Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 10
Á umliðnum árum hafa framá-
menn Vélstjórafélags Islands
unnið all mikið að því að leysa
þann hnút, sem undirbúnings-
menntun vélstjóra hefir verið í
um árabil, en því miður næsta
lítið orðið ágengt. Með auknum
vélakosti þjóðarinnar bæði til
sjós og lands, sem allar meiri-
háttar framkvæmdir byggjast á,
hefir það komið æ betur í ljós
hve vöntun á góðum vélstjórum
og vélgæzlumönnum er tilfinnan-
leg. Er slíkt heldur ekki að
undra eins og allt er í pottinn
búið.
Það virðist sem ráðamenn
þjóðarinnar í fræðslumálum
Hallgrímur Jónsson.
stofnaður til þess fyrst og
fremst að sjá vélskipaflotanum
fyrir tæknimenntuðum mönnum,
og gekk það all vel um skeið.
En nú um 2 til 3 áratugi hafa
orkuver og iðnaðarstöðvar í
landi dregið til sín verulegan
hluta þeirra manna, sem frá
skólanum koma. Olíufélögin og
jafnvel innflytjendur véla hafa
og sótzt eftir þeim. — Þá hafa
orkuver herstöðvanna fengið
ekki allfáa. Enda munu nú ekki
nema rúmlega % af starfandi
ísl. vélstjórum vera til sjós.
Það er nú þörf fyrir meira
en tvöfalda þá tölu, sem vél-
skólinn útskrifar árlega. — Og
»1
HALLGRÍMUR JÓNSSON:
UM TÆKNIMENNTUN
telji sér þessi mál með öllu ó-
viðkomandi. Hér sé um verk-
lega kennslu, handverk að ræða,
en sú fræðsla sé og eigi að
vera í höndum iðnmeistara í
hinum ýmsu iðngreinum, og eft-
ir þeim reglum sem gilt hafa
um nokkuð mörg hundruð ár
úti í löndum. Rétt er, að þann-
ig hefir þetta einnig verið hér.
Hitt er jafn víst, að nú er svo
komið á okkar landi, að þetta
fyrirkomulag um menntun ung-
menna á tæknisviðinu er al-
sendis óviðunandi, og er fyrir
löngu orðin sá dragbítur á und-
irbúningi drengja undir vélskól-
ann, að nýsveinum fækkar nú
þar í stað þess að fjölga, eins
og í öllum öðrum skólum í land-
inu.
Og ekki er ástæða til að fæl-
ast vélskólann. Hann er ekki
erfiðari en tilsvarandi skólar í
nágrannalöndunum, enda snið-
inn eftir þeim í aðalatriðum.
Skólinn er nú í glæsilegu eigin
húsnæði og hefir ágætt kenn-
aralið. Hefir verið kostað kapps
um að búa skólann góðum
kennslutækjum einkum til verk-
legra æfinga. Hefir núverandi
skólastjóri haft hér forgöngu
um og orðið mikið ágengt. En
skólann vantar nemendur. Er
slíkt raunasaga nú á vélaöld, og
vitað er að fátt er jafn freist-
andi og lokkandi fyrir ungling-
ana eins og að fást við vélar,
og ekki eru slík störf síður
þroskandi en hver önnur.
En vélgæzla er öðrum þræði
handverk, og það verða menn
að læra á undan eða jafnhliða
skólanáminu. Hliðstætt því að
menn verða að kynnast og læra
sjómennsku áður en þeir læra
sjómannafræði.
Hér er það sem gamlar ogað
verulegu leyti úreltar náms-
venjur í landinu standa eins og
draugar í hliðinu fyrir þeim er í
alvöru vilja leggja inn á tækni-
nám. Og á ég þar við vélvirkj-
un og vélgæzlu. En eins og
stendur er tilfinnanlegur skort-
ur á slíkum mönnum bæði á
skipunum og í orku og iðjuver-
um landsins.
Vélskólinn var á sínum tíma
manni verður á að spyrja, hvar
endar þetta? Skipunum fjölgar
og vélar þeirra verða sífellt
fjölbreyttari, fíngerðari oghrað-
gengari, það er krafa tímans,
en um leið verða þær vandmeð-
farnari og oftast dýrari í við-
haldi. Þetta er- myndin af á-
standinu nú í vélskipaflotanum
íslenzka. Undanþágum frá námi
og nauðsynlegri þjálfun í starf-
inu er að sjálfsögðu beitt. Og
mun svo komið að á sumum
togurum mun vera aðeins einn
vélstjóri með réttindum, sem
kallað er, og suma túrana jafn-
vel enginn.
En hvað segja nú skipaeig-
endur og útvegsmenn um þetta?
Er þeim alveg sama um, hvaða
mönnum þeir fá í hendur vélar
sínar, sem þeir hafa borgað
dýru verði, stundum milljónum
króna. Það er vitað að aðalor-
sökin til þessarar vöntunar er
sú, að piltar hafa ekki undan-
farin 30 ár komizt í iðnnám
nema með hálfgerðum afarkost-
um. Nú í seinni tíð naumast
yngri en 17-18 ára gamlir. Um
VÍKINGUR
«
52