Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Síða 30
sterkum luktum. Ég vaknaði á næturnar og
hélt, að tunglið skini inn í klefann til mín. En
þá voru það bara þessar sterku luktir á svæð-
inu fyrir utan. Fyrst framan af hélt ég, að það
væri tunglið.
Nú húki ég á stiganum og gægist yfir múr-
inn og tel klefagluggana, þangað til ég finn
þann, sem ég er að leita að. Ég tel frá horninu
á þriðju hæð. Það er býsna hátt frá jörð.
Rétt í þessu kemur næturvörðurinn fyrir
syðra hornið. Varðhundurinn gengur á undan
honum og togar í festina. Hundurinn er árvak-
ari en maðurinn. Hann snýr höfðinu í allar átt-
ir á götunni. Hann spæjar viðstöðulaust, til-
búinn að stökkva. Maðurinn heldur fast í fest-
ina og gengur í þungum þönkum. öðru hverju
lyftir hann höfðinu og lítur yfir fangelsisvegg-
inn. Múrnum gefur hann engan gaum.
Ég stend með hökuna á múrbrúninni og gæg-
ist yfir, og mig langar til að segja: „Bö!“ Ég
verð að halda fyrir munninn, til þess að hrópa
ekki: „Bö-ö-ö!“
Frelsið er lögleg eign hvers manns, geti hann
náð því og haldið. Aðeins einn maður hefur
brotizt út úr þessu fangelsi. Aðeins einn maður
hefur komizt yfir þennan múr. Aðeins einn í
áttatíu ár.
Gasbyssan liggur á múrbrúninni. Kaðalstig-
ann hef ég undir vinstri handlegg, vasaluktina
í hægri hendi. Það er rautt gler á luktinni.
Næturvörðurinn hverfur fyrir nyrðra hornið.
Ég bíð andartak. Svo kveiki ég nokkrum sinn-
um á luktinni og stari upp í dimma gluggann
hans. Það er tafarlaust svarað með nokkrum
glömpum inni í klefanum. Hann heldur lukt-
inni rétt við rúðuna. Ég sé móta fyrir höfði
hans, þegar hann kveikir. Hann hefur svarað
mér. Svo er aftur dimmt í klefanum.
Ég finn hjartað hamast í brjósti mér og
stari á fangelsisvegginn skáhallt undir glugg-
anum hans. Nú gæti ég trúað, að honum væri
órótt innanbrjósts. Nú færir hann rennibekk-
inn, skríður niður um gat á gólfinu og tekur
stein úr yzta lagi veggsins, sem hann hefur los-
að fyrir löngu.
Það er þetta augnablik, sem á ríður. Ef gang-
vörðurinn tæki nú upp á því, að fara inn til
hans núna? Þá væri allt unnið fyrir gíg. Og
oft er það, að einmitt á síðustu stundu fer allt
út um þúfur.
Allt í einu sé ég nokkra snögga glampa í
litlu gati á veggnum, svo sem tveim metrum
neðan við gluggann hans. Ég svara honum strax.
Svo setur hann steininn aftur á sinn stað. Ég
stari stöðugt á þennan sama blett. Allt er í
lagi, ennþá. Það tekst. Það ætlar vafalaust að
takast. Því versta er nærri því lokið. Nærri því.
Nú þarf ég ekki að bíða nema stutta stund í
viðbót. Allt í einu verð ég kaldur og rólegur.
Ég bind kaðalstigann við efstu rimina á rör-
stiganum, sem ég stend á.
Það kólnar. Snjókornin glampa. Þau eru ekki
blaut lengur. Þau falla léttar til jarðar. Ég
finn hreinan vetrarilminn í nösunum. En mér
er ekki kalt. Mínúturnar verða langar. Nætur-
vörðurinn er heila eilífð að ganga kringum
húsið. En í raun og veru eru það bara nokkrar
mínútur. Ekki get ég verið alveg öruggur, þar
sem ég stend, þótt ég sé fyrir utan múrinn.
Kastaníutréð hylur mig vel, og stigann líka. En
alveg öruggur get ég ekki verið. Þó hef ég eitt-
hvert hugboð um, að allt fari vel. Skilningar-
vit mín eru vel þjálfuð. Þau eru mjög skörp.
Þegar mikið ríður á, sé ég allt og heyri. Ég hef
sérstaklega næma tilfinningu fyrir öllu, sem
gerist kringum mig. Undarlega næmt hugboð —
stundum löngu áðui'. „Eins og rándýr“, hugsa
ég nú. „Eins og rándýr“.
Ég fæ fyrirboða. Ég finn á mér, ef hætta er
á ferðum. Þegar ég skeyti ekki um þessi hug-
boð, fer alltaf illa. Nú hef- ég gott hugboð.
Sjálfsagt er til einföld skýring á þessu. Það
eru líklega ósjálfráðar, rökfræðilegar niðurstöð-
ur heilans. Ósjálfrátt yfirlit og ályktanir, er
byggjast á liðnum atvikum og gerðum ráðstöf-
unum. Ég veit það ekki. En það er eitthvað
þvílíkt.
Þegar mikið ríður á, verð ég gagntekinn und-
arlegum fögnuði. Ég sé með augunum og heyri
með eyrunum. En ég sé líka og heyri — skynja
— með munninum, með höndunum, já, með
höndunum, já, með öllum líkamanum. Ef til vill
er það vegna þess, að ég hef lengi lifað í stöðugri
hættu — árum saman.
Nú kemur hundurinn aftur í ljós við syðra
hornið. Hann spæjar ákaft, snýr frammjóu úlfs-
höfðinu í allar áttir. Er enginn, sem hann get-
ur ráðizt á? Er enginn, sem hann getur ri’fið
á hol? Þorir enginn fanganna að reyna? Hann
veit vel, hvers vegna hann gengur þessar hring-
ferðir á hverri nóttu. Hann er fullt eins vitur
og maðurinn, sem kemur þungur og breiður á
eftir honum í síðum frakkanum og heldur í
festina.
Með jöfnu millibili hallar maðurinn undir
flatt og lítur yfir framhlið fangelsisins. Hann
gerir þetta alveg ósjálfrátt. Ég tel upp að
tuttugu. Þá lítur hann upp. Ég tel aftur upp
að tuttugu. Þá lítur hann upp. Hó-hó. Svona
gengur hann sjálfsagt og lítur yfir húsvegg-
ina niðri í bænum í frístundum sínum. Nú fæ
156
VÍKI N G U R