Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 17
Steingrímur Matthíasson. VÍKINGUR Snorri Jónasson. Ragnar Guðmundsson. af skólanum eða síðar að afloknu viðbótarnámi. 1. flokks prófs var krafist til að vera loftskeyta- maður á farþegaskipum og varð- skipum. Alls mun skóli þeirra félaga hafa útskrifað um 100 lof tskeytamenn. Vegna umfangsmikilla starfa lijá Landssíma íslands varð Frið- björn Aðalsteinsson að draga sig að mestu í hlé frá loftskeyta- skólanum 1929, en hann hafði meðan hann lifði mikil afskifti af málefnum loftskeytamanna, enda var starf hans á sviði fjar- skiftamála. Hann var mjög hlynntur málefnum stéttarinnar og hafði á þeim næman skilning. Kunnu loftskeytamenn vel að meta velvilja hans í þeirra garð. Hópmynd frá 25 ára afmæli loftskeytamanna. Frá vinstri: Dagbjartur Gíslason, Sveinbjörn Egilsson, Einar Vidalín, Karl Vilhjálmsson, Ingólfur Matthíasson, Maríus Helgason, Guðmundur Ástráðsson, Geir Ólafsson, Þorleifur Jónsson, Magnús Hannesson og Sigurjón Guðbergsson. Gústaf Kristjánsson. Urðu þeir félagar við þessum til- mælum og stofnuðu loftskeyta- skóla 1923, og var hann til húsa í Eimskipafélagshúsinu. Kennar- ar voru Friðbjörn Aðalsteinsson, sem jafnframt var skólastjóri, Ottó B. Arnar og Snorri B. Arn- ar. Nemendur voru um 20 og luku flestir prófi um sumarið 1923 og byrjuðu strax sem loft- skeytamenn á togurum. Þessi skóli starfaði þvínæst á ýmsum stöðum í bænum til 1936. Ottó Arnar var skólastjóri síðari hluta þessa tímabils. Kennslutíminn var yfirleitt 1. okt. til maí eða júní- loka, en frá 1931 til 1936 var tveggja vetra skóli. Landssími Islands tilnefndi prófdómendur og gaf út prófskírteini. Flestir nemendur tóku 2. flokks próf, því að yfirleitt var beðið eftir mönnum af skólanum til að fara á skipin, minnsta kosti fyrstu árin. Margir nemendur tóku þó 1. flokks próf, ýmist í framhaldi 69

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.