Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 9
„Adolf“ 12 tonn. Smíðaður í Færeyj- um 1916. Björn Erlendsson, Þinghól, var fæddur í Engigarði í Mýr- dal 2. okt. 1889. Foreldrar: Er- lendur Björnsson og Ragnhild- ur Gísladóttir er þar bjuggu. Til Vestmannaeyja komBjörn fyrst 1912 og varð sjómaður á m.b. Höfrung með Stefáni Björnssyni í Skuld til 1915. Þá tók Björn við formennsku á Höfrung og var með hann í tvær vertíðir. Þá kaupir hann í félagi við aðra 12 lesta bát kant- settan sem Adolf hét, og var með hann til 3. marz 1918 að hann ferst með allri áhöfn aust- ur í Eyjum í ofsa suðaustan veðri. Þó að Björn væri ekki lengi formaður, var hann samt með aflahæstu formönnum þau ár, sem hann var formaður. Björn var harðfrískur maður að öllu sem hann gekk. Sigurður Gunnarsson. „Huginn“ 4.00 tonn. Smíðaður í Vest- mannaeyjum 1915. Sigurður Gunnarsson, Hólmi var fæddur að Hofshóli í Holt- um 18. sept. 1888. Foreldrar: Gunnar Andersson og Katrín Sigurðardóttir. Sigurður byrjaði sjóróðra við Landeyjarsand ung- ur. Síðar fór hann á Skútu frá Reykjavík, en 1908 fór Sigurð- ur alfarinn til Vestmannaeyja. Fyrstu árin var Sigurður við málarastörf, því að hann var málari að iðn. 1915 lét Sigurð- ur smíða 5 tonna bát sem Hug- inn hét og átti hann að vera dráttarbátur út og inn höfnina, því bæði millilandaskip og strand- ferðaskip lögðust þá á ytrihöfn. Við þennan starfa var Sigurður og var oft draslsamt. Jafnhliða stundaði Sigurður róðra aðal- lega handfæri og fiskaði oft mikið á bát þennan. Sigurður fór inn um Hólsós á þessum bát, og er það fyrsti bátur, sem þar fór inn, það var 1916. Sig- urði var margt til lista lagfc. Hann var smiður á tré ogjárn, málari og prýðilega greindur maður og hraustmenni. Sigurð- ur drukknaði í Vestmannaeyja- höfn 16. jan. 1917. „Hansína“ 11.53 tonn. Smíðuð í Vest- mannaeyjum 1916. Eyjólfur Gíslason, Bessastöð- um er fæddur á Búastöðum í Vestmannaeyjum, 22. maí 1897. Foreldrar: Gísli Eyjólfsson og Guðrún Magnúsdóttir er þar bjuggu. Eyjólfur byrjaði ungur sjómennsku á opnum bát og síðar á mótorbát. Formennsku byrjar Eyjólfur 1923 á Hansínu og hefur formennsku á henni til vertíðarloka 1929. Eftir það er Eyjólfur með eftirtalda báta: Atlantis, Emmu I, Emmu II, Glað, Hellisey, Hilmir, Blátind og ísleif allt til ársins 1962 eða 41 vertíð. Eyjólfur hefur verið heppnisformaður sína löngu for- mannstíð bæði stjórnsamur og fiskimaður í bezta lagi. -x VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.