Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 18
6.
Þorbergur son Jóns á Sauðá var efnilegur maður,
miklu skaphægari föður sínum. Hann fékk meyjar
þeirrar er Þuríður hét, dóttir Jóns prests á Hóli í
Sæmundarhlíð, Jónssonar prests og læknis í Holtsmúla.
Þeir voru bræður Þuríðar Gunnlaugur, er fórst í utan-
för á Fálkanum frá Akureyri, og Jón prestur og læknir,
síðast á Grenjaðarstað. Þau voru böm Þorbergs og
Þuríðar Guðbjörg og Páll, er upp ólst með Jóni presti
á Grenjaðarstað, móðurbróður sínum. Ætlum vér þau
Þorbergur byggi fyrst á Sauðá móti Jóni föður hans.
Nú var það þriðja vor 19. aldar, að Þorbergur Jóns-
son reri til Drangeyjar með formanni þeim er Jón hét,
er sumir kölluðu Frúarkoll. Var hann Jónsson, hús-
maður í Brekkukoti í Óslandshlíð, sjóliði mikill. Fór
hann með skip Jakobs Havsteins kaupmanns í Hofsósi.
Það var nýtt, mikið og fagurt, hafði það smíðað Þor-
steinn bóndi Arason á Höfða á Höfðaströnd, bróðir
Jóns Arasonar á Miðmói, er drukknað hafði þá fyrir
10 vetrum af báti, er hann vitjaði um selanót með Jóni
Eyjólfssyni á Yzta-Mói, föður Eyjólfs á tánni og Jóns
í Jaðri við Glaumbæ, en son Jóns Arasonar var Ari
bóndi í Innri-Njarðvík. Skip kaupmanns hét Þorskur-
inn. Var það ærið hásiglt, en Jón Frúarkollur manna
djarffærastur að sigla. Hafði þó Þorsteinn, er skipið
smíðaði, haft á orði að lækka nokkuð mastur þess, en
Jón ei viljað heyra það. Þeir vom hásetar Jóns, aðrir
en Þorbergur: Einar járnsmiður, sigldi, bjó á Miðhús-
um í Óslandshlíð. Voru böm hans Bjöm og Gróa. 3.
Jón Magnússon, búandi frá Þúfum í Óslandshlíð. 4.
Kristján son Hrólfs, annars búanda á Þúfum. 5. Guð-
mundur, kallaður Selnes-Guðmundur; var hann við ald-
ur, og 6. Sæmundur, húskarl Jóns bónda Bjamasonar
á Bakka í Viðvíkursveit, bróðir manns þess, er kall-
aður var Kvæða-Mangi. Það var nú fyrir Jónsmessu
skírara, er þá bar á föstudag, um helgina áður, að
kona sú Helga hét kom með Reykstrendingum á fjöru
fram og vildi komast með þeim hætti sem fyrirhafnar-
minnst að geta fundið bróður sinn, er Sveinn hét og
bjó að Háleggsstöðum, því hún hugðist að fá far með
Höfðstrendingum. Dvaldi hún þar þessa daga og bað
Jón Grímseyjarformann kallaðan að flytja sig í land
næstkomandi helgi. Hét hann því. Var hann og á há-
karlaskipi og taldi sig mundi ei borð bresta. En siður
er við Drangey að flytja afla sinn í land á helgum
þegar gefur. Nú leið á fimmtudag og var þá hvasst og
veður vestan. Sigldu þá tvö skip að austurlandi, er iðk-
uðu fleka sína austan eyjar, því ei treystust að berja
vestur fyrir Hæringshlaup á fjöruna. Vom fyrir þeim
Þorsteinn bóndi frá Vatni og Erlendur frá Hólakoti,
sonur Jóns gamla Grímólfssonar á Þönglaskála, er þar
var einn formanna á fjörunni. Var það nú þennan dag,
að Jón Kollur og hásetar hans sátu í byrgi sínu og
sungu jafnan hið sama: „Mörg er hryðja etc.“, því
margir þeirra voru söngmenn og beztir Sæmundur og
Selnes-Guðmundur. Var til þess tekið, hvað fagurlega
þeim lét söngurinn. Þá var það, að Helga bað Jón
Guðmundsson á Grindum að flytja sig í land og hét
hann því. En Jónsmessumorgun lygndi mjög og kastaði
úr éli. Fóru þá allir austurlendingar út á niðurstöður
sínar og bjuggust til landferðar. Jón á Grindum skildi
eftir son sinn ungan, er Jón hét, á fjörunni hjá Helgu,
og bað þau bera úr byrgi sínu ofan í flæðarmál, það
hann vildi með í land fara, meðan hann vitjaði um nið-
urstöðu norður með ey að vestan. Þá varð það, að Jón
Kollur kom af niðurstöðum að fjörunni og vildi sækja
eitthvað, er hann vildi á land flytja. Fór Helga þá út
á skipið hjá honum frá sveininum, þó vissi enginn til,
að hún beiddi hann þess áður, og er að sjá, að þar
sannaðist orðskviðurinn, að ei verður feigum forðað.
Héldu nú skipin í land hvert af öðru, því leiði var all-
gott upp á Höfðaströnd og ei hvassara en svo, að undir
var róið að skerpa gang. Jón Grímseyjarformaður sá
til tveggja skipa eftir sér, og gátu sumir hásetar hans
til, að annað mundi Þorskurinn, er svo hátt bar seglið
upp. Var Jón þá kominn á opna Bæjarvík, er skip þessi
mundu á miðju sundi á milli lands og eyjar. En um
það leyti er Jón lenti á Bæjarklettum sem kallað er,
neðan Bæjar á Höfðaströnd, og hann hafði uppsátur, sá
það einn háseta hans, er Sigfús hét, frá Garðshorni þar
á ströndinni, manna skyggnastur, að hvarf segl annars
skips þessa, og kvað því reiðaspjöll orðið hafa, en eigi
sást til þess síðan af Jóni né hásetum hans, en Bæjar-
smali kvaðst séð hafa þústu nokkra reka norður og inn
að Þórðarhöfða. En hitt skipið sigldi inn í Þöngla-
skálavör. Var formaður þess Jón Grimólfsson, gamall
og sljóskyggn. Var maður sá á skipi með honum er
Sigurður hét, móðir hans var Ingibjörg á Hofi á Höfða-
strönd, Ólafsdóttir bryta Jónssonar. Hafði Ingibjörg
átt Sigurð með Jóni stúdent Péturssyni frá Langamýri
í Vallhólmi. Margrét var ein systkina Ingibjargar,
móðir Jónasar prests, föður Þórðar assessors. Sigurður
bjó að Á. Hann var mjög fyrir ráðum á skipi Jóns
Grímólfssonar. Hann var sundurgerðai*maður mikill,
skapbráður og gambraði mikið jafnan. En skip Jóns
Kolls rak sama dag undir Búðarbrekkum sunnan undir
Þórðarhöfða mannlaust, nær með öllum farangri, því
fuglakippur höfðu flækzt um þóftur; var ómeitt, nema
brotnað hafði mastrið, er það kenndi niður á hvolfi,
og gat lítið var brotið á kinnunginn. Var því róið inn
í Hofsós kvöldið sama. En það þótti mönnum allkyn-
legt, að hásetar Jóns Grímólfssonar skyldu ekkert vita,
hvað skipi þessu varð að tjóni, er svo voru samskipa,
og lá nær, að málarekstur væri af gerr, nema Jakob
Havstein kaupmaður hlífði Sigurði, því verið hafði hann
í þjónkan hans. En það sagði Jón Grímólfsson, að undir
ár hefði hann farið að hita sér og ei séð til skipsins,
er hann settist upp aftur. En Sigurður sat undir stýri
meðan og þóttist ekkert til þess séð hafa. En það sáu
tveir formenn, er síðar komu frá eynni, að skipin sigldu
samsíða, Jón á Grindum og Jón Hallsteinsson frá Þrast-
arstaðagerði. Einn háseta Jóns Grímólfssonar hét Eyj-
ólfur, kallaður heyrnarlausi, en þó skilgóður, kvaðst
upp hafa kallað, að 2 menn sæi hann á kjöl, og segði
þá Sigurður við lágt, að gefa skyldi hann honum á
kjaftinn með hnallinum, ef hann vildi nokkru Ijúga. En
það vissu menn, að Sigurður var sjóhræddur, þó oft
léti hann digurmannlega, og ætluðu menn, að víst hefði
Sigurður til séð og mætti einhverjum bjarga, ekki í
meira veðri, nema honum hefði æðra til gengið. Það
hafði og orðið fram á fjöru, að þeir Sigurður og Jón
Kollur deildu og létust mundu um veðja, hvort betra
siglingaskip væri Þorskurinn eða Þönglaskálaskip. Gátu
144
VIKINEUR