Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Page 7
Kólumbus kemur heim til Spánar úr frægðarför sinni. Hann sýnir Spánarkonungi indíána.
fimmtándualdarmanna á sumum sviðum (eink-
um í hagnýtum efnum) — þá eru þó til þau
þekkingaratriði, sem næstum hver maður þeirr-
ar aldar var vel að sér í, en alþýða manna nú
á dögum er með öllu ókunnug.
Fimmtánda öldin, eitthvert viðburðaríkasta
tímabil veraldarsögunnar, var dögun nýs tíma.
Þeir gömlu múrar, sem einangruðu þjóð frá
þjóð, tóku óðum að falla.
Allir þeir, sem vilja höfðu á og sæmilegar
gáfur, gátu orðið borgarar í því ríki lista og
bókmennta, sem blásið hafði verið í nýju lífi
eftir næstum tíu alda niðurlægingu og aftur-
för. — Og vísindin urðu ekki eftirbátur listar-
innar. Ekkert svið mannlegra viðfangsefna var
ríkara af ævintýrum og hvatti jafn mikið til
hugsunar og landafræðin, því að við hana voru
tengdar fjölmargar aðrar vekjandi fræðigrein-
ar, eins og siglingafræði og stjörnufræði, flat-
armálsfræði, veðurfræði og mannfræði, svo að
nokkrar séu nefndar. Næstum hver einasti borg-
ari lenti út í einhverja þessara fræðigreina eft-
ir hneigð sinni og gáfum, — og margir þeirra
náðu merkilegum árangri á sínu sviði. Þeir
fylgdust vandlega með því, hvað Hindrik sæ-
fari, prins af Portúgal, aðhafðist í einkahá-
skóla sínum við Sagres, en hann var landa-
fræðiháskóli allrar Evrópu, þótt því væri ekki
opinberlega lýst yfir. Þeir fylgdust með þeim
leiðangri, sem hann gerði út til Guineustrandar,
og þeir vissu um allar tilraunir hans til að gera
Azoreyjar að nýlendu. Þeim lék hugur á að vita,
hve mikið væri satt í þeim sögum, sem einn
skipstjóri hans sagði af gullfljóti því, sem kæmi
frá stórri borg inn í miðri Sahara, og þeim lék
hugur á að vita, hvort það væri sú hin sama
Timbuktu, sem arabíski ferðalangurinn Ibn
Batuta hafði skrifað um, þá fyrir einni öld síð-
an. Þeir glímdu við sömu vandamálin og ara-
bísku og júðsku stærðfræðingarnir, og þeir báru
sín eigin tæki saman við þau, sem komu frá
Lissabon eða Cape Vinset. Landakort teiknað
af slíkum snillingi sem meistara Pedro, korta-
gerðarmanni prinsins sjálfs, var hlutur, sem
ríkir menn buðu of fjár fyrir.
í stuttu máli sagt gengu Evrópuþjóðirnar
á fimmtándu öld allar upp í landafræði, og hver
sá, sem fram kom með nýja hugmynd, átti ekki
einungis að fagna skilningsríkum áhuga, heldur
voru kaupmenn og þjóðhöfðingjar reiðubúnir
að veita honum fjárhagslegan stuðning.
Vasco da Gama fékk til dæmis til sinnar Ind-
VIKINGUR
133