Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Page 31
K T I N N I Thorkild Rovsing (1862—1927), prófessor í skurðlækn- ingum við Kaupmannahafnarháskóla. Prófessor Rovsing gekk stofugang á Ríkissjúkrahúsinu með hinn venju- lega skara af kandídötum og hjúkrun- arkonum á hælum sér. — Afsakið, hr. prófessor, sagði einn kandídatinn. — Má ég leiða athygli yðar að því, að þér eruð með hitamæli bak við eyrað? — Guð minn góður, sagði prófessor- inn. — Hvað er þá orðið af pennanum mínum? Eitt sinn skar Rovsing upp bónda- konu frá Fjóni við botnlangabólgu. Á meðan konan svaf af deyfilyfjun- um, kallaði hún hvað eftir annað: — Kysstu mig, Jens, kysstu mig! Þegar konan var heilbrigð orðin og var að fara af sjúkrahúsinu, kvaddi hún prófessorinn, sem sagði við hana: — Líði yður nú sem bezt, og ég bið kærlega að heilsa Jens! — Nei, sagði konan glöð. — Þelckir prófessorinn vinnumanninn okkar? I Noregi var verið að prófa væntan- legan sjóliða: — Og þér eruð staddir á Bragenestorgi og sjáið orrustuskip koma niður Drammen ána. Hvað gerið þér þá? — Sökkvi því með tundurskeyti. — En hvaðan í ósköpunum fáið þér tundurskeytið? — Frá sama stað og þér fáið orr- ustuskipið! Og þér sögðuð mér, að beljan væri meinlaus, sagði læknirinn bálvondur. Það hlýtur þá að vera af því, að naut með hatt og í frakka. VÍKINGUR James Whistler (1834—1903), bandarískur málari. í matarveizlu nokkurri lenti Mr. Whistler eitt sinn við borð andspænis miðaldra manni, sem var sítalandi. — Annars get ég sagt yður það, Mr. Whistler, sagði sá símalandi með- al annars, — að ég gekk fram hjá húsinu yðar í gær. — Það er ég yður þakklátur fyrir, svaraði Mr. Whistler. Kona nokkur gagnrýndi mjög Suður- Evrópubúa í áheyrn Whistelers og sagði meðal annars, að þessi nafntog- aða kurteisi þeirra væri aðeins á yfir- borðinu. — Já, en þér verðið að viðurkenna, sagði Whisteler, — að það er nú býsna þægilegt að hafa hana þar. Þér er nær að vera alltaf með þess- ar uppfinningar til þæginda. Tage Erlander (f. 1901), sænskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra. Tage Erlander ferðaðist eitt sinn með svefnvagni til Norður-Svíþjóðar, en þar átti hann að flytja ræðu á stjórn- málafundi daginn eftir. Hann var í efra rúminu í klefanum, en í rúminu beint fyrir neðan lá maður og reykti ákaft pípu sína, svo að dimmt var af reyk í klefanum. Erlander bað sam- ferðamann sinn að hætta reykingun- um, en það var til einskis. Vesalings forsætisráðherrann var að lokum að kafna í reyk, og hann kallaði því á járnbrautarþjóninn og sagði: — Þetta er forsætisráðherrann. Viljið þér gjöra svo vel að segja herr- anum hérna fyrir neðan, að hann reyki svo mikið ,að ég geti ekki sofið. Þá tók maðurinn í neðra rúminu pipuna úr munninum og sagði: — Þetta er Jönsson húsameistari frá Emmaboda. Viljið þér gjöra svo vel að segja herranum ofan við mig, að hann hafi stjórnað landinu þannig, að ég hafi ekki getað sofið í mörg ár.l Hvað er „selfmade man“. Svar: Það er maður, sem hefir skapað sig sjálf- ur, — og er fullur aðdáunar á „skap- aranum". Ung kona með bamavagn við vin- konu sína: — Ójá, þetta var nú „vagn- inn“, sem hann lofaði að við skyldum eignast þegar við værum gift. í minningargrein um kennara í smá- bæ stóð eftirfarandi: — Göfugt kenn- arahjarta og óþreytandi hendur eru nú hætt að slá. Grasekkjumaðurinn andvarpaði: — Já, ef ég aðeins gæti nú haft það eins skemmtilegt og konan mín heldur að ég hafi það. Hjónaband sonar míns gengur ágæt- lega ,sagði milljónarinn. — Hann les í augum hennar allt, sem hún óskar sér, — svo fer ég út og kaupi það. Ég er alltaf að segja þér að þú mátt ekki vera á þessum mjóu hælum í bátnum. 247

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.