Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Side 23
 ERLENDAR FRÉTTIR. mæti saltfiskframleiðslu S. I. F. á árinu 1952 nam 178 millj. kr. * 27. /11. Dalvíkurbátur fórst í gær- kveldi með 2 mönnum, rétt utan við þorpið. — Geysifjölmenn og virðuleg minningarathöfn í Hafnarfjarðar- kirkju, er sjómennirnir af Eddu voru kvaddir. — Oliuskip f hættu við örfirisey. Tvö skip komu því til að- stoðar. * 28. /11. Iðnaðarbankinn hefur keypt Lækjargötu 10B undir banka. — Úti- bú bankans á Keflavíkurflugvelli tek ur til starfa á miðjum vetri. — Til sundlaugarbyggingar í Vesturbænum hafa safnazt kr. 150 þús. * 30./11. Úr, sem týndist í smala- mennsku 1906, en fannst 1949, gekk eftir 43 ára útivist, eftir að það hafði verið dregið upp. * 1. /12. 75 ár eru liðin síðan kveikt var á fyrsta vitanum á lslandL Verð- ur bráðlega unnt að sigla kringum allt land í samfelldu vitaljósi. Vitar á öllu landinu eru nú 218 talsins, þar af eru Ijósvitar nú alls 104. * 2. /12. Eyfirzkur bóndi fékk 30 tunn ur byggs af kornökrum sfnum f haust. Mun hann vera eini bóndinn á Norðurlandi, sem ræktaði korn að ráði í sumar. — lslenzkir tog- arar eru hættir karfaveiðum við Grænland vegna illviðra og ísreks á miðunum. * 3. /12. Elzti Islendingurinn, Helga Brynjólfsdóttir frá Selalæk, er látin, 107 ára. * 8./12. Tilraunir hafnar um fram- Ieiðslu fiskimjöls til manneldis hér á landi. — Benzínrör rifnaði í öskju- hlið í morgun og streymdu þúsundir Iítra niður hlíðina. Grjóthrun úr hliðinni mun hafa rofið 8 þumlunga víða Ieiðslu á 9. tímanum í morgun. — Knattspyrnuflokki „Gullfoss“ af- hentur fagur bikar sem fyrstu verð- laun í knattspyrnukeppni í sumar. — Fjögurra hæða bygging verður reist fyrir miðstöð fiskirannsókna. * 9. /12. Allir piltar úr 4., 5. og 6. bekk Menntaskólans á Akureyri fóru einn dag á síldveiðar á Pollinum. ♦ 10. /12. Lýsi og mjöl h.f. prófar vél- ar til soðkjarnavinnslu. Hefst vinnsla bráðlega. * 15./12. Mann tók út af ísborgu í stórsjó, en skipsfélaga hans tókst að bjarga honum. Synti hann með línu til mannsins, er var ósyndur, en loft í sjóstakk hélt honum uppL * 17./12. Stór vöruskemma hjá SR á Siglufirði brann i nótt. Eldsupptök eru ókunn. — Hluti af húsþaki og fiskhjallar með 120 tonnum af fiski fuku á Seyðisfirði í gær. Stormur svipti þakinu í loft upp og út á sjó. — 6—8 fiskhjallar fuku á Akranesi í óveðrL * 20./12. Ný norsk-íslenzk vél, sem haussker og magadregur, er í smíð- um hér, og er ætlunin að hefja á henni fjöldaframleiðslu. * 28./12. Sænskt skip strandaði þann 26. við Engey. Mannbjörg varð. Er skipið talsvert brotið, en það liggur í stórgrýti. 10./10. Færeyingar selja 80.000 tunnur af saltsíld til Sovétríkjanna. * 13./10. Múgur ruddist inn f banda- ríska sendiráðið í Belgrad og særði mann þar. Tító býður Bretum, Bandaríkjamönnum og Itölum til ráðstefnu um Trieste. Undirritaður hefur verið samningur milli Grikk- lands og Bandaríkjanna, sem veitir Bandaríkjamönnum heimild til að koma upp flug- og flotastöðvum í Grikklandi. Gildir hann jafnlengi og Atlantshafssamningurinn, eða til 1969. * 23. /10. Sókn Frakka í Indó-Kína hefur farið út um þúfur. Uppreist- armenn gátu komið meginhluta hers síns undan. — Verkfall 6000 benzín- flutningamanna er að lama London. — Ofsalegt óveður geisaði í nótt á suðurodda Italíu. Óttast er um mik- ið manntjón. — Nýr borgarstjóri var kosinn í vestur-Berlín í stað Ernst Reuter, sem lézt fyrir nokkru. Er það dr. Walther Schreiber. — Ibn Saud konungur Arabíu er alvarlega veikur. Franskir hjartalæknar kvadd- ir til hans. — Fyrsta fljótandi hval- vinnslustöð Norðmanna fer frá Nor- egi um 20. þ. m. til Suðurhafa. * 24. /10. 100 manns hafa farizt í flóðunum á Italíu. Heil þorp hafa sópazt brott. Þúsund ferkílómetrar eru undir vatni. — Brezka stjórnin kallar út herlið vegna verkfalla flutningamanna. * 25. /10. 37 þjóðir vilja veita Japan aðild að tollabandalaginu. — Undir- búningi að brottflutningi Breta og Bandaríkjamanna frá Trieste miðar vel áfram. — Benzínflutningamenn í A.-London ákveða að hætta verk- fallinu. * 27. /10. Arabaríkin safna öflugum her allt umhverfis Israels-riki. Ótt- ast er að þau hefji allsherjarárás til að reka Gyðinga brott. — Stjórn- málanefnd SÞ samþykkir tillögu um sjálfstæði til handa Túnis. * 28. * 10. Fiskkaupmenn í Aberdeen óttast skort á ísfiski. — Flóðatjónið VÍKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.