Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 32
* Jén Asgeirsson, frá Hnsfsdal MINNINGARORÐ Að kvöldi þess 13. des. 1953 fór m.b. Mímir IS 30 frá Hnífsdal í róður. Áhöfnin var fimm menn. Að kvöldi þess 14. des. komum við aftur að landi, en þá vorum við aðeins fjórir. Jón Asgeirsson. Það var að morgni þess 14. des., um kl. 7, sem það hörmulega slys vildi til, að maður féll fyrir borð. Kallið var komið. Sá, sem fyrir kallinu varð, var Jón M. M. Ásgeirsson, II. vélstjóri. Hann var fæddur í Hnífsdal hinn 28. janúar 1933, sonur hjónanna Ásgeirs Kristjánssonar og Rannveigar Vilhjálmsdóttur. Hann var því ekki nema aðeins 20 ára að aldri. Það er þungt áfall, þegar jafn ungir og dug- legir sjómenn falla í valinn. Ég, sem er fæddur og uppalinn með honum og hef unnið með hon- um frá blautu barnsbeini, minnist hans með djúpri sorg og söknuði. Ég vil votta foreldrum hans og aðstandendum mína dýpstu samúð 1 tilefni af því skarði, sem í ætt hans hefur verið höggvið og aldrei verður fyllt. Sjómennskan var honum þegar frá bernsku 32 í blóð borin. Frá því fyrsta hefur hafið heillað hug þessa inndæla drengs. Við byrjuðum saman í skiprúmi 12 ára gaml- ir upp á hálfan hlut. Við þekktumst því mjög vel, erum búnir að vera saman á sjónum í nokkur ár. Þannig skilja okkar leiðir. Mér finnst ég ekki geta trúað því, að þetta sé raun- verulegt. Mér finnst þetta allt vera eins og vondur draumur. Hann var búinn að vera á bátum suður á Akranesi, en undi ekki hag sínum þar. Hann vildi komast heim í Hnífsdal. Hann fór á vél- stjóranámskeið á ísafirði veturinn 1951—1952. Að því loknu gerðist hann II. vélstjóri á m.b. Mími og var þar til þeirrar stundar, er fyrr getur. Okkur finnst stundum að við séum beitt hinu mesta óréttlæti. En þannig eru atburðirnir og tilviljanirnar, að enginn mannlegur máttur fær við ráðið. Með Jóni Ásgeirssyni er fallinn í valinn einn af okkar þrekmiklu og duglegu sjómönnum. Þegar maður horfir til baka, þá vil ég minn- ast þessa: Að kvöldi hins 13. des kom hann syngjandi heim. Svo mikið flýtti hann sér, að hann mátti ekki vera að því að borða. Á útstíminu varð honum ekki svefnsamt og ekki heldur á baujuvaktinni. Hann gat þess við okkur, að hann þyrfti að fara til læknis, þegar hann kæmi í land. Kæri vinur! Þú ert kominn til okkar bezta læknis, sem græðir öll sár. Það eina, sem eftir er, er minningin um þig. Nú ertu horfinn, vinur minn. Við sjáumst ekki aftur í þessu lífi. Ég þakka þér fyrir samveruna, bæði á sjó og landi. Guð blessi minningu þína. Þinn starfsbróðir, Óskar Ásgeirsson. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.