Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 1
lomanna ILíiS , ^iár VIKINGUR Vb cfancli: Jarmanna ocj Hiá/iimannaAam/fand ^átandi Ritstjórar: Guðm. Jensson áb. og Örn Steinsson ------- XXVI. árgangur-------- 3. tbl. marz 1964 Öm Steinsson: SIGRI FAGNAÐ Efnisyfirlit Sigrl fagnað ..................... 43 Öm Steinsson Tryggingamál bátasjómanna ......... 44 G. Jensson Eimskipafélag íslands 50 ára ...... 45 Reynsla af notagildi gúmmibáta .. 48 Henry Hálfdansson Upphafsár véivæðingar í Vestm. .. 30 Um tæknimenntun .................. 52 Hallg. Jónsson • BrautrySjendur ................... 56 Geir Ólafsson Rifjuð upp liðin stund ........... 64 Guðm. H. Oddsson Eru gæzlumál Færeyinga í ólestri? 68 Landtaka á Siglufirði árið 1926 .... 73 Sigmar Benediktsson Nokkrar samþ. 21. þings F.F.S.Í. .. 76 Frívaktin o fl. Forsíðumyndin sýnir hina nýju fiskvciði- lögsögu við ísland. ^fómann aolaoio YÍKINGUR Útgefandl F. F. S. í. Rltstjórar: Guð- mimdur Jensson (áb.), Öm Steinsson. Ritnefnd: Guðm. H. Oddsson form., Þor- kell Sigurðsson, Henry Hálfdansson, Halldór Guðbjartsson, Pétur Sigurðsson, Egill Jóhannsson, Ak., Eyjólfur Gislason, Vestm., Hallgrímur Jónsson, Sigurjón Einarsson, Böðvar Stelnþórsson. Blaðið kemur út einu sinni i mánuði og kostar árgangurinn 200 kr. Ritstjórn og af- greiðsla er Bámgötu 11, Reykjavik. Ut- anáskrift: „Víkingur", Póisthólí 425, Reykjavík. Sími 1 56 53. — Prentað i ísafoldarprentsmiðju h.f. Miðvikudaginn 11. marz sl. kl. 12 á hádegi öðluðumst við fullan yfir- ráðarétt yfir 12 mílna fiskveiSilög- sögu hér við land. En þá gekk úr gildi umþóttunartímabil það, er Bret- ar áskyldu sér með þriggja ára samn- ingi árið 1961 til veiða á nokkrum stöðum milli 6 og 12 mílnanna, gegn því að hætta hemaðarbrölti sínu við íslenzku ströndina og viðurkenna 12 mílna fiskveiðilögsögu við ísland. Með þessu skrefi er stórum áfanga náð til varðveizlu dýrmætra uppeldis- stöðva fisksins. Allir landsmenn og þá ekki sízt sjómenn fagna þessum sigri. Það er von allra hugsandi manna, að með útfærslunni í 12 mílur megi fiskimagnið aukast svo hér, að efna- liag Islendinga verði ekki stefnt í voða. Enn verður ekki annað séð en sjávarútvegur verði aðalatvinnuvegur þjóðarinnar um ófyrirsjáanlegan tíma. Með útfærslunni í 12 mílur ætti einnig er fram líða stundir að vera tryggt, að fiskmagnið utan 12 míln- anna aukizt líka. Verkefni fiskifræðinga hljóta að verða allmikil, en nýting fiskveiðilög- sögunnar í þágu landsmanna verður að vera háð fyrirsögn og vísindaleg- um rannsóknum fiskifræðinganna. Fiskifræðingunum verður að skapa viðunandi vinnuskilyrði, svo að þeir geti ekki skotið sér á bak við afsak- anir, sem þær, að hafa ekki gefizt tími til að vinna úr einu eða öðm vísindagagni vegna ónógra vinnuskil- yrða. Á skapfestu fiskifræðinganna mun eiimig reyna, þegar þeim verður falið að ákveða hvar má nytja landlielgina og með hvaða veiðarfærum skal veiða hverju sinni. Með útfærslunni verðum við að sýna í verki, að við erum menn til að ráða yfir þessu dýrmæta hafsvæði og kunnum að nytja það án þess að stunda rányrkju. — 0 — Saga landhelgismálsins og baráttan fyrir því að mega færa út fiskveiði- lögsöguna er orðin æði gömul, og þar hafa margir mætir meim lagt liönd á plóginn. W Arum saman liefur á alþjóðavett- vangi af miklum dugnaði verið reynt að afla útfærslunni stuðnings er- lendra þjóða. Hefur þá lögfræðileg- mn rökum lærðustu manna verið beitt, svo og staðreyndum um þverrandi fiskisæld hér við land af ofveiði á grunnmiðum. Bretar, sem eru lægnir stjómmála- menn, fengu þó jafnan málinu eytt og hindruðu árum saman, að það yrði tekið fyrir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það kom því ekki alveg á óvart, þegar þeir sendu herskip til varnar togurum sínum, er út.færslan í 12 míl- ur var gerð í sept. 1958. Sú útfærsla virðist hafa valdið nokkrum stjómmálalegum sviptingum innanlands, og er það eina ósamlynd- ið í landhelgismálinu. VlKINGUR 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.