Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Qupperneq 10
„Bandalag Niðurlanda", höfðu sameinazt um
stefnuna í siglingamálum og fóru að sjá, að
það að ráða niðurlögum óvinarins var mikil-
vægara en það, hvaða stig mannvirðinga að-
mírállinn átti að skipa við opinberar móttökur.
Þegar þetta var loks orðið ljóst, leið ekki á
löngu þar til Hollendingar og Englendingar
eignuðust skip, er voru það stór, að þau höfðu
í fullu tré við spönsku skipin, og skipaverk-
fræðingarnir voru í sjöunda himni, því nú loks-
ins gátu þeir gefið metnaðargirnd sinni lausan
tauminn, og allt, sem heimurinn hafði að bjóða,
var þeirra. Hinrik VIII. gaf fordæmið.
Hans hátign gaf margvísleg fordæmi, sum
næsta ill, en þetta var gott. Hann ætlaði að
gefa landi sínu stærsta herskipið, sem þá væri
til, eða það, sem hann taldi stærst. Faðir hans,
Hinrik VII., hafði gert tilraunir með slíkt skip,
þegar hann notaði flakið af gömlu fersigldu
skipi, „Gráce Dien“, sem hafði hálf eyðilagzt
1486, til að smíða „Sovereign", sem hafði 30
stórar fallbyssur og 111 serpentínur, litlar byss-
ur með hálfs annars þumlungs hlaupvídd, en úr
þeim var skotið frá siglutoppnum. Skip Hinriks
VIII., „Great Harry“, bar af skipi föður hans.
Það var yfir þúsund tonn að stærð og hafði
34 stórar fallbyssur og heilan sæg af smærri.
„Great Harry“ hafði fjórar siglur og allar þær
gerðir segla, sem þá tíðkuðust í Norður- og
Suður-Evrópu. Framstafninn var ekki jafnhár
og á eldri miðalda skipum, skutþiljur voru næst-
um jafnháar miðþiljunum. En á framstafnin-
um var mikill bjálki, líkur múrbrjótum Róm-
verja, og þar voru sex sívalir smáturnar, sem
líkjast mjög mikið smáturnum þeim, sem eru
fyrir hlaupþröngar byssur á nýtízku orustuskip-
um. Þessir smáturnar voru búnir serpentínum.
Stóru byssunum var komið fyrir neðan þilja í
tveim sölum, hvorum upp af öðrum, en sú venja
hefur verið lögð niður á síðari tímum. Byss-
urnar skiptust á í tveim röðum og juku með
því árangurinn af skothríðinni að verulegu leyti,
enda varð „Great Harry“ fyrirmynd hjá öllum
flotaverkfræðingum Evrópu næstu hundrað og
fimmtíu ár. Og það var ekki fyrr en ein fyrsta
meiriháttar styrjöld milli Englands og Hollands
brauzt út, þegar þessar tvær þjóðir börðust um
að ræna Spán og Portúgal, að skipasmiðir fóru
að smíða skip, sem misstu allan svip af kaup-
skipum miðalda, og urðu þau „fljótandi vígi“,
sem þau hafa verið fram á þessa öld.
Ef þið berið saman skip Hinriks VIII., „Great
Harry“, og „Ark Royal“, skip Elisabetar dóttur
hans, og „Sovereign of the Seas“, skip Karls
I. frænda hans (smíðað 1637), munuð þið senni-
lega fallast á þá skoðun, að hver sjómað-
ur, sem siglt hefði á herskipi Hinriks, myndi
hafa kunnað vel við sig á „Ark Royal“ og
„Sovereign of the Seas“. Byssurnar á því síðar-
nefnda voru e. t. v. litlu stærri og fleiri, og
litlu skotturnarnir meðfram síðunum voru
horfnir. En bjálkinn hafði haldizt, og í öllum
aðalatriðum hefði „Sovereign of the Seas“ get-
að verið samtímaskip „Great Harry“, sem var
hundrað og tuttugu árum eldra.
En það var ein merkileg breyting. Serpentín-
urnar voru horfnar af siglunni. Þær höfðu
reynzt of hættulegar. Það var ekki hægt að
skjóta úr þeim nema með tundurþræði, en þá
var hætt við, að hann kveikti í seglum eða
reiða. Og auk þess, þegar návígi, eins og tíðk-
aðist á miðöldum, vék fyrir nýrri herskipun-
arlist, þar sem meira var komið undir þyngd
fallbyssukúlnanna, og að hægt væri að skjóta
þeim hvenær sem var, heldur en uppgöngu á
skip óvinarins, þá var lítið vit í því að hafa
óþarflega marga menn í skottoppunum, þegar
ærið var handa þeim að gera niðri. Því að
þungar fallbyssur þurftu a. m. k. níu menn
hver, og þeim fór sífjölgandi.
Franska stælingin á „Sovereign of the Seas“
(því að allar þjóðir byggðu sér brynskip, sem
áttu að bjóða brynskipum allra annarra þjóða
byrginn) hafði 72 hlaupvíðar byssur, og eftir
það fór fallbyssum sífjölgandi fram á okkar
daga, er þær eru aðeins þrettán. En þær byss-
ur eru vitanlega risastórar og ótrúlega stór-
tækar. Eins og gefur að skilja getur sjóorusta
á vorum dögum aðeins varað skamma stund.
En jafnvel á dögum Nelsons gátu skipin látið
skothríðina dynja hvert á öðru klukkustundum
saman, áður en annar aðilinn var neyddur til
uppgjafar. Því að jafnvel þótt reiðinn hefði
laskazt mjög mikið, féllu fáir, og flest sárin
hlutust af fljúgandi flísum; sviðu þau mjög,
en voru ekki banvæn. í nýtízku bardaga getur
hittið skot úr fallbyssu bundið endi á bardag-
ann á svipstundu.
Þetta er svo viðurkennd staðreynd, að flota-
stjórnir á vorum dögum hafa endurskoðað kenn-
ingar fyrirrennara sinna á 15., 16. og 17. öld.
Þá var herópið: „Berjizt eins oft og unnt er.
Eltið óvininn sífellt og berjist við hann, hvar
sem þið finnið hann, og næsta dag skuluð þið
enn berjast við hann, unz annar ykkar er svo
lamaður, að hann verður að hörfa!“ Nútíma-
aðferðin er næstum hið gagnstæða. Kjörorð
flotans á vorum dögum virðist vera: „Verið
heima, unz þið eruð knúnir til að mæta óvin-
inum. En eigi viðureignin sér stað, skuluð þið
vera svo varkárir, sem ykkur er unnt, til að
bíða sem minnst tjón. Því að ríkisstjórnirnar
136
V I K I N G U R