Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 20
Dr. juris Jón Dúason:
Nýlendustaða Grœnlands undir Jónsbóh
og Gamla sáttmála
Frh. úr síðasta blaði.
Hákoni land og þegna né trú og hollustu, en án slíkra
heita af hálfu lögþings Grænlands, varð Hákon ekki
konungur á Grænlandi.
Allt þetta er Gizuri mjög vel kunnugt, bæði úr Rétt-
arstöðu Grænlands svo og af því, að bæði danska og
norska stjórnin, svo og málflytjendur þeirra í Græn-
landsmálinu í Haag, héldu fram sömu fjarstæðunni og
Gizur nú, að loforðin um skatt væri handganga. En dóms-
menn gengu í þögn alveg fram hjá þessari fásinnu.
Dómsmenn féllust þó á það, að Grænland hefði kom-
izt undir Noregskonung á 13. öld, og þá getur þetta
einungis hafa orðið eftir 1261. Getur þá ekki verið um
nokkurn annan möguleika að ræða en Gamla sáttmála
1262—1264, að Grænland hafi sem nýlenda íslands kom-
izt með því undir konung.
Tvennt er það í Gamla sáttmála sjálfum (Gizurar-
sáttmála), er bendir á og raunar sýnir með fullri vissu,
að þetta hafi verið svona, enda leiðir það af nýlendu-
stöðu Grænlands, að svo hlaut þetta að vera.
Hin algilda norræna forsögn er að sverja konungi land
og þegna, en Gamli sáttmáli byrjar svo:
„Þad var sannmæle bænda fyrer sunnann Land og
Nordann ad þeir iátudu æfennlegann skatt Herra
Hakone konge og Magnuse lond og þegna med svörn-
um eijde... “. Dipl. Isl. IX, nr. 1). Og að þessu lög-
teknu, sóru 12 bændur úr Norðlendingafjórðungi og
sex eða færri úr Sunnlendingafjórðungi Hákone og
Magnúsi: „laund og þegna og ævarandi skatt". Hér
brýtur lögrétta, þessir líklega 18 völdu eiðamenn og
allt Alþingi út af hefðbundinni lagaforsögn, og síðan
bætast aðrir Sunnlendingar í hópinn 1263 og Austfirð-
ingar 1264, samþykkja og sverja hinn sama eið. Þarna
höggva þrjú þing í hið sama far. En þótt aðeins hefði
verið um eitt þing að ræða, þingið 1262, þá var það
skipað vel lærðum og vel viti bornum mönnum, er við
gerð sáttmálans héldu svo fast og vel á réttindum
landsins, að vakið hefur aðdáun allra alda. Á því getur
því ekki leikið minnsti vafi, að það er gert í ráðnum
hug og af gildri og raunhæfri ástæðu, að orðið land
er sett í fleirtölu. Og svo var þarna Hallvarður gull-
skór, er leit þarna eftir með glöggum augum af hálfu
konungdómsins. Islendingar voru þarna ekki einir um
orðun eiðstafsins og sáttmálans.
Er höfuðlönd sóru konungum land (eint.), giltu eið-
arnir fyrir hjálendur þeirra og nýlendur, en oftast voru
þær landfastar við höfuðlandið, og náðu ekki yfir slíkar
146
óra-fjarlægðir sem þjóðfélag hinnar íslenzku hafsigl-
ingaþjóðar í tveimur heimsálfum.
Orðið land er sett í fleirtölu í Gamla sáttmála til
þess að fyrirbyggja, að óvinir fslands, og þeir hafa á
öllum tímum verði til, þjóðníðingar, fávitar og snápar,
skuli nokkru sinni geta komizt upp með það, að segja, að
Gamli sáttmáli taki aðeins yfir ísland eitt, heldur yfir
öll vor lönd. Ég beini þessu ekki til Gizurar Berg-
steinssonar, því margur hefur verið honum kappsamari
og skeleggari í því, að afsanna rétt, gagn og heiður
síns íslenzka föðurlands en hann. Samt höfum við heyrt
og séð í nefndaráliti hans svo mikið af staðhæfingum
um, að „hér á landi“, „land várt“, „hér“, „út hér o. s.
frv. merki aðeins eylandið ísland eitt, og staðhæfingar
um, að „várir landar“, „innlendir menn“, „íslenzkir
menn“, „íslendingar", merki einungis menn búsetta á
íslandi, að einungis það eitt myndi réttlæta það, að
þeir forfeður vorir, er gerðu Gamla sáttmála, settu
þarna undir lekann.
Gizur segir (bls. 100), að samkvæmt sáttmálanum frá
1262 hafi bændur svarið konungi „land og þegna“, en
það er missögn. Eiðstafurinn er allur prentaður í Dipl.
Isl. IX, 3 og í Réttarstöðu Grænlands, bls. 472. í
Gizurarsáttmála sjálfum stendur einnig fleirtalan lönd,
eins og textinn hér að framan sýnir. En í Ríkisrétt-
indum íslands breytti hugvitsmaðurinn Einar Arnórs-
son fleirtölunni í eintölu, og fylgir Gizur því (bls. 97).
Ekki er Einar þó einn um þetta, því til eru afrit af
sáttmálanum, þar sem eintalan land stendur, og til
kunna að vera afrit af eiðstöfum þannig orðuðum —
en síður.
Með orðunum: „slijkann riett skulu Jslendsker menn
hafa i Noregi sem þa er þeir hafa beztann haft og þier
hafid sjalfer a ydrum briefum bodid. og ad hallda frid
yfir oss suo sem gud giefur ydur framast afl til“, er
sáttmálinn milli Ólafs digra og íslendinga frá árunum
1016—1023 tekinn upp í Gamla sáttmála og þar með
gerður að efalausu aldarmáli. En í þeim sáttmála gera
íslendingar kröfu til yfirráða yfir hafi og löndum í
vestri, þar með Grænlandi og landaleitan, og konungur
felst á þetta sjónarmið þeirra. í ofangreindu skilorði
er þetta tekið upp í Gamla sáttmála. Er þá hægt að
efa, að hann hafi tekið yfir hið vestræna svæði. Sátt-
málinn við Ólaf digra hefur auðvitað verið eitt þeirra
bréfa, er fylgdi tilboði konungs.
í Gizurarsáttmála heitir konungur aðeins sigling II
sumur, og ósamið er um uppgjöf goðorðanna og með-
V I K I N G U R