Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 7
síður en öðrum. Þá reyndust
gúmbátarnir ekki nógu sterkir
fyrir íslenzka veðráttu og það,
sem verra var: í ótalmörgum til-
fellum slitnuðu bátarnir í burtu
áður en nokkur maður komst í
þá. Á einu farþegaskipi, sem
strandaði á blindskeri langt frá
landi, slitnuðu bátarnir frá með
hásetana sem komnir voru í þá,
en yfirmennirnir og flestir far-
þegarnir höfðu engan gúmbát
eftir og hefði getað farið illa ef
skipið hefði ekki losnað frá sker-
inu á síðustu stundu.
Þetta, hvað bátarnir slitna oft
frá skipinu, hefur áreiðanlega
kostað mörg mannslíf. Þegar
brezku togararnir „Lorella“ og
„Roderigo“ fórust með allri á-
höfn í ofviðri við ísland 26. jan.
1954, fannst uppblásinn, en
mannlaus gúmbátur frá öðru
skipinu, sem sýnilega hafði slit-
nað frá því áður en nokkur komst
í hann. Þá hefur það komið fyrir
að íslenzkir sjómenn hafa fund-
izt látnir eftir skamman tíma á
floti í gúmbát og reyndist dánar-
orsökin vera drukknun, en bát-
urinn var fullur af sjó.
En þrátt fyrir allt þetta hafa
gúmbjörgunarbátarnir bjargað
fjölmörgum sjómönnum, sem
ómögulegt hefði verið að bjarga
með öðrum hætti, þegar skip
þeirra fórust snögglega. Þetta
varð m. a. til þess, að margir
skipstjórar og skipaeigendur
fengu svo mikla trú á gúmbátum,
að þeir vildu strax henda í land
þeim gömlu og góðu björgunar-
bátum sem fyrir voru, þar eð
þeir þóttu rúmfrekir og erfiðir
viðfangs og alls ekki sambæri-
legir til björgunar í bráðum slysa-
tilfellum. Við sem að slysavarna-
málum vinnum, vorum ekki eins
ánægðir með þá ráðstöfun, því
„gömlu“ björgunarbátarnir hafa
líka sína kosti og yfirburði í
öðrum tilfellum og þeir verða
ekki taldir, sem í þeim hafa
bjargazt, en það er önnur saga.
Niðurstaðan varð sú, að íslend-
ingar urðu fyrstir til að lögbjóða
gúmbáta á skipum til viðbótar
hinum áður lögboðnu lífbátum.
VÍKINGUR
Gúmmbáturinn
kominn á fulla
ferð, 8 sjómílna
hraða. Fullteygt
er á átakateygj-
unni.
Smærri fiskiskipum er veitt
undanþága frá því að hafa hina
venjulegu lífbáta, en þá þurfa
gúmbátarnir að vera minnst
tveir, sem hvor um sig rúmar
alla áhöfn.
Við íslendingar geymum þús-
und ára gamla merkilega frá-
sögn af þekktum íslenzkum far-
manni, sem var á heimleið árið
1003 frá Vínlandi hinu góða
(Massachusetts U.S.A.)' I miðju
hafi kom óstöðvandi leki að skip-
inu. Þeir höfðu með björgunar-
bát, en hann tók aðeins helming
áhafnarinnar. Þeir vörpuðu þá
hlutkesti um hverjir skyldu fara
í bátinn. Þeir, sem ekki var rúm
fyrir í björgunarbátnum, sukku
æðrulaust með skipinu, þar á
meðal skipstjórinn, en hann
hafði, enda þótt hans hlutur hefði
komið upp í hlutkestinu, látið sitt
rúm eftir handa ungum syni ná-
búa síns heima á íslandi. Litli
báturinn náði að lokum höfn á
Irlandi og þeir, sem á honum
voru, komust allir heim heilu og
höldnu. Þetta hefði ekki verið
mögulegt í gúmbát. Bounty’s
captain Bligh hefði heldur ekki,
784 árum síðar, siglt hina löngu
leið til frelsisins, ef hann hefði
verið settur í gúmbát. Þannig
hefur hver til síns ágætis nokk-
uð.
En gúmbátarnir eru vissulega
björgunartæki framtíðarinnar og
þá verðum við að endurbæta og
gera eins vel úr garði og unnt er.
Helztu kostir gúmbáta eru,
hvað lítið fer fyrir þeim, hve
fljótt er hægt að grípa til þeirra,
hvað þeir þola mikið hnjask og
hvað þeir veita mikið skjól þeim
skipbrotsmönnum, sem í þá kom-
ast.
Ókostir gúmbáta eru, hvað
þeir hafa litla endingu, hvað lítið
þarf útaf að bera til þess að
þeir verði ónothæfir, hvað þeir
fjúka undan vindi og sjó og að
ekki skuli vera hægt að ráða
landtöku eða róa þeim að drukkn-
andi mönnum, ef eitthvað er af
vindi. Þá hættir þeim mjög til
að hvolfa í stórsjó eða fyllast og
til að rétta þá, þurfa þeir, sem í
þeim eru, að fara úr bátnum út
í storm og vitlausan sjógang. Að
lokum hættir þeim mjög við að
slitna frá skipum áður en menn
komast í þá.
Á gúmbátum eins og þeir eru
nú, þarf því að gera ýmsar endur-
bætur. Leyfi ég mér að benda á
eftirfarandi, sem ég tel vera til
stóraukins öryggis:
1. Utbúa þarf bátana með stórum
aukakj ölfestupokum til að auka
stöðugleika þeirra, ef fáir eru
í bátnum. Sporöskj ulagaðir
bátar fara betur undir rek-
akkeri og það er auðveldara
að rétta þá við ef þeir hvolfa.
2. Nauðsynlegt er að festa betur
vistapakkana, t. d. með því að
hafa sérstaka lokaða „vista-
kjallara" í botni bátanna.
Væru pakkarnir þá ekki fyrir
Framh. á bls. 72.
49