Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Page 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Page 7
útgerðarmenn ekki lengur upp- vægir yfir lítilsháttar kauphækk- unum, vegna þess að ríkið gi’eið- ir hallann. Það er í lögum þar í landi, að sú útgerð skuli styrkt, sem heldur uppi „Preferable Trade Routes“. Það eru sigling- ar til allra helztu viðskiptalanda og ber að hafa nýleg skip til þeirra nota, svo það aftur haldi skipasmíðastöðvum í gangi. Til þess að reikna út styrkina er gerður samanburður á meðal út- gerðarkostnaði og kostnaði á byggingu skipa í Evrópu og bor- ið saman við kostnaðinn í U.S.A. Til skamms tíma fengu útgerð- arfélög hálfan mismuninn greidd- an frá ríkinu en síðan hafa þau farið fram á meiri ívilnun en ekki er mér kunnugt um hvernig því lyktaði. Það er ekki hætta á því, að amerísk útgerðarfélög á ríkis- jötunni tapi. Nóg er að flytja, m. a. meiri partur varnings til „van- þróaðra“ ríkja og er fragtin víst ekki gefin. Olíuflutningaskip eru aftur á móti ekki styrkt, þess vegna er allur þorri þeirra undir erlendum fánum. Sjómannafélögin í U.S.A. hafa komið í gegn mörgum órýmileg- um kröfum. T. d. eru laun ó- lærðra léttadrengja mikið hærri en skólagengið útlært fólk á kost á í landi. Annað dæmi: ef einn af skipshöfn veikist erlendis, er hann sendur hejm, er síðan á Eullu kaupi og má ekki afskrást fyrr en skipið kemur í heima- höfn og geta kannski liðið marg- ir mánuðir. Kom stundum fyrir, að skip, sem voru lengi að heim- an voru komin með tvöfaldar á- hafnir. Hirði ég ekki um að tína fleira til. Grein, sem birtist í Víkingn- um 8. tbl. þ. á. fjallar um sjálf- virkar og fjarstýrðar vélar í skipum. Er það að mestu leyti þýtt efni af mínum góða kunn- ingja Hallgrími Jónssyni vél- stjóra, sem hefur í þessu blaði verið ötulastur að kynna mönn- um tæknilegar nýungar. Þar get- ur hann um réttindaleysi vél- VÍKINGUE stjóra á skipum, sem skráð eru í Panama, Líberíu, Honduras og víðar. Eins og ég gat um hér að framan munu hans heimiidir ekki eiga lengur við, sökum þess að erlendir eigendur skrá ekki lengur skip sín hjá Panama ým- issa hluta vegna, m. a. voru þeir farnir að gerast nokkuð he.mtu- frekir og eru því aðeins sárafá eftir. Sömuleiðis hjá Honduras, en þau hafa aldrei verið mörg og nú hefur United Fruit Co. nokk- ur skip með þeim fána, en þeim hefur verið að fækka. Líbería hefur, aftur á móti mörg, enn „og víðar“, veit ég ekki hvar átt er við. Hjá Líberíu eru gerð- ar sömu kröfur til yfirmanna og í Bandaríkjunum og hefur verið auðsótt fyrir menn frá Evrópu með fullgild réttindi að fá þau yfirfærð, en ef þeir hafa viljað auka þau hafa þeir þurft að fara í land og ljúka prófum. örn Steinsson vélstj. á grein í 9. tbl. og styðst við danska frá- sögn og getur þar um „ómann- úðleg sjólög“. Aldrei vantar vél- stjóra eða aðra á þessi skip, ein- faldlega vegna þess að kaupið er nógu hátt. Það eina, sem fag- félagsmönnum þætti kannski ó- mannúðlegt, er að þeir sem eru ekki' starfi sínu vaxnir, eru hik- laust reknir. Á boðstólum er allt- af nóg af fullfærum og vönum mönnum. En þetta er talsvert vandamál og kemur fyrir að það er mis- notað af trúnaðannönnum út- gerðarfélaganna, skipstjórum og yfirvélstjórum, þegar þeir eru ekki hæfir til þess að fara með það vald, sem þeim er falið. Þetta er nú reyndar vandamál heima líka, þar sem eina brott- rekstrarsökin er ofdrykkja, en ekki til lágmark fyrir starfs- hæfni. Eru þess dæmi, að tæki- færis-teygarar eru burt reknir af mönnum, sem aldrei rennur af. Skip þessi, sem eru færust í keppninni á heimsmarkaðnum eru öll nýleg, búin fullkomnustu öryggistækjum og eru tryggð þjá heimsþekktum vátrygging- arfélögum og þau láta ekki við- gangast að skipin séu rekin með of fáliðaðri skipshöfn. Þessi vandræði ykkar þaraa heima með vöntun á mönnum, sem vilja gefa sig í vélstjóranám finnst mér liggja í augum uppi: Það er ekki nógu vel iaunað starf að námi loknu. Þar- sem þetta hefur verið til umræðu nýlega, iangar mig til að leggja nokkur orð í belg. Mér finnst ekki ráðlegt að námið sé minnkað svo nokkru nemi og megum við ekki vera eftirbátar nálægra landa í því. Hins vegar mætti skipuleggja það talsvert betur en nú er gert og styð ég þar tillögur Gunnars Bjarnason- ar skólastjóra. Ég geri ráð íyrir að þeir sem með þessi mál fara, hafi kynnt sér allar kröfur til réttinda, sem gerðar eru í þeim löndum, sem fremst eru á þessu sviði. Fyrir þá sem ekki eru þessu kunnugir er þess að geta að í Bandaríkjunum eru ekki skólagöngur eins og tíðkast heima. Þar er að mestu sjálfs- nám og stutt námskeið, sem þeir taka í landi skömmu fyrir próf. Aðal áherzlan er lögð á þann til- skylda tíma, sem menn vinna við þær vélar, sem þeir eiga að .stjórna. Þeir fá að vita allar prófspumingar og geta hagað náminu samkvæmt því. Til þess að geta svarað spurningum í því verklega verða þeir að hafa lok- ið námskeiðum í hinum ýmsu greinum, rennismíði .raflögnum, logsuðu o. s. frv. Til þess að öðl- ast ótakmörkuð réttindi þarf samtals 3 ár og 3 mán. skóla- göngu að auki. Eru prófin tekin stig af stigi hjá V.S. Coast Guard. Heyrst hefur það nú, að hálfur kassi af whisky hafi hjálpað sumum til með að fá þetta plagg. Tel ég það frekar fátítt, líklegra er að því sé haldið á loft af öfund þeirra, er ver gengur. Á skipi þessu, sem ég er á, eru yfirvélstjóri og 1. vélstjóri (lst. Assistant Engineer) amerískir og í amerísku fagfélagi. Þeir hafa sagt mér að þegar unnið er þetta 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.