Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 27
beitt út frá því í apríl á vorin og þar til í október á haustin. I hörðum vetrum, þegar skortur er á fóðri, nota menn þurrkaðan fisk, mest loðnu, til fóðurs handa skepnunum, og reynist það mjög vel. Einkum bætir þetta fóð- ur málnyt kúnna, sem mjólkaðar eru þrisvar á dag. Kýr eru ekki margar í Grænlandi, fáeinar í Godthaab og svo einnig í Julianehaab, og er það skortur á nægilegu vetrarfóðri, sem hamlar því, og gætu verið fleiri, ef land væri ræktað á þeim stöðum sem bezt hagar til“. Um gamla biskupssetrið „Garða“ skrifar kap- teinn Daníel Bruun: „Eftir rústunum að dæma á hinu stóra biskupssetri Görðum, hefur nautgriparækt verið þar mikil í öndverðu. Eftir því sem ég kemst næst, hafa þar verið básar fyrir um 100 nautgripi að minnsta kosti, og fjárhúsarústirnar voru svo stórar að ummáli, að það lítur út fyrir að þar hafi verið mörg hundruð fjár“. Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri rannsakaði ítarlega landbúnaðar- möguleika í Grænlandi og skrifaði ágætar skýrslur um ferðir sínar til Grænlands, er hann fór þangað í rannsóknarerindum samkvæmt ósk stjórnarinnar, og vísast til þess, sem hann hefur skrifað um þetta efni. IV' Sigurður skdld Breiðfjörð, sem var U ár í Grænlandi og segist hafa unað þar betur en annarsstaðar. Hann kveður Grænland. Að lokum flytjum vér umsögn íslendings um Grænland og lifnaðarhætti manna þar, fyrir hér um bil 100 árum síðan. Aðeins viljum vér bæta við það, sem áður er sagt um lífsmögu- leika þar, að erlendir fiskimenn, sem hafa fisk- að þar árum saman, telja fiskauðlegðina við strendurnar meiri en þeir vita dæmi til annars- staðar. Hið alkunna íslenzka alþýðuskáld, Sigurður Breiðfjörð, var í Grænlandi í 4 ár, frá 1831— 1834. Hann réðist í þjónustu verzlunarinnar til þess að kenna Grænlendingum hákarlaveiði, sem hann þekkti svo vel til frá æskustöðvum sínum, Breiðafirði, og jafnframt hafði hann beykis- störf á hendi, þar sem hann var útlærður beykir. I ritum sínum skýrir Sigurður frá því, að árlega sæki mikill fiskur upp að ströndinni út af Holsteinsborg og nýlendunni Sukkertoppen og inn í firðina þar suður af. Á sumum fiski- miðum skammt frá ströndinni segir hann að séu ógrynni af heilagfiski og gríðarstórum þorski, og á vissum tímum ársins sé þar mergð ýmsra hvalfiskitegunda, svo og selur, rostungur, hákarl o. s. frv. Um lifnaðarháttu Grænlendinga skrifar Sig- urður meðal annars, að á vorin veiði menn hrognkelsi, sem sé mjög mikið af allsstaðar meðfram ströndinni. Einnig hagnýti menn sér krækling og aðrar skelfisktegundir, sem þyki góð fæða. Þegar kemur fram á sumarið, byrjar fuglatekjan, og segir hann, að gerðir séu út leiðangrar út í eyjarnar til þess að veiða fugl og safna eggjum. „Ég var sjálfur í þessháttar veiðiför", skrifar Sigurður, „og við hlóðum skútu af fugli, dúni og eggjum“. Um miðjan ágúst byrja þorsk- og heilagfiskiveiðar, svo og silungsveiðar. Hreindýraveiðar eru einnig stundaðar og gefa mikinn ávinning, skrifar hann. 1 Holsteinsborg segir hann að sé hvalveiða- stöð og mikið sé þar veitt af rostung og hvít- fiski. Hákarlaafli sé þar sem annarsstaðar við Grænland mjög mikill á ýmsum tímum ársins. Selveiði — vegna skinnanna til bátabygginga, fatnaðar og fleira, og lýsið til eldsneytis — telur Aann þó aðalatvinnu Grænlendinga, einkum í N orður-Grænlandi. Að lokum flytjum vér nokkur erindi, er hann orti, þegar hann fór frá Grænlandi í síðasta sinn, haustið 1834, og kvaddi fjöllin og fornar rústir Islendinga: Farðu vel mitt Hjartarhorn, Hásteinsbæli og Söðull. Vermi yðar fötin forn, fagur morgunröðull. Ég er kominn út á sjá, átján langar vikur. Mér vill yður óður frá ýta stormur kvikur. Það er vert ég væti brá, að viðskilnaði okkrum, því ég undi yður hjá, öðrum betur en nokkrum. Þið hafið heyrt minn harmasöng, hlátur og kæti glauma, fram um yðar fornu göng, fæddi ég marga drauma. Undir hafið einatt þér öll mín raulað kvæði, og svo að kalla sampínst mér í sorg og gleði bæði. Það er vinskaps orsök ein, yðar verð að lofa, VÍKI N G U R 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.