Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Síða 25
mikil auðfélög, en aðrir munu aðeins hafa til hnífs og skeiðar, enda selja þeir örfáum kaup- mönnum eða matsölum. Svo er einnig, að stór útgerðarfélög reka fisksölufyrirtæki, sem eru sjálf- stæð. Til dæmis keypti Ross fisk- sölufélagið stóru flyðruna, sem ég nefndi áður, af Ross togara- félaginu. Hún seldist á 50 ster- lingspund. Fiskverzlanir í Grimsby kaupa fisk af þessum kaupmönnum og selja í búðum sínum eins og gengur. Ég gerði mér það til dundurs þennan þriggja vikna tíma, sem við hjónin dvöldumst í Grimsby í sumar, að skrifa nið- ur fiskverð, bæði á uppboðum á hafnarbakka og í verzlunum. Nú er um England eins og önnur lönd, að nær ógerningur er að bera saman kaupmátt gjaldeyris. Fiskverð á uppboðum í Grims- by miðast \ið svonefnt stone, sem er 14 ensk pund, en enskt pund er 450 grömm. Meðalverð á þorski, Norðursjávarfiski og öðr- um reyndist vera um 9 penny fyrir pundið, en í fiskverzlunum var verðið á flakinu 2 shillingar eða 24 penny, ýsa var um 12 (Is) penny á uppboðum, en í verzlun- um frá 25—36 penny fyrir pund- ið. Skarkoli var um 20 penny pundið á uppboðum, en 40 penny í búðum. Ef til gamans er ætlað að sterlingspundið jafngildi 60 krónum, verður kílóið af þorsk- fiaki þá um 13 krónur, ýsuflakið um 16 til 18 krónur, en skarkol- inn 26 krónur hvert kíló. Verð á roðflettum steinbít var svipað og á ýsu. Það er ekki nema eðlilegt, að almenningur getur ekki veitt sér mjög þann munað, að kauna mik- ið af góðum fiski. Þó skal nú tek- ið fram, að fiskverð var yfirleitt hátt í sumar, að minnsta kosti bennan tíma. sem ég hafði tæki- færi til þess að athuga það. Kiöt er aftur á móti frekar ódýrt, mið- að við kjötverð hér. Fólk bætir matinn með grænmeti og öðrum jarðarávexti ,sem auðvitað er miklu ódýrari en hér, að ekki sé minnst á fjölbreytnina. Síðastlið- ið sumar var mikið þurrka- og VÍKINGUR hitasumar og var uppskera á jarðarávöxtum því mikil og kom fljótt á markaðinn. Þá er húsa- leiga lág, samanborið við það, sem á Islandi tíðkast. Gæti ég vel hugsað mér að hún væri svip- uð og hér, ef í gildi væri hin dul- arfulla tala, sem nefnist húsa- leiguvísitala. Kol eru hlutfalls- lega dýr þegar miðað er við að England er eitt af mestu kola- framleiðslulöndum Norðurálfu. Mér var tjáð af ýmsum, að af- koma manna hefði batnað nokk- uð síðustu árin og væri ekki sam- bærileg við það, sem hún var fyrstu árin eftir heimsstyrjöld- ina. Víst er, að menn geta nú betur, vegna aukinnar þekking- ar, hagnýtt laun sín. Svo ég víki nú að fiskveiðideil- unni við Breta, eða fremur að styrjöld þeirri, sem stjórn henn- ar hátignar heyir við oss íslend- inga, þá reyndi ég að kynna mér nokkuð hug almennings í því máli. Enginn vafi er á því, að togaraeigendur og yfirmenn á togurum hafa afflutt mjög mál- stað vorn, en þrátt fyrir allan gauragang þessara herramanna, gat ég ekki orðið þess var, að sjálft fólkið bæri kala til Islend- inga vegna kalda stríðsins, eða „þorskastríðsins", eins og blaða- menn hafa nefnt deiluna til þess að reyna að gera broslega harða lífsbaráttu þessarar þjóðar. -—- Englendingar eru yfirleitt við- kunnanlegt fólk. Hefi ég sann- reynt það fyrr og síðar, enda dvalizt oft í landi beirra, en bó oftast og lengst í Grimsby. — Eg verð þó að taka það fram. að ým- islegt gerist bar með mönnum, sem ég get ekki skýrt í hevranda hljóði. Þar eru ekki allir útvegs- menn á sama máli og ríkisstiórn- in og Sir Famdale Phillins hers- höfðingi. Koma bar til mörg at- vik, sem ekki verða rakin hér. — Eg átti tal við Englendinga, sem virtust skilja málstað vorn. en yfirleitt var það svo. að fólkið lét sér í léttu rúmi liggia bvað ofan á yrði í deilunni. Ég ræddi til dæmis við flakarann. sem ég fvrr nefndi og hafði staðið við flök- unarborð í 30 ár. Ég spurði hann, hvert væri álit hans á deilunni milli Islendinga og Breta. Hann vissi ekki að ég var íslendingur, að minnsta kosti ekki þegar ég spurði hann. Svar hans var ofur einfalt: „Þetta eru stjórnmál, sem ég hefi ekki vit á. Mér virð- ist það vera einhver leikur stjómmálamanna". Þá spurði ég hvort honum væri ekki kunnugt um að brezkir útgerðarmenn stæðu fyrir þessum aðgerðum gegn smáþjóð. Jú, hann sagðist vita það. Annars vildi hann sem allra minnst tala um þetta, en þó fannst honum allmerkilegt er ég sagði honum frá því, að bak við voldugustu útgerðarfyrirtækin í Bretlandi stæði einn harðsvírað- asti auðhringur Englands og jafnvel víðar, Unilever hringur- inn. Hann skildi að eitthvað hiaut að vera bogið við það. — Enginn vafi er á því ,að almenningur finnur vel áhrifin af baráttunni. Fiskur er, eins og ég gat áður, ákaflega dýr. Nú er það svo, að Bretar eta mikið af steiktum fiski, sem þeir kaupa í sérstökum verzlunum, sem nær eingöngu selja steiktan fisk og steiktar kartöflusneiðar eða spæni. Svo- nefnd „fish and chips“. Þessi fiskur hefir stigið mjög í verði, en hann er uppáhaldsmatur Eng- lendinga þegar þeir hafa setið í bjórstofum. Já, svo ég minnist á bjórstof- urnar. Þær eru enn í Grimsby, en mjög hefir hrakað aðsókn að innanbæjar stofum. Menn kjósa heldur að bregða sér út fyrir bæ- inn vegna þess að þar hafa nú risið upp viðkunnanlegir veit- ingastaðir, miklu þrifalegri en gömlu krárnar í bænum. Þó er það enn svo, að vilji menn kynn- ast Englendingum, er beinasta leiðin að kynnast þeim í bjórstof- unum. Englendingar, það er að segja alþýða manna, drekkur fyrst og fremst bjór, hægt og með gát. Þeir hella ekki í sig 10 til 20 bjórflöskum á dag. eins og var, að minnsta kosti siður Dana, einkum iðnaðarmanna. Ég er sannfærður um að meðalskammt- ur Englendinga fer varla mikið fram úr einum lítra á dag. Sjón- 241

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.