Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 28
Siærsti síidarmjilsjiurrkari í heimi
í nýútkomnu Fisching Gazette, októberheft-
inu, sem mun vera fjöllesnasta fiskiðnaðartíma-
rit í Bandaríkjunum, segir frá nýjum fiski- og
Þverskurður af þurrkaranum.
síldarmjölsþurrkara, sem fyrirtækið Edw.
Renneburg & Sons Co. hefur smíðað og sett
upp í verksmiðju einni í Wildwood, New Jersey.
Er þess jafnframt getið, að Gísli Halldórs-
Islendinga öldruð bein
í yðar skauti sofa.
Geymið þið feðra gömul bein,
sem grafar feldur ornar.
Geymið á sínum stað hvern stein,
sem styður tóftir fornar.
2B
son verkfræðingur eigi hugmyndina að þurrk-
ara þessum og hafi séð um smíði hans.
Þurrkari þessi hefur vakið mikla athygli og
er hann að ýmsu leyti frábrugðinn eldri gerð-
um. Rekstur hans er að öllu leyti sjálfvirkur,
en þó má með augnabliks fyrirvara stjórna
honum á venjulegan hátt.
Þurrkari þessi er álitinn stærsti þurrkari sem
menn vita af og hafa afköst hans reynst geysi-
mikil. Hefur hann í allt sumar unnið með
miklum ágætum og auðveldlega unnið úr sem
svarar 10.000 málum á sólarhring. Meira hrá-
efni hefur ekki verið fyrir hendi og er því ekki
vitað með vissu hve miklu meiru hann myndi
geta afkastað, en áætlað að hann myndi geta
þurrkað úr 15—17.000 málum.
Þurrkofninn er um 10 m. á lengd og 4 á
breidd, en 6 á hæð, kynntur með tveim olíu-
brennurum.
Þurrkarinn sjálfur er um 20 m. á lengd og
með mismunandi vídd, allt frá 2 m. upp í nær
4 metra. Loftblásarinn getur sogið allt að 3
tonn af lofti á mínútu gegnum þurrkarann og
blæs hann fínasta mélinu upp í mjölskilju, sem
ei' um 17 metrar á hæð og allt að 6 m. í mesta
þvermál. Mun mjölskilja þessi vera hin stærsta
í heimi.
Þar eð fiskimjölsverksmiðja sú, sem hér á
hlut að máli, stendur rétt hjá einum glæsileg-
asta baðstað, þar sem um 100.000 manns liggja
við á sumrum, er tilvera verksmiðjunnar bund-
in því skilyrði að ekki finnist nein fisklykt af
henni og hefur Edw. Renneburg & Sons Co.
nú verið falið að ljúka áframhaldi kerfisins eins
og það var fyrirhugað í fyrstu og koma upp
hringrásarkerfi og öðrum útbúnaði til að fjar-
lægja allan óþef. Hefur Gísli Halldórsson yfir-
umsjón með öllum þeim framkvæmdum eins og
hinum fyrri.
Gísli Halldórsson hefur sótt um einkaleyfi á
þurrkkerfi þessu, en Edw. Renneburg & Sons
Co. hafa einkaframleiðsluréttinn.
Nánari frásögn af þurrkaranum mun birtast
í næsta hefti af Fisching Gazette, en síðar
V í K I N □ U R