Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Side 27
Konráð Gíslason
Skynsamleg fiiskfriðnn
Nú eru sjö ár síðam Faxaflói
var algjörlega friðaður fyrir
botnvörpu- og dragnótaveiðum,
og þessutan hefir hann að mestu
verið friðaður -fyrir línuveiðum
síðustu árin. En sú friðun stafar
af því, hve lítið hefir veiðst af
þorski og ýsu á hinum gömlu
miðum í flóanum. Þá hefir ört
vaxandi afæti, krossfiskur og
kuðungur, dregið mjög úr mönn-
um, að leggja línu í flóann.
Netaveiði er þó stunduð í fló-
anum enn, þrátt fyrir að nokkuð
hefir orðið vart við, að kross-
fiskur hafi valdið skemmdum á
netafiski. Að fenginni þessari
reynzlu hafa þær spurningar
stundum komið upp í huganum,
hvort friðunin hafi verið lögfest
af óhjákvæmilegri raunsýn, til
þess að tryggja lífskjör þjóðar-
innar. Eða hvort hún hafi verið
sett af manngæzku og meðaumk-
un með lífi sérstakra fiskiteg-
unda.
Hafi hið síðarnefnda verið til-
gangurinn hefir vissulega náðst
nokkur árangur, og þá sérstak-
lega með tilliti til fjölgunar á
flatfiski. Og að öllu óbreyttu
kæmi mér ekki á óvart, þó að sá
tími væri ekki ýkja langt undan,
að mönnum þætti það ekki ó-
maksins vert, að leggja þorska-
eða ýsunet í flóann. Og yrði hann
þá friðaður fyrir öllum veiðar-
færum, öðrum en handfæri.
Að sjálfsögðu verður hér oft
þorskur' og ýsa á ferð, en mér
þykir líklegt, að þær fiskitegund-
ir muni hafa hér skamma við-
dvöl. Þessa skoðun mína byggi
ég á því, að þorskurinn sem
veiðst hefir hér í net að undan-
förnu, hefir verið með tóman
maga, en þorskur unir því illa
að vera hungraður til lengdar, og
leitar því eitthvað annað til
fanga.
Allt öðru máli gegnir með jafn
staðbundinn fisk eins og sumár
flatfiskstegundir eru, og nægir í
VÍKINGUK
því sambandi að benda á dverg-
kolann í Hamarsfirði, sem varla
verður stærri en mannslófi 8—
9 vetra gamall. Ekki held ég þó,
að þar sé um neitt óvenjulegt af-
brigði af skarkola að ræða, og
þyrfti sennilega lítið annað að
gera, en að koma honum á betri
haga.
Dálítið finnst mér það skyggja
á mannúðarstarfið, að allmikið
af þeim skarkola, sem fengist
hefir í þorskanetin nú í haust,
hefir verið grindhoraður, og
sama er að segja um smálúðuna.
Þar sem þetta er gagnstætt því
sem áður þekktist um þennan
tíma árs, þykir mér líklegt að
það stafi af því, að fjölgunin sé
orðin heldur meiri en það sem
flóinn getur fætt. Fyrirsjáanlegt
er því, að ef hin fagra hugsjón
um dýraverndun á að verða ann-
að og meira en nafnið tómt, þá
verði í náinni framtíð að hefja
flutning á flatfiski úr Faxaflóa,
til annarra staða þar sem fæðu-
skilyrði eru betri.
Hafi hins vegar tilgangurinn
með friðuninni verið sá, að auka
hagsæld fólksins í landinu, og
bæta lífskjör þess, — en að sjálf-
sögðu hefir það verið hin upphaf-
lega hugmynd —, þá skilzt mér,
að nauðsynlegt sé að halda fjölg-
un fiskanna innan þeirra tak-
marka er svæðið þolir, svo að
þeir geti þroskast eðlilega og
haldið holdum.
Þá er engu síður nauðsynlegt,
að reynt sé að hagnýta hin frið-
uðu svæði sem bezt, t. d. með
því að fjölga þeim fiskitegund-
um — skarkola og lúðu —, sem
mest notagildi hafa, en fækka
þeim verðminni að sama skapi.
Þetta mætti að sjálfsögðu fram-
kvæma á vísindalegan hátt, með
sérstökum veiðiskipum, þar sem
fiskifræðingar væru um borð, og
tækju þeir þá ákvörðun um
hverju skuli sleppt og hverju
lógað. En slík aðferð yrði að mín-
um dómi mjög kostnaðarsöm, og
það því fremur, sem búast má
við að ástandið sé svipað á fleiri
friðuðum svæðum en í Faxaflóa.
Þess utan yrði hún næsta tíma-
frek fyrir fiskifræðingana, sem
mér skilzt að bíði ærin verkefni
m. a. beinlínis vegna friðunar-
innar.
Ég teldi því hagkvæmara fyrir
okkar fámennu þjóð, að leyfð
yrði takmörkuð og tímabundin
dragnótaveiði, undir algjöru eft-
irliti fiskideildar Háskóla Is-
lands.
Þær takmarkanir, sem ég teldi
fyrst og fremst nauðsynlegar,
umfram takmörkun þess tíma
sem leyft yrði að veiða, eru: há-
mark aflamagns sem veiða mætti
á hverju svæði, b) lágmarksstærð
þess fiskjar er leyfilegt væri að
hirða eða selja, c) takmörkuð
verði stærð þeirra báta er veið-
arnar stunda, d) ennfremur að
algjörlega yrði bannað að veiða
á þeim svæðum, þar sem ung-
fiskur heldur sig eingöngu, e)
einnig nauðsynlegt að athugað
yrði, hve nærri landi yrði leyft
að veiða.
Jafnvel þó hin síðari aðferð
yrði valin (þ. e. dragnótaveiðin),
krefst hún stórra átaka á sviði
fiskirannsókna, eigi friðunin að
vera hagnýtt á skynsamlegan
hátt fyrir þjóðarbúið, en til þess
þarf að sjálfsögðu nokkurt fjár-
magn. Því hefir mér dottið í hug,
að ákveðnum hundraðshluta af
heildarverðmætum þess afla, sem
fengist í dragnót yrði beint og
krókalaust varið til fiskirann-
sókna, og þá sérstaklega til at-
hugunar á klak- og uppeldis-
stöðvum, svo við í framtíðinni
gætum máske með nokkrum rétti
sagt, að arðurinn af fiskveiðum
okkar væri fremur tekjur af
ræktun en rányrkju.
Jass or hljómlist. Þoir fólk, sem
hlustar með fót.unum.
Engin treystist til að kæra sölumann
nokkuin, sem selt hafði fjölda manns
dýru verði mixtúru, sem hann kallaði:
Meðal við heimsku.
243