Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 3
mikil til þess að þeir nái saman. I öðru lagi er það, að vitar þessir eru ekki nema hluti af vitakerfi landsins, þannig að ýmsar leiðir eru jafn vanlýstar þó að þessum áfanga sé náð. Og í þriðja lagi eru ljósvitarnir nú orðið ekki nema takmarkaður hluti vitaþjónustunnar, þar sem radíóvitarnir í ýmsu formi hafa nú orðið sífellt vaxandi hlutverki að gegna. Eigi að síður má það teljast merkur áfangi, sem náðst hefur, er nú hefur tekizt að loka Ijóshringnum kringum landið. Framkvæmdir síðustu ára. 1. desember 1938, þegar 60 ár voru liðin frá upphafi vitalýsingar á íslandi, birti ég nokkurt yfirlit um þróun þessara mála þangað til. Til viðbótar því sem þar er sagt, og aðallega um framkvæmdir síðan, vil ég segja þetta: Nýir vitar: Á þessu síðasta 15 ára tímabili hafa nýir vitar verið reistir á þessum stöðum: Hvaleyri í Hvalfirði; Miðfjarðarskeri í Borg- arfirði; Rauðanesi í Borgarfirði; Þormóðsskeri, vestan Borgarfjarðar; Kirkjubóli í Staðarsveit; Arnarstapa; Ólafsvík; Grundarfirði; Skor í Rauðasandshreppi; Ólafsviti við Patreksfjörð; Langanes við Arnarfjörð; Æðey; Sléttueyri í Jökulfjörðum; Selskeri við Ófeigsfjörð; Bjarn- arfirði á Ströndum; Skorði við Miðfjörð; Straumnesi við Haganesvík; Hrólfsskeri í Eyja- firði; Snartastaðatanga við Kópasker; Hraun- hafnartanga á Sléttu; Raufarhöfn; Grenjanesi á Langanesi; Digranesi við Bakkafjörð; Kol- beinstanga við Vopnafjörð; Kögri við Borgar- f jörð eystri; Bakkabökkum við Norðf jörð; Sel- nesi við Breiðdalsvík; Ketilfles, Suður-Múla- sýslu; Hornafirði; Hrollaugsseyjum; Faxaskeri við Vestmannaeyjar; Þrídrang við Vestmanna- eyjar; Knararós við Stokkseyri; Hafnarnesi við Þorlákshöfn. Flestir þessara vita eru sterkbyggðir, úr járnbentri steinsteypu, og ættu því að geta enzt lengur en eldri vitarnir, sem margir hverjir voru gerðir á frumstæðari hátt. Þá eru þeir einnig flestir þannig gerðir, að koma má fyrir í þeim sterkari ljóstækjum, ef þess kynni að verða óskað. Enn eitt nýmæli í sambandi við vitabygg- L ingar síðustu ára er rétt að benda á. 8 af ofan- Einn hinna nýrri vita. VÍKINGUR 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.