Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 34
Iíaupskip frá 16. öld. — Málverk eftir Hans Holbein yngra. áður en hann komst til Kínahafs. Rússnesku sjóliðarnir, sem vanizt höfðu norðlægu loftslagi, tærðust upp, þegar þeir komu í hitabeltið. Þeir gátu í orðsins fyllsta skilningi „ekki á heilum sér tekið“ — og glöptust því út í alls konar ævintýri. Sjómenn Flotans ósigrandi, sem alizt höfðu upp við hlýtt Miðjarðarhafsloftslagið, urðu sárþjáðir, er þeir komu norður á bóginn, þar sem stöðugt rigndi. Þegar ekki rigndi, hvíldi köld vatnáþoka yfir hafinu, og er henni loks létti, rigndi enn meir en fyrr, þótt það væri miður júlí, og hægt hefði verið að vænta góðrar veðráttu. Hið ömurlega veður orkaði illa á siðferði þessara suðrænu sjómanna. Ofan á alla aðra örðugleika bættist svo það, að Englendingar réð- ust á þá með hinum hræðilegu eldskipum sín- um. Það voru átta kaupskip, sem höfðu verið fyllt af alls kyns eldfimu efni og smurð tjöru. Snemma morguns, meðan enn var myrkt af nóttu og við hagstæð sjávarföll, sigldu fífldjarf- ir sjómenn skipum sínum þangað sem Flotinn ósigrandi lá við akkeri undan Calais. Þegar þeir voru komnir hæfilega nærri óvinaflotanum kveiktu þeir í skipum sínum. Við það laust nið- ur skelfingu meðal Spánverja, sem í skyndi hjuggu á festar og flýðu út á haf. Hvað eftir annað gat ekkert bjargað flotan- um frá algerri tortímingu nema skyndileg breyt- ing á vindáttinni, og það varð a. m. k. þrisvar sinnum. Þegar þeir að lokum komust hvorki áfram né aftur á bak, né heldur til byrgða sinna og hafnsögumanna í Dunkirque, þá ákvað spánski flotaforinginn loks að sigla heim, norð- ur fyrir Skotland. Mörg spönsk skip strönd- uðu á skerjum við Skotlandsstrendur. Skips- hafnir annarra, sem þjáðust af vatnsskorti, (gamla sagan) reyndu að fara á land á austur- strönd Irlands og fylla þar vatnsnámurnar, en hinir grimmu íbúar, sem vissu ekki hverjir 160 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.