Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 15
Fyrsti íslendingurinn sem lær- ði loftskeytafræði var Vilhjálmur Finsen, síðar ritstjóri og sendi- herra. Hann lærði hjá Marconi- félaginu í London, og starfaði á vegum þess 1907—1913, oftast sem loftskeytamaður á skipum eða í landi. Fyrstu íslenzku skipin, sem búin voru loftskeytatækj um voru s/s. Goðafoss og s/s. Gullfoss, var það árið 1915. Goðafoss hafði kallmerkið OZS og Gullfoss OZU. Þeir skipstjórarnir Júlíus T. Júl- ínusson á Goðafossi og Sigurður Pétursson á Gullfossi höfðu tekið 2. flokks loftskeytapróf frá dön- skum skóla og starfræktu loft- skeytastöðvar skipanna til að byrja með. Þegar þessi skip hófu siglingar til Ameríku skömmu síðar, giltu þau lög þar í landi, að farþegaskip fengu ekki að fara úr höfn þar, nema að vera búin loftskeytatækjum og tveimur loftskeytamönnum um borð, og minnsta kosti öðrum með 1. flokks prófi. Voru þá ráðnir danskir loftskeytamenn á skipin með 1. flokks prófi, en skipstjórarnir gengdu annars loftskeytamanns- starfinu, þegar sérstakir loft- skeytamenn fengust ekki, en m. a. munu þeir Friðbjörn Aðal- steinsson og Ottó B. Arnar hafa farið sína ferðina hvor sem loft- skeytamenn á Gullfossi og Goða- Friðbjörn Aðalsteinsson, fyrsti stöðv- arstjóri Loftskeytastöðvarinnar. VÍKINGUR Fullkomin loftskeytastöð hér á landi hóf starfsemi sína 17. júní 1918 á Mel- unum í Reykjavík. fossi um þessar mundir til Am- eríku. Garðar Guðmundsson, fyrsti form. F.Í.L. tók 1. flokks loft- skeytapróf í Danmörku árið 1916, en réðst árið eftir loftskeytamað- ur á Gullfoss og starfaði þar til ársins 1927, en hann andaðist skömmu síðar. Árið 1916 gerðu íslenzk stjórn- arvöld samning við Marconifél- agið í London að koma upp loft- skeytastöð í Reykjavík. Var henni valinn staður á Melunum utanvert við bæinn. Það var ekki fyrr en 17. júní 1918 að stöðin var opnuð og fékk kallmerkið OXR. Það kallmerki hafði stöðin til síðari hluta ársins 1919, en fékk þá fyrst íslenzka kallmerkið TFA, og undir því nafni er hún þekktust meðal loftskeytamanna og sjómanna. Stöðvarstjóri var ráðinn Frið- björn Aðalsteinsson, síðar skrif- stofustjóri Landssíma íslands. Hann varð símritari á Seyðis- firði 1906, vann þar í nokkur ár og starfaði síðar sem símritari í Reykjavík. Áður en hann varð loftskeytastöðvarstj óri kynnti hann sér rekstur slíkra stöðva erlendis og vann m. a. 1 ár á Bergen Radíó í Noregi. Fyrst var Friðbjörn eini loftskeytamaður stöðvarinnar, og var hún aðeins opin hluta úr sólarhringnum. Aðalverkefnið var að taka á móti fréttaskeytum frá útlöndum og hafa samband við hin fáu skip við íslandsstrendur, sem búin voru loftskeytatækjum, t. d. Gull- foss, dönsku varðskipin og nokkra franska togara. Vorið 1919 byrjuðu þeir Hall- grímur Matthíasson, nú stöðvar- stjóri TFA og Snorri B. Arnar nú kaupm. að vinna á loftskeyta- stöðinni, og árið eftir bættist Guðmundur Sigmundsson við. Þeir höfðu allir 1. flokks loft- skeytapróf frá Landssíma ís- lands. Snorri og Hallgrímur tóku próf 1919, en Guðmundur 1920. Guðmundur Jóhannesson, nú inn- heimtugjaldkeri Landssíma Is- lands tók einnig 1. flokks próf 1919. Hann varð þá strax stöð- varstj óri loftskeytastöðvarinnar í Flatey á Breiðafirði, en fyrsta kallmerki hennar var OXZ, en síðar fékk hún kallmerkið TFB. Árið 1920 voru loftskeytamenn TFA, orðnir 3 auk stöðvarstjóra. Voru þá teknar upp fastar vaktir allan sólarhringinn og viðskiftin við stöðina fóru ört vaxandi. Árið 1920 lauk Valdimar Ein- arsson, nú umsjónarmaður tal- sambandsins við útlönd 1. flokks prófi frá loftskeytaskóla í Kaup- Otto B. Arnar, fyrsti kennarinn við Loftskeytaskólann og skólastjóri um árabil. 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.