Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Síða 10
Selfoss í Kanada. út á hafið og veður stórum. Fórum við nú að skyggnast eftir, hvert ferð mannsins gæti verið heitið. Sáum við þá grashólma, um 50 til 60 metra frá landi, en eins og áður er getið, var útgrynni mikið þarna í firðinum og grashólmi þessi umflotinn sæ á flóði, en um fjöru og allt að hálfaðföllnu var hægt að ganga út í hann. Að þessari ,,úthafsey“ stefnir karlinn, og gekk ferðin greitt. Hverfur hann sjónum okkar bak við hólmann, en birtist að vörmu spori aftur og er þá með böggul undir hendinni. Svamlar karlinn til sama lands aftur, en miklu var nú dýpra á honum en á útleiðinni, enda ört aðfallandi sjór. Var hann þungstígur mjög á leiðinni upp fjöruna og kom í ljós, að stíg- vélin voru full af sjó. Datt mér í hug að betra hefði verið fyrir karlinn ,,að vaða í sjálfum sér“, eins og það var kallað á Vestfjörðum í gamla daga. Ekki lét karlinn vosbúðina á sig fá, veifaði brosandi til okkar tveimur flöskum, sem seinna kom í ljós að innihéldu heimabrugg- að öl. Dáðumst við Björn að ráðkænsku manns- ins, hvað staðarval bruggsins snerti, og kom okkum saman um, að þessum hefði Björn heit- inn Blöndal tæplega séð við í eltingaleik um heimabrugg. Konan var nú búin að hita te- vatnið og fengum við þarna hinar beztu veit- ingar. Síðan var skálað í ölinu, sem reyndist hvorki sérlega áfengt og því síður gott á bragð- ið. Þessi ölglös urðu þ'ó til þess að staðfesta enn betur það vinarþel, er nú ríkti milli hinna tveggja „stórvelda“, Kanada og Islands, þarna í baðstofunni við Bay of Fundy. Fannst það á öllu, að hjónunum var það gleðiefni að fá þarna tækifæri til að bæta fyrir óverðskuldaðar grun- semdir í okkar garð. Kl. 20.00 kom hafnsögumaðurinn akandi í lúxusbifreið ásamt syni sínum, sem stýrði bif- reiðinni. Bauð hann okkur að aka með sér til Bass River nr. 3, þar eð nægur tími væri til stefnu, og gætum við skoðað okkur um á staðn- um þar sem við ættum að lesta. Þáðum við boðið og settumst upp í „lúxusinn“. En vart höfðum við Björn komið okkur fyrir í sætunum, er drengurinn var kominn á 90 til 100 mílna hraða, sem hélzt alla leiðina. Fannst okkur sem þarna væri verið að gera enn eina tilraun til að sýna okkur inn í annan heim. Þetta gekk þó allt stórslysalaust og komumst við heilu og höldnu á staðinn. Eyddum við þarna nokkrum tíma í að skoða fyrirhugaðan lestunarstað skipsins. Kl. 22.00 komum við til baka, kvöddum karl og kerlingu og þökkuðum fyrir veittar velgerðir í mat og drykk, skröpuðum innan vasa okkar af centum og gáfum litlu drengjunum og héldum síðan um borð 1 skipið. Ferðin um borð tók rúman klukkutíma, og vorum við komnir um borð kl. 23.30. Tókum við þá eftir því, að stór mótorbátur var festur aftan í skipið, og vissum við ekki hverju það sætti. Gekk ég rakleitt inn til skipstjóra og tilkynnti honum komu mína. Var hann háttað- ur og las í bók að vanda, en á bekknum í skrif- stofu hans lá maður og las í blaði. Skipstjóri var frekar þurr á manninn. Kvað hann hafn- sögumanninn hafa komið um borð skömmu eftir að við fórum frá skipinu. Kvaðst hann marg- sinnis hafa þeytt eimpípuna til að kalla okkur aftur um borð, en árangurslaust. Værum við nú búnir að tapa hálfum vinnudegi eða meira. Fannst það á, að hann vildi gefa okkur sök á því; Ég skýrði honum í stuttu máli frá ferða- lagi okkar Björns og hversu erfitt hefði reynst að ná í. hafnsögumanninn. Einnig gerði ég grein fyrir hversu erfitt væri um alla staðhætti í landi, svo sem útgrynni mikið, illa staðið á sjávarföllum o. fl. Reyndi ég að gera honum það skiljanlegt, að við Björn hefðum ekki haft neina sérstaka ánægju af því að labba um þennan eyðistað í 10 klukkutíma, en eimpípu- blásturinn hefðum við ekki heyrt. Ennfremur benti ég honum á, að hafnsögumaður sá, er við komum með, væri sá eini, sem hefði réttindi til að sigla skipi inn í Bay of Fundy. Gæti hann að sjálfsögðu valið um hvorn hafnsögumanninn hann kysi, en þann, sem við hefðum komið með um borð, kvaðst ég myndi taka inn til mín yfir nóttina og sjá honum fyrir beina. Meðan þessu fór fram, tók ég eftir því að hafnsögu- mennirnir tveir voru komnir í háarifrildi út af því, hvorum þeirra bæri að sigla skipinu inn í f jörðinn. Ég bauð svo góða nótt, en sagði mín- um hafnsögumanni að koma niður í herbergi mitt, er hann hefði lokið viðræðum við vin sinn. Nokkru seinna kom hann inn til mín og var þá drjúgur mjög. Kvaðst hann skyldi sjá 1P VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.