Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 16
mannahöfn og réðst þá strax loft-
skeytamaður á s/s. Sterling og
ári síðar á s/s. Goðafoss, sem þá
var nýtt skip. 1921 lauk Eyjólfur
Eðvaldsson 1. flokks prófi frá
sama skóla og réðst strax á s/s.
Sterling þegar Valdimar hætti
þar. Eyjólfur starfaði á skipum
Skipaútgerðar ríkisins og Eim-
skipafélags íslands, þar til hann
fórst með s/s. Goðafossi 1944.
Loftskeytatæki voru sett í
björgunarskipið Þór árið 1921
og var Ottó Ólafsson fyrst loft-
skeytamaður þar. Hann lærði
utanskóla og tók l.flokksprófhjá
Landssíma íslands. Ottó starf-
aði lengi sem loftskeytamaður á
Lagarfossi og varðskipinu Óðni
og fleiri skipum, en er nú fulltrúi
hjá Innkaupastofnun stórkaup-
manna. Valdimar Bjarnason varð
fyrst loftskeytamaður á s/s. Lag-
arfossi 1922 og starfaði þar til
dauðadags 1924. Hann lærði aðal-
lega utanskóla og tók 1. flokks
próf hjá Landssíma Islands.
Fyrsti íslenzki togarinn sem
fékk loftskeytatæki var Egill
Skallagrímsson, næstur var
Skallagrímur og nokkru síðar
Þórólfur, allir eign Kveldúlfs hf.
Starfrækslu loftskeytastöðvar-
innar á Agli annaðist skipstjór-
inn Jónas Jónasson, en á Skalla-
grími stýrimaðurinn Snæbj örn
Stefánsson, síðar skipstjóri. Þeir
höfðu báðir 2. flokks loftskeyta-
próf frá fyrsta loftskeytaskól-
anum, sem Landssími íslands
hélt, eins og síðar verður getið
um. Var nú almennt farið að
setja loftskeytatæki í flest far-
þegaskip, flutningaskip og tog-
ara, strax eða skömmu eftir að
skipin komu til landsins.
1. febrúar 1918 stofnaði Lands-
sími íslands loftskeytaskóla, en
landssímastjóri var þá Olav For-
berg. Kennarar voru Ottó B.
Arnar og Friðbjörn Aðalsteins-
son, sem jafnframt var skóla-
stjóri. Kennt var undir 2. flokks
próf samkvæmt alþjóðalögum
um það efni. Kennsla fór fram
í hinum nýju húsakynnum loft-
skeytastöðvarinnar á Melunum
og var kennt 6. klst. á dag. 14
umsóknir bárust um skólavist,
en vegna húsnæðisskorts var að-
eins hægt að taka 8 nemendur
í skólann. Nokkrir skipstjórar og
stýrimenn sóttu um skólavist og
voru þeir látnir ganga fyrir.
Eftirtaldir menn luku prófi af
þessum skóla: Guðmundur Jóns-
son, Hafsteinn Bergþórsson, Jóel
Jónsson, Jón Otti Jónsson, Jónas
Jónasson og Snæbjörn Stefáns-
son. Allir þessir menn urðu síðar
landskunnir togaraskipstjórar.
Sama ár var fyrsti Símritara-
skólinn stofnaður af Landssíma
Islands. Aðalkennarar voru þeir
sömu og við Loftskeytaskólann,
en auk þess kenndi Adólf Guð-
mundsson, síðar loftskeytamaður,
frönsku. Nemendur voru: Snorri
B. Arnar, Gunnar Baclmiann,
Sigurður Dalmann, Kristinn Guð-
brandsson og Guðmundur Jón-
mundsson síðar loftskeytamaður.
Jafnframt var samtímis hald-
inn loftskeytaskóli til 1. flokks
loftskeytaprófs. Nemendur voru
5, þeir: Hallgrímur Matthíasson,
Guðmundur Jóhannesson, Guðjón
Mýrdal, Valdimar Bjarnason og
danskur stýrimaður af björgun-
arskipinu Geir. Þeir Hallgrímur
og Guðmundur luku 1. flokks loft-
skeytaprófi árið eftir, en aðrir
nemendur hættu á miðjum skóla-
tíma og tóku sumir þeirra próf
utanskóla síðar. Snorri B. Arnar
tók 1. flokks loftskeytapróf frá
Símritaraskólanum 1919.
Frá árinu 1919 og næstu ár
þar á eftir eignuðust íslenzkir
útgerðarmenn marga stóra og
nýja togara, og höfðu þeir áhuga
á að láta búa þá loftskeytatæk-
jum, en loftskeytamenn vantaði.
Landssími íslands hafði þá ekki
áhuga á að starfrækja loftskeyta-
skóla á sínum vegum, en lands-
símastjóri mun hafa hvatt þá
Ottó B. Arnar loftskeytafræðing
og Friðbjöm Aðalsteinsson loft-
skeytastöðvarstjóra til að stofna
til slíks skóla fyrir eiginreikning.
Hér birtast myndir af hinum sjö stofnendum FlL, sem á lífi eru.
Jón Matthíasson.
Einar Bjarnason.
Pétur Brandsson
VÍKINGUR
58