Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 12
Austur-jDýzku togbátarnir Allt frá því að byrjað var að smíða A-þýzku togbátana og áð- ur en nokkur hafði séð þá eða reynt, var byi'jað að hnjóða í þá og að því er mér hefur skilist, helzt af þeim, sem sízt þekktu til og engra hagsmuna höfðu að gæta um gerð eða rekstur skip- anna. Eftir að skipin komu heim hefur þessi söngur haldið áfram undir niðri. En í nöldurformi og eingöngu týnt til það, er hugsan- legt væri til fordæmingar, án þess að gæta eða geta kostannu við skipin. Og má'um það segja: Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn: Finni hann laufblað fölnað eitt þá fordæmir hann skóginn. En svo vel og lengi má ala á fjarstæðunni, að hún geti orðið að miklu tjóni. Ég sem þessar línur rita hef a. m. k. orðið þess var að einstaka menn hafa verið hikandi .við að ráða sig á þessi skip, vegna þess að þau væru einhver afskræmi. Þó að ég fáist ekki við ritstörf, gat ekki á mér setið að hrekja fjarstæður, sem ég las í grein Ásgeirs Sigurðssonar skipstjóra í 1. tbl. Víkings, þ. á., er hann nefnir „Gerfihnettir-Gerfiskip- Gerfimenn". En að meginefni fjallar um A-þýzku togbátana, og fordæmir á allan hátt komu þeirra og tilveru. Mun ég reyna að taka sem flestar af fullyrð- ingunum út af fyrir sig og svara þeim. í fyrsta lagi, segir greinar- höf.: „ . . . Þá má nefna hina A- þýzku gerfitogara eða hvað vilja menn kalla þessa litlu kugga, sem eru á stærð við þau skip, sem þóttu of litlir togarar um 1920“, og voru seldir úr landi“. Sannleikurinn er sá, að íslend- ingar voru neyddir til þess að selja þá. En töldu það þó ráð, þar sem farið var að byggja ný og betri skip. Þeir togarar voru allir gerðir út frá Faxaflóa, og þau hafnarskilyrði, sem þar eru. voru engin hindrun fyrir því, að hafa nýju skipin stærri. A-þýzku togurunum er beinlínis ætlað það verkefni, að afla fólkinu í sjáv- arþorpunum víðsvegar um land, verkefni fyrir vinnslustöðvarnar. Hafnar- og afgreiðsluskilyrði eru hæfileg fyrir þá, nær allsstaðar þar sem þeir eru staðsettir, en geta ekki fullnægt 700 til 1.000 tonna togurum. Gömlu togararnir, sem seldir voru, höfðu um 400 hestafla gufuvél, með álíka orku eins og nú er í 60—70 smál. vélbátum. Togspilið var einnig gufuspil, sem notaði sömu orku og aðal- vélin. Þegar storma tók og á dýpri sjó, dró fljótt úr tog- krafti þeirra. Auk þess var allur annar útbúnaður þeirra og að- búnaður skipverja í samræmi við það sem þá þekktist. A-þýzku togararnir hafa 800 ha. hæggengar dieselvélar, með stórri skrúfu og 220 ha. diesel- vél fyrir togspilið. Allur annar útbúnaður til fiskveiða og við- gangi skipanna er af nýjustu og beztu gerð. A.-þýzku togbátarn- ir eru af mjög svipaðri stærð eins og 1920 togararnir. Lestar- rýmið er mjög svipað, en lestarn- ar aluminiumklæddar, með kæli- útbúnaði, og hafa margfalt betri skilyrði til geymslu aflans. Á gömlu togurunum var 20 til 24 mönnum kúldrað saman í þröng- um vistarverum án nokkurra þæginda. Á A-þýzku togbátun- um eru 14 menn, að mestu í eins og tveggja manna herbergjum, og aðbúnaður og þægindi svipað og bezt þekkist á stærri skipum. Þeð hefur því vægast sagt, ekki verið lagt hart að sér að hugsa, í sambandi við samlíkinguna á gömlu togurunum og nýju tog- bátunum! Gömlu togararnir áttu erfitt 84 VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.