Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Side 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Side 7
Gjaldeyiisviðskipti Eimskipafélags Islands M.s. Fjallíoss F'ráleitum ásökunum hrundið. Vegna skrifa, sem birzt hafa í opinberu blaði um gjaldeyriseign Eimskipafélags Islands í First National City Bank of New York, New York, vill félagið taka fram eftirfarandi: Fyrir tæpum 9 árum síðan tók félagið einnar milljón dollara lán hjá banka þessum til kaupa á m. s. Reykjafossi. Til þess að gera félaginu kleift að endur- greiða þetta lán, sem var til Imiggja ára, tjáði þáverandi rík- isstjórn félaginu með bréfi dags. 17. september 1951, að ríkis- stjórnin hefði ekkert við það að athuga, að þær dollaratekjur, sem félagið fær greiddar í Bandaríkjunum frá varnarliðinu hér, fyrir flutningsgj ald og ann- an kostnað, gangi til greiðslu á ofangreindu láni til skipakaupa, og að sjálfsögðu beri félaginu að gera fulla grein fyrir þessum viðskiptum til gjaldeyriseftirlits- ins. með flugbrautum, sem eingöngu voru fyrir Albatrossana! Fyrir nokkrum mánuðum síðan var hafizt handa um byggingu þess- ara nýju flugbrauta á eyjunni Kure sem er rétt hjá Midway en er aðeins minni um sig. Með stórum jarðýtum og ýmiskonar öðrum tækniverkfærum hefur jarðvegurinn verið sléttaður og lagfærður og stórt svæði skipu- lagt fyrir fluglendingar og að- setursstaði, og nú er vonast eftir því, að Albatrossarnir geri sig ánægða með þessar nýju ráð- stafanii'. Og það eru einnig veik von sjóhersins, að Albatrossarn- ir séu enn ekki orðnir svo háðir flugvélunum, að þeir geti ekki hugsað sér að sofa annarsstaðar en undir vængjum þeirra. En reynist svo, verður ekki hjá því komist að gefa þeim einnig Uokkrar gamlar flugvélar til eig- in afnota á hinum nýju flugvöll- um þeirra!! VÍKINGUR Árið 1956 var fengið nýtt lán hjá sama banka til kaupa á m.s. Selfossi, einnig að upphæð ein milljón dollara, og er nú búið að endurgreiða af því 200 þús. doll- ara, þannig að eftirstöðvar láns- ins eru nú 800 þús. dollarar. Hef- ur það fyrirkomulag haldizt síð- an, að félagið hefur lagt inn á reikning hjá First National Cit.v Bank of New York tekjur í doll- urum og varið þeim til greiðslu á andvirði nýrra skipa félagsins, (þ. e. Tungufoss og Fjallfoss sem smíðaðir voru á árunum 1952 til 1954). Gjaldeyrisstaða Eim- skipafélagsins við Bandaríkin hinn 31. marz s. 1. var sú, að fé- lagið skuldaði þar $425.172.50 og er þá framangreint 800 þús. doll- ara lán talið með, svo og ógreidd- ar skuldir vegna afgreiðslu skip- anna í New York. Eimskipafélagið hefur ávallt sent gjaldeyriseftirlitinu ná- kvæmar skýrslur um allar tekjur og gjöld félagsins í erlendum gjaldeyri. Er þar gerð grein fyr- ir hvers konar gjaldeyristekjum, flutnings og fargjöldum, sem greidd eru í erlendum gjaldeyri, tekjum af afgreiðslu erlendra skipa, svo og gjaldeyristekjum vegna viðskipta við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Jafnframt hefur gjaldeyriseftirlitinu á hverjum tíma verið gerð grein fyrir skuldum og inneignuip fé- lagsins í erlendum bönkum, hjá umboðsmönnum félagsins erlend- is, skipa&míðastöðvum og öði;um viðskiptamönnum félagsins. Þess- ar gjaldeyris-skýrslur hafa aldrei sætt gagnrýni af hálfu gjaldeyr- iseftirlitsins. Það væri fjarri öll- um sanni að Eimskipafélagið hefði nokkra ástæðu til, eða á- huga á því, að safna gjaldeyris- innstæðum erlendis umfram það, sem rekstur félagsins útheimtir, enda skuldar félagið að jafnaði margar milljónir króna erlendis vegna skipagjalda, sem miklir erfiðleikar hafa verið á að fá yfirfærðar. Eins og kunnugt er, á Ríkis- sjóður Islands 100 þús. kr. hluta- fé af 1.680 þús. kr. hlutafé fé- lagsins, og skipar ráðherra einn mann í stjórn félagsins af sjö, er búa hérlendis, svo og einn end- urskoðanda af þremur endur- skoðendum félagsins, (einn end- urskoðendanna er löggiltur end- urskoðandi). Ætti þetta að skapa tryggingu fyrir því, að rekstur Eimskipafélagsins sé jafnan með löglegum hætti. Hf. Eimskipafélag Islands. 79

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.