nýja vita og ljósdufl, og verða þær umsóknir teknar fyrir til úrlausnar þegar fjárhagsástæður leyfa. Enn er líka þörf að endurbyggja nokkra af gömlu vitunum, sem ekki hefur verið gert neitt við hingað til, en þeim fækkar nú óðum. Ný vitakerfi. Síðustu árin hafa rutt sér til rúms þrjú lang- dræg radíóvitakerfi, Loran, Decca og Consol radíóvitarnir, sem hver hefur til síns ágætis nokkuð, en sameiginlegt fyrir þá alla er að gefa nákvæmar staðarákvarðanir fyrir mjög stórt svæði. Þróunin á þessu sviði hefur verið mjög ör hin síðustu ár, og engin ákvörðun tekin um að hverju kerfinu yrði horfið, ef til kæmi, að reisa slíkar stöðvar á fslandi, umfram Loranstöðina, sem reist var í stríðinu hér á Reynisfjalli. En eitt af stærstu verkefnunum, sem fyrir liggja, er að ganga úr skugga um það mál. V í K I N □ U R 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.