Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Page 14
E I IM A R BRAGI: Morgunn í síldarþorpinu Ég stóð á forstofuþröskuldinum í Búðinni og geispaði út í morguninn. 1 heila viku hafði verið sólskin og sunnangola á hverjum degi, en síldin lét ekki góða veðrið ginna sig. Framundan Búðinni var lítil bryggja, gömul og lasburða og bar þess engin merki lengur, að eitt sinn var hún veglegasta mannvirki sinnar tegundar á landinu. Það hefur margbrotnað framan af henni, stólparnir eru orðnir hallir, dekkið sigið og margir plankar brotnir, svo að hún er háskaleg yfirferðar. Við bryggjuna lá lítil, grænmáluð trilla, og þrír unglingsstrákar voru eitthvað að bauka í bátnum. Ég gekk niður á bryggjuna. — Sælir strákar, sagði ég — eruð þið að fara á skak? — Við ætlum að vitja um línu, sem við lögð- um í gærkvöld, en við höfum handfæri með okkur, svaraði skipstjórinn. Hann var á ferm- ingaraldri og þeirra lægstur vexti, en í svipn- um var festa, sem vakti traust. — Hafiði fiskað vel í vor? Ég settist á bryggjuna og lét fæturna lafa út af — mér fannst ég vera orðinn smástrákur í annað sinn, og mig langaði til að biðja um að fá að vera með. — Nei, það hefur verið bölvaður reitingur, en kannske sá guli komi núna í strauminn, og einn, löngu eftir að við komum að. Og nú nálgast kveðjustundin. Okkur er sagt, að dansað verði í Alþýðuhús- inu í kvöld og þangað ákveðum við að fara, og þar að auki er svolítið hóf í bátnum, „hesta- skálin“ að skilnaði. Sumarið er nú liðið, með skini og skúrum, höppum og smáóhöppum, eins og lífsins gangur er. Orustan er gengin um garð með sæmilegum árangri fyrir okkur og hver og einn býr sig undir þá næstu, á hvaða vett- vangi sem hún verður svo háð og hvernig sem niðurstaðan kann að verða. En eftir situr í minningasjóðnum samveran við góða félaga og ánægjulegt samstarf í blíðu og stríðu. X. 14 svaraði hásetinn og spýtti um tönn út fyrir borðstokkinn. Hann var á sama aldri og hinir, en líkamlega sterkbyggðari. — Hafiði betra upp úr því að róa en vinna í verksmiðjunni? — Maður fær ekki nema kvenmannskaup þar, svaraði skipstjórinn — og það er líka svo and- skoti leiðinlegt að vinna í landi, þegar maður er orðinn vanur við sjóinn. Hann tók hagla- byssu, sem lá á einni þóftunni og lagði hana fram á. — Hefurðu byssuleyfi? spurði ég. — Maður hittir alveg eins vel án þess, svar- aði skipstjórinn kankvíslega — en þú þarft ekki að minnast á það við hreppstjórann. — Vertu óhræddur, svaraði ég. Vélstjórinn lyfti lokinu af vélarhúsinu, dældi benzíni inn á vélina og sneri svifhjólinu. Vélin þaut strax í gang. Þá gekk skipstjórinn aftur í og tók um stýristaumana. — Viltu leysa fyrir mig? kallaði hann. Ég losaði bandið af bryggjustólpanum og kastaði því út í bátinn. Skelin seig hægt frá bryggju, tók síðan krappan sveig og stefndi á hafnar- mynnið. — Gott fiskirí! hrópaði ég, en þeir heyrðu ekki. Þetta var þriðja sumarið sem þeir gerðu út á þorskveiðar, þessir ungu sjómannssynir, er vildu halda trúnað við hefð ættar sinnar og neituðu að verða hjól í vélabákni verksmiðjunn- ar, sem gleypir flesta aðra unglinga þorpsins. Ég stóð kyrr um stund og horfði á eftir kæn- unni, sem skreið léttilega út höfnina, skar mjóa plógstrengi úr lygnum sjónum og bylti þeim til beggja handa. Upp með bryggjunni stendur gamall súðbyrð- ingur með brotna siglu. Hann liggur á þurru um fjöru en reisir sig ennþá, þegar sjórinn flæðir undir hann. Lúkarinn er opinn og önnur hurðin horfin, en hin hangir á stakri löm. Loft- ið niðri er fúlt og hráslagalegt, þrungið dauni if gömlum gegnvættum dýnum, þangi og þorn- uðu slori. Stjórnborðsmegin er ein koja, en bekkir liggja með báðum súðum og mætast í kröppu horni frammi í kverk. Lokin úr bekkj- VÍKINBUR *

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.