Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Page 32
Frá British I „Fiskaren" birtist fyrir skömmu síðan viðtal við norsk- kanadiska fiski- og útgerðar- manninn Hans Olsen, en hann hefur stundað veiðar í British Columbia um 20 ára skeið, og var nú í heimsókn í „gamla landinu“ í fyrsta skiptið frá því hann fluttist þaðan. „Ekkert skil ég í því“, sagði Olsen, „að fiskverzlunin í Berg- en skuli fara fram undir berum himni. Það hlýtur að vera hálf ömurlegt fyrir fiskkaupmennina að standa þarna í regni og stormi. Bærinn hefur kannske ekki efni á að byggja fiskhöll, en slíkar bvggingar höfum við haft í öllum fiskibæjum í Brit- ish Columbia árum saman. Flestar fisktegundir, sem hér eru á boðstólum, veiðum við í British Columbia, en þar hefur þróunin í fiskveiðunum verið geysi ör síðustu 20 árin, en við höfum líka mjög langa strand- lengju með fram Kyrrahafinu og möguleikarnir þess vegna miklir. — Hvernig komuð þér til British Columbia? — Ég fluttist vestur um tví- tugt, vann fyrst í tvö ár á bóndabæ í N.-Dakota, en þar var þvílíkur þrældómur, að ég hélt það ekki út, svo að ég fluttist til Alaska og var í 3 ár á bandar- iskum lax- og lúðuveiðibátum. — Ég þénaði vel, en þó ekki svo, að ég gæti keypt mér bát, svo ég fór til British Columbia, og eftir tiltölulega stuttan tíma eignaðist ég minn eiginn bát. Það mátti kallast tilviljun, en japanskur fiskimaður, sem var að flytja hcim til Japans, lét mig fá hann fyrir mjög lágt verð. Báturinn var vel útbúinn, og ég átti hann í 4 ár og keypti mér svo stærri bát. Laxveiðin er sú arðvænlegasta í British Columbia. Laxinn leit- ar upp í hinar fjölmörgu ár til þess að hrygna, en áður en hann Columbia nær svo langt, er hann veiddur bæði á línu og handfæri. Hand- færaveiðin er kostnaðarminni. Á mínum bátum eru 10 menn, og þegar best veiðist höfum við komið að landi með fleiri þúsund kg. Þegar göngumar koma á vorin dregur einn maður allt upp í 50 laxa frá 5—12 kg. að þyngd á 3—4 tímum. Lúðuveið- in, sem allmikið er stunduð á miðunum úti fyrir hefur hin síð- ari ár verið mjög misjöfn, og kemur það af því, að gengið hefur á stofninn. Én nú er lúð- an friðuð í 10 mánuði af árinu, svo veiðitíminn er ekki langur. Samkeppnin við veiðarnar er af- ar hörð í Br. C. þar sem nú eru um 50 þúsund starfandi fiski- menn á allri ströndinni. Hinn stóri veiðifloti er búinn öllum nýtízku tækjum. og í öllum þeim bæjum, sem taka á móti fiski, eru kæli og frystitæki. Og Hans Olsen heldur áfram: Br. C. minnir mann mikið á Noreg með sínum ótal fjörðum og eyjum. Þessvegna hef ég ekki fundið til heimþrár. Mér finnst sem ég eigi heima í öðrum og nýrri Noregi með miklu mildara loftslagi en var í þeim Noregi, sem ég fluttist frá. Inni á landi eru miklar hitabreytingar, en úti við ströndina er loftslagið stöðugt. Ég minnist þess ekki að verða loppinn á firígrum í British Col- umbía, en það varð ég daglega, þegar ég stundaði veiðar við Vesterálen eða Lofot. — Hvað eru margir Norð- menn eða menn af norskum ætt- um í British Columbíu? — Það er erfitt að segja um það, sennilega 10 þúsund eða fleiri. Þeir búa flestir í Vancouver, en það er stærsta borgin í Brit- ish Columbia, en það búa líka margir norskir fiskimenn í Vict- oríu, sem er höfuðborgin og stendur á suðaustur enda Van- couvereyju. Reyndar eru þeir dreifðir með allri ströndinni. Ég á smáeyju skammt frá Van- couver, en landa öllum fiski í borginnl. Fyrstu Norðmennimir. sem hófu veiðar í British Columbiu, eru velflestir orðnir auðugir menn. Margir þeirra milljóna- mæringar og búa í fiottum vill- um. Þeim, sem seinna komu, hefur einnig vegnað ágætlega, þótt þeir séu kannske ekki milljóna- eigendur. Ég held ég megi full- yrða, að allir norskir fiskimenn- irnir kunni ágætlega við sig í British Columbia. Landslagið er svo líkt og í Noregi. Skattarnir eru miklu lægri þar en í Noregi, og þessvegna miklu auðveldara að leggja peninga til hliðar, en það gera nú því mið- ur ekki allir Norðmenn í British Columbia. Annars eru Norðmenn í miklu áliti í British Columbia, og margir gegna háum trúnaðar- stöðum. Fjöldi ungra norsk- ameríkana stunda nám við há- skólann í Vancouver til þess að standa betur að vígi í samkeppn- inni um hinar hærri stöður, en um þau bein berjast margir í British Columbiu, sem og ann- arsstaðar. Haldið þér að ungir norskir fiskimenn eigi von um framtíð í British Columbia? Ekki vil ég segja margt um það. Ef til vill, ef þeir skara fram úr um dugnað og fram- taksemi. Ég vil þessvegna ekki eggja norska fiskimenn til þess að reyna að flytja þangað. Þeir hafa nóg verkefni í Noregi í stað þess að flytja burt. Hér virðist hafa orðið geysi mikil þróun í fiskveiðunum þau 20 árin, sem ég hef verið í Brit- ish Columbia, ef til vill meiri en þar. Og þar sem skortur er á fiskimönnum á norsku bátana tel ég litla ástæðu fyrir unga norska sjómenn að hyggja á brottflutning. Lauslega þýtt. G. J. VÍKINGUR 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.