Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Qupperneq 21
ferð þeirra. Samningar um sigling gátu ekki dregizt
lengur en til sumarsins 1263, og þá hafa því hlotið að
fara fram samningar um þetta, og viðbótarsamningur
eða skildagi hefur verið gerður við Gizurarsáttmála
um þessi efni.
Óðara en fregnin um gerð Gamla sáttmála berst til
Grænlands með þingfréttunum 1262, kemur samsumars
að utan Ólafur Grænlendingabiskup og situr hér á
landi fram yfir þing 1264, að öllum samningum var
lokið. Erindi hans var án efa það, að gæta hagsmuna
Grænlendinga við þessa samninga. Það virðist upplýst,
að í skildaga þeim, sem gerður var 1263, hét konungur
því, að 2 skip skulu ár hvert ganga til Grænlands, tvö
til Suðurlands, tvö til Norðurlands, eitt í Vestfjörðu og
eitt í Austfjörðu.
kallar Gamla sáttmála, en er „Almúgans samþykkt“,
A bls. 98—99 prentar Gizur upp skjal, sem hann
þ. e. hyllingarskilyrði þau, sem Alþingi setti Hákoni
hálegg 1301. Árfærir Gizur þetta skjal af vangá til
áranna 1263—’64, þótt sjálft skjalið sýni, að það er
úr tíð Jónsbókar.
Áttu íslendingar í miklum brösum við Hákon hálegg
um skeið. Hugði hann að brjóta á bak frelsi landsins.
Hann krafðist m. a. að fá sér dæmda lögbókina til um-
bóta, .í þeim hug, að innleiða norsku landslögin hér á
landi og gera Island þannig að hjálendu Noregs og
undirselda slíku konungsofríki, sem var í Noregi, og
nálgaðist það, sem var síðar á einveldistímanum. Það
er trúa mín, að ef þetta hefði þá náð fram að ganga,
jafnvel þótt vér hefðum fengið að halda búnaðarbálk-
inum eins og Færeyingar, mundi það ekki nú vera nokk-
ur torráðin gáta fyrir Gizur Bergsteinsson, hvað í því
fólst í þá daga, að samþykkja (ganga í) lög annars
lands!
Gizur hneykslast á því, að í þeim afritum Gamla
sáttmála, sem nú eru til, skuli hvergi vera krafist
skipagangs til Grænlands. Víst væri svo, ef fyrir lægju
kærur um vanefndir á siglingum til Grænlands, en þær
virðast ekki hafa hingað borizt. Grænlandsverzlunin
var margfallt arðvænlegri en verzlunin til íslands, og
hefur því án efa yfirleitt verið betur rækt. Sem veiði-
land var Grænland ekki nándar nærri eins viðkvæmt
fyrir misbresti í siglingu og landbúnaðurinn á íslandi.
Grænlendingar voru og sjálfbjarga hvað trjávið snerti
(frá Marklandi). Konungseinokunin á Grænlandi (frá
Björgvin, en síðar Danmörku) lagðist niður vegna
harðrar verzlunarsamkeppni frá Frökkum, Böskum,
Portúgölum, Spánverjum og Bretum við Markland
(Labrador), og þetta gerðist um eða upp úr 1500.
Á íslandi gengu látlausar kærur yfir vanefnd á sigl-
ingum. Og þegar konungshylling lá fyrir, reyndu menn
að knýja fram leiðrétting með því, að ítreka þá sigl-
ing, sem lofað hafði verið til íslands. Það mundi ekki
hafa styrkt aðstöðuna til að fá leiðrétting, að kæra
yfir verzlun, sem var í lagi eða menn höfðu ekki vísa
vissu um, að vanefndir væru á. En þegar keyrði um
þverbak í þessum efnum, kom kæra frá lögmanni ís-
lands, er síðar verður getið.
Það er ósönnuð staðhæfing hjá Gizuri (bls. 99—100),
að utanstefnuákvæðið og ákvæðið um það, hverjir séu
rétt bornir til að vera lögmenn og sýslumenn, hafi ekki
tekið til Grænlands. Sömuleiðis er það ósönnuð fjar-
stæða (bls. 100), að fleirtalan lönd stangist á við
nokkurn skapaðan hlut í sáttmálanum.
