Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 11
Lauritzensfélagið danska hefur komið sér upp fögrum skóla við Svendborgarsund. í þessum skóla fá verðandi skipstjórnarmenn, vélstjóraefni og brytaefni sina fyrstu þjálfun og kynningu af væntanlegum störfum um borð í skipunum. skeið var tala þeirra á verk- stæðum miðuð við sveinafjölda, o.s. frv. Ég minnist ekld að hafa heyrt nokkurt alvarlegt kvak frá skiyaeigendum til Alþingis eSa yfirleitt til raðamanna þjóS- annnar um, að á þessu sviði þyrfti að horfa framá við. — Víkja til hliðar úreltum upp- eldisvenjum og setja aðrar sem falla betur að þeim aðstæðum, sem nú eru fyrir hendi. Til þess að takast mætti að sjá vélskipa- flotanum fyrir tæknilega þjálf- uðu starfsliði eins og honum er full þörf á. Hins vegar hafa ekki skort úrtölur. Og margir fleygar hafa komið fram á Al- þingi í lögin um vélgæzlu. Yfir- leitt þess efnis að rýra eða draga úr fræðilegri og verk- legri þjálfun vélstjóraefna. Allt VÍKINGUR að sjálfsögðu í þeirri góðu trú, að öllu yrði eins vