Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Síða 2
Matthías Þórðarson, fyrrv. ritstjóri:
Mæfi hafsins og hagnýting þeirra
III. Náttúruumbrot og jarðskjálftar.
Atlantis.
Jarðarhnötturinn skelfur alltaf.
Það er álit manna, að árlega komi allt að
100.000 jarðskjálftar, eða einn jarðskjálfti
fimmtu hverja mínútu. í höfuðstað Japana,
Tokio, kemur að jafnaði jarðskjálfti fjórða
hvern dag.
Frá því sögur fara fyrst af, eru til sannanir
fyrir margs konar jarðbyltingum og náttúru-
umbrotum, jarðskjálftum, eldgosum og vatns-
flóðum. f jarðskjálftum hefur það oft komið
fyrir, að stærri eða minni landspildur hafa
sokkið í sjóinn, og eftirfarandi flóðfylgja hefur
eyðilagt allt, sem fyrir hefur orðið. f jarð-
skjálftum koma oft langar sprungur í yfir-
borð jarðarinnar, eins geta jarðskjálftar líka
breiðst út í sjónum, af því að hræringar í
sjávarbotni breiðast gegnum vatnið.
Menn vita með vissu, að meginlandið hefur
víða sigið og sums staðar hafizt yfir sjávar-
flöt. Stór meginlönd hafa klofnað, og milli
þeirra hafa djúpar sprungur fyllst af sjó, og
ekki er loku skotið fyrir það, sem Suður-amer-
ískir fornfræðingar byggja á uppgröftum í
Argentínu, að í fyrndinni hafi verið náið sam-
band milli hinna miklu meginlanda Evrópu og
Ameríku.
Það eru líkur til þess, að dýptarhlutföllin í
heimshöfunum og á nálægum skipaleiðum séu
öll önnur nú en fyrir nokkrum þúsundum ára.
Þetta á eins við Atlantshafið eins og austur-
og vesturströnd þess, þar sem stærri og minni
tindar teygjast upp frá sjávarbotni hér og hvar
og mynda eyjaklasa eða neðansjávarsker á mis-
munandi dýpi undir yfii'borði hafsins. Ný-
fundnalands-grynningarnar, sem að jafnaði eru
á 75 metra dýpi, ná í austur frá Nýfundnalandi
hér um bil 200 sjómílur, og endimörk þeirra
við Atlantshafið myndast af brattri fjallshlíð,
sem lyftir sér hér um bil 2500—3000 metra
frá sjávarbotni, hafa efalaust áður fyrr verið
hluti af meginlandi Ameríku.
Frá vestanverðri Afríku — frá Kanarisku
eyjunum yfir Azoreyjarnar — til Nýfundna-
lands, er Atlantshafið að jafnaði hér um bil
4000 metra djúpt, þar sem hér og hvar gnæfa
háir fjallatindar upp yfir sjávarflöt, og eru
þeir hluti af þessum eyjaklasa, Þar að auki eru
margir neðansjávar fjallatindar á þessum slóð-
um. Neðansjávar fjallatindurinn „Laura Ethel
Bank“ er aðeins 60 m undir yfirborði hafs-
ins 700 sjómílur frá Nýfundnalandi, en þar er
4500 metra dýpi hringinn í kring. Á þessum
slóðum eru fleiri svipaðir fjallatindar.
Stórt rif eða ás teygist í suðvesturátt frá hér
um bil 50. norðlægu breiddarstigi, allt á móts
við Suður-Ameríku, síðan í austur móti Afríku-
strönd og breytir svo aftur stefnu í nánd við
Ascension og svo beint í suður til Tristan
d’Cunha. Ásinn hefur sig bratt frá djúpi hafs-
ins og er hér um bil 9000 fet á hæð, og Azor-
eyjar, St. Paul, Ascension og Tristan d’Cunha
standa sem fjallatindar á þessu „hálendi" und-
ir yfirborði sjávarins.
Það hefur líka sýnt sig, að þessi mikla hæð
er þakin eldfjallasora, og sumir rannsóknar-
menn álíta það sannað, að sjávarbotninn, eink-
um kringum Azoreyjar, hafi verið athafnasvið
hrikalegra eldsumbrota — og það meira að
segja fyrir tiltölulega skömmum tíma.
Að áliti jarðfræðinganna er það mjög lík-
legt, að afarmiklir jarðskjálftar hafi verið í
Atlantshafi einhverntíma í fyrndinni, og það
álit virðist staðfest á annan hátt.
Sagan segir, að stórt land — Atlantis — með
mörgum eyjum, hafi verið til, en að eldgos og
jarðskjálftar hafi sökkt því í sjóinn.
Veigamestu frásagnirnar um þetta horfna
land, Atlantis, eru í tveim ritum eftir Platon
(429—347 f. Kr.), og í samtölunum ,,Timaios“
og „Kritias". Eftir þeim áttu egypzkir prestar
að hafa sagt Sólon, að fyrir utan Herkúles-
stytturnar — Gibraltar — hafi verið' stór ey,
„stærri en Lybia og Asía til samans“ og marg-
ar minni eyjar. Á þessi ey, Atlantis, myndað-
ist stórt og merkilegt konungsríki. „En er fram
liðu stundir komu hræðilegir jarðskjálftar og
I2B
V I K I N G U R