Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Page 19
tyimiHqarcth Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri í Þórshamri Hinn 13. apríl andaSist að heimili sínu í Reykjavík Þorsteinn skipstjóri Þorsteinsson í Þórshamri, á 85. aldursári. Þorsteinn var fæddur að Mel í Hraunhreppi í Mýrasýslu 4. október 1869. Var hann bróðir Bjarna prófasts og tónskálds á Siglufirði, Hall- dórs skipstjóra í Háteigi og Kolbeins skipstjóra í Reykjavík. Kornungur hóf hann sjósókn, og þótti þegar á æskuárum harðfengur og duglegur verkmaður og hið mesta sjómannsefni. Þor- steinn gekk á stýrimannaskólann og varð einn þeirra sex manna, er þaðan útskrifuðust fyrstir, eftir að stofnaður hafði verið löggiltur stýri- mannaskóli hér á landi. Var það vorið 1893. þá sumir óvildarmenn Sigurðar þess til, að bagað mundi hann hafa skip Jóns á siglingunni, þótt engin sýnist líkindi þess. — Enga rak menn þessa, en Jón Hallsteinsson, er áður var nefndur, dró einn þeirra á lóðaröngul, Kristján frá Þúfum, þrem misserum síðar. Get ég ei rengt þessa sögu, er ég var sjálfur unglingur að læra sjó hjá Jóni Grímseyjarformanni kölluðum og á skipi með Jóni Hallsteinssyni, er hann dró Kristján um haustið. 7. Guðbjargar, dóttur Þorbergs og Þuríðar Jónsdóttur, fékk Jón son Jóns Oddssonar hreppstjóra á Bessastöð- um. Drukknaði hann í selasafni í Héraðsvötnum. Síðan fékk hennar Þorleifur Bjarnason frá Reynistað, bróðir Péturs á Reykjum og Jóns hreppstjóra í Eyhildarholti, bjuggu í Vík út frá Stað. En Páll, læknir mikill, son Þorbergs og Þuríðar, drukknaði (1831) vestur í Breiða- firði. Þuríðar fékk síðan Jón Oddsson hreppstjóri í Glæsibæ. Þeirra böm: Þorbergur hreppstjóri á Dúki, Jón á Siglunesi og fleiri. — Jón á Sauðá Einarsson fór til framfæris í elli sinni að Álfgeirsvöllum til Magnúsar Þorsteinssonar stúdents í Gilhaga og Rutar Konráðs- dóttur konu hans, systur Jóns prófasts á Mælifelli. Þótti mönnum þá mjög skipt um skaplyndi hans, því við ellina varð hann sem barn, gladdist af litlu og hryggðist ef nokkuð móti blés. Þótti á honum rætast, að tvisvar verður gamall maður barn. Jón dó á Álfgeirs- völlum um sjötugt að sagt er, og hefur mönnum þótt hann mikill hreystimaður verið hafa. Þegar að loknu prófi gerðist hann stýrimaður og brátt skipstjóri á skútum. Reyndist hann frá- bær aflamaður, enda sótti hann sjó af hinu mesta kappi. Var hann hvað eftir annað afla- kóngur á handfæraveiðum á fyrsta tug þessarar aldar, er hann stjórnaði hinu farsæla skipi, kútter Georg. Þegar togaraútgerð hófst héðan fyrir tæp- um 50 árum, var Þorsteinn Þorsteinsson meðal hinna fyrstu, er til forystu völdust um kaup slíkra skipa hingað til lands. Var hann skip- stjóri á togurum um nokkurt skeið, og reyndist þar sem áður á þilskipunum heppinn og aflasæll. Þorsteinn lét einnig mjög til sín taka um ýmsa félagsmálastarfsemi, er sjávarútveg snerti og siglingar. Hann átti ríkan þátt í stofnun Slysavarnafélags íslands, sat í stjórn þess frá upphafi og var forseti félagsins um tíu ára skeið. Ásamt konu sinni gaf hann félaginu fyrsta björgunarbátinn, er það eignaðist, og vann að slysavarnamálum af miklum áhuga og duganði. Þorsteinn átti hlut að stofnun margra ann- arra félaga og fyrirtækja. Má þar einkum nefna Þilskipaábyrgðarfélagið við Faxaflóa, Slippfé- lagið, Fiskifélag íslands og Eimskipafélag ís- lands. Hann kvæntist árið 1901 Guðrúnu Brynjólfs- dóttur frá Engey, hinni ágætustu konu, er var manni sínum samhent og studdi hann ötullega í störfum öllum. Guðrún lifir mann sinn. Með Þorsteini skipstjóra Þorsteinssyni er til moldar genginn mikilhæfur fulltrúi þeirrar kyn- slóðar, er ruddi brautina á sviði sjávarútvegs á öndverðri þessari öld. Minnisstæður verður hann öllum, er af honum höfðu kynni, hertur í eldi strangrar lífsbaráttu, þar sem hann hopaði aldrei, en sótti jafnan á brattann. Lesendum Víkings er Þorsteinn Þorsteinsson að góðu kunnur. Hér í blaðinu birtust fyrir rúmu ári endurminningar hans frá sjómanns- árunum, fróðlegar um margt og hinar læsileg- ustu. G. G. VIKINGUR 145

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.