Á bls. 107 segir Gizur: „Erfitt er að kasta þessari
heimild [frásög Sturlu um skattheitið 1261] fyrir róða,
enda er ekki um aðra heimild að tefla“, þ. e. varðandi
heit af Grænlendinga hálfu til konungs. Neðar á bls.
107 segir Gizur: „Virðist og, að Grænlendingar hafi
gert einhvern slíkan samning við konung", þ. e. líkan
þeim, sem íslendingar gerðu, og mun hann þá eiga við
ártalið 1261.
En texti Sturlu afneitar þessu gersamlega. „Þeir
sögðu“, segir Sturla. Þeir höfðu ekki með sér nokkurn
ritaðan staf um þetta, og í algerri vöntun heimilda.
vitnar hann í vísu eftir sjálfan sig!
En þetta hefur enn aðra hlið. Magnús konungur
lagabætir skipaði Sturlu þann vanda, að rita Hákon-
arsögu. Sagan var skráð undir umsjá Magnúsar kon-
ungs- og annarra ráðamanna Noregs. Það mundi ekki
hafa þurft jafnsnjallan mann á lög og Magnús konung-
ur var, til að sjá, hverja þýðing það hefði, að fá
fyllstu heimildir um rétt sinn yfir Grænlandi ritaðan
inn í söguna. Hefði nookkur lögtaka skattsins átt sér
stað á Grænlandi eða sáttmáli verið gerður, mundi lög-
spekingurinn og sagnfræðingurinn Sturla ekki aðeins
af sjálfsdáðum hafa ritað þetta inn í söguna, heldur
mundi og Magnús konungur og hinir ágætlega lærðu
menn hans hafa skipað Sturlu að gera það. Sturla
mundi hafa gert þessu efni öll hin sömu skil á Græn-
landi og á íslandi, ef um nokkra lögtöku skattsins eða
nokkurn sáttmála milli Grænlendinga og konungs hefði
verið að ræða. Og að lokum: Sturla, og heldur ekki
nokkur annar, þekkir neitt til þess, að Grænlendingar
hafi lofað öðru en skatti. Enginn annálaritari og eng-
inn sagnaþulur íslendinga eða annarra þjóða hefur
fengið nokkrar frekari spurnir af þessu.
Öruggar heimildir greina frá viðbragði erkibiskups
og konungs á 1. fjórðungi 16. aldar út af því, að Græn-
landsverzlunina tekur undan. Var nú ástæða til að
harma þetta um sinn, meðan menn vissu, að Græn-
lendingar höfðu hagstæða verzlun við Markland. En
endalaust gátu ekki íslendingar unað því, að hafa ekk-
ert samband við Grænland, þótt konungurinn virðist
hafa blundað vært. En veturinn 1567—1568 var Ormur
lögmaður Sturluson í Kaupmannahöfn og í miklum
metum og kærleikum hjá fornvini sínum Friðriki II.
Það getur enginn annar verið en hann, sem sýndi kon-
ungi sáttmála og skildag, er sýndi, að Grænland lyti
honum sem Noregskonungi, og að honum bæri sam-
kvæmt þessum skjölum að senda tvö kaupskip til Græn-
lands árlega: „og sidan at vier vorum komner till vorar
kongligrar rickissins stiornar formerttvm vier i san-
leicka ath þar skylldi vera giordvr nockur sattmalli og
skilldagi vppaa begia sidv, ath fra Norie til Græn-
landzs, skyldi sigla tvo skip hvortt ar hier fra Norie til
Grænlandzs, og færa þangat alla goda nyttsamlega vorv
sem landinv og allmuga væri til besta ... “. Grönl. hist.
Mind. III, 202, sbr. Réttarstaða Grænlands, bls. 485—
493). Bréfið sýnir stjórnskipun Jónsbókar á Grænlandi,
og hversu margir voru heima í því utan íslands á 16.
öld? Og hvar gátu þessi skjöl, sem enginn hafði áður
VIKINEUR
147