Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 31
ég ákafa löngun til að segja: „Bö-ö-ö!“ Hó-hó.
En um leið hugsa ég með mér, að bezt sé að
vera ekki of vongóður. Ég stend og geri mér
upp dálítinn efa. „Nei, þetta getur varla tek-
izt“.
Um leið og hundurinn og maðurinn hverfa
fyrir nyrðra hornið, kveiki ég nokkrum sinnum
á rauðu luktinni.
Það myndast gat á fangelsisveggnum. Fyrst
er það eins og lítill svartur blettur, svo verður
það stærra og stærra. Tvöföldum kaðli er hleypt
niður. 1 skæru ljósinu sé ég jafnvel hnútana á
kaðlinum. Nú er engin leið til baka.
Tveir fætur koma út úr gatinu. Hann rennir
sér niður. Hann er með böggul á bakinu.
Ég sezt klofvega yfir múrvegginn með kaðal-
stigann tilbúinn. Hann veifar til mín, dregur
kaðalinn rólega niður og vefur hann upp á
handlegg sér. Svo kemur hann yfir að múrn-
um. Ég tek eftir því, að hann gengur á sokka-
leistunum. Sporin sjást greinilega á þunnum
snjóhjúpnum, frá fangelsinu til múrveggsins.
Hann brosir upp til mín, meðan hann klifrar
upp kaðalstigann. Ég undrast, hvað hann er
líkur mér. Hann er bara fölari. Mér finnst ég
sitja yfir lygnu vatni og horfa á mitt eigið
andlit.
Við tökum sinn stigann hvor og göngum hratt
yfir akurinn.
„Hann tekur bráðum eftir því. Gatinu —
sporunum".
„Já“.
Enginn á götunni. Við leggjum dótið í aftur-
sætið í bílnum. Ég rétti vini okkar stóra seðil-
inn. Hann situr rólegur í framsætinu og sting-
ur honum í veskið sitt.
„Þetta var lengsta bið á æfi minni. Höfum
við tíma til að fá okkur sopa?“
Við stöndum allir þrír fyrir utan bílinn og
skálum.
„Gleðileg jól“.
„Gleðileg jól“.
„Gleðileg jól“.
Fangavörðurinn gengur niður stéttina og
hverfur fyrir hornið.
Við setjumst inn í bílinn. Andlit hans er
mjög fölt, augun glampa, hendurnar titra.
Ég lít á klukkuna. Hún er liðlega tólf. Það
undrar mig stórlega. Það eru tæpar tíu mínút-
ur síðan ég fór frá bílnum. Mér finnst það
vera margar klukkustundir.
Svo set ég vélina í gang. Við ökum með jöfn-
um, drjúgum hraða. Hann situr hokinn í sæt-
inu við hlið mér. Aðeins einu sinni opnar hann
munninn.
„Nú er fyrsti jóladagur kominn“.
„Já. Nú er því lokið“.
Hríðin fer vaxandi, verður dimm og þétt. Þó
erum við ekki mikið meira en tvo tíma á leið-
inni. Ég set bílinn inn í vagnskýlið, og við
göngum hljóðlega upp í herbergið mitt. Hann
er mjög þreyttur og sofnar um leið og hann
leggur höfuðið á koddann. Mér finnst ég horfa
á mitt eigið andlit.
Á eftir geng ég á sokkaleistunum upp stig-
ann og inn ganginn. Hann sefur fast, hann gamli
vinur minn. Ég stend fyrir utan dyrnar hans
og hugsa málið. Hann getur borið vitni um það,
að við háttuðum klukkan ellefu. Þá er óhugs-
andi, að ég hafi verið kominn til fangelsisins
klukkan tólf. Það er í lagi.
Ég hef víst blundað svolitla stund. Einhver
tekur fast í handlegginn á mér. Mér gengur illa
að vakna. Maður í einkennisbúningi stendur
yfir mér. Hann stendur og hlær að mér. „Jæja,
þú hefur fengið þér dúr?“
Ég rís upp af gólfinu og litast ringlaður um
í klefanum.
Vörðurinn stendur og hlær að mér. Þetta er
síðdegis á aðfangadag jóla. Klefagólfið er hrein-
þvegið.
Hann heldur á blómvendi í hendinni — og
bréfum.
„Ég var svo þreyttur. Svaf ekki í nótt. Já,
mig var að dreyma“.
„Jæja, nú verðurðu að flýta þér að tygja þig
til. Það er kirkjan“.
„Kirkjan".
„Já. Veiztu ekki, að það er aðfangadagskvöld ?
Ertu ekki vaknaður?“
Ég þvæ mér í framan, bursta fangabúning-
inn og hnýti trefilinn um hálsinn.
Um leið og ég geng út úr dyrunum, get ég
ekki stillt mig um að snúa mér við og líta á
rennibekkinn. Svo göngum við í röð inn í kirkj-
una. Þeir lötra á undan mér í gráum, álappaleg-
um fangabúningunum. Tötrahrúgur á leið til
kirkju. Fangaverðirnir standa álengdar og gefa
okkur gætur. Einn og einn göngum við inn um
kirkjudyrnar, niður nokkur þrep og inn í bás,
sem lokað er á eftir okkur.
Prédikunarstóllinn er hátt fyrir ofan okkur.
Beggja megin við hann stendur vörður. Verðir
standa í göngunum milli básanna og gæta okk-
ar. Við megum engan sjá, ekki tala við neinn,
ekki senda miða. Það er dauðasynd. Við sjáum
ekkert nema altarið, prédikunarstólinn með
prestinum í, og verðina tvo, sem standa hvor
sínu megin við hann.
Kirkjan er hvítmáluð og snyrtileg. Við altarið
stendur stórt jólatré.
VIKINGUR
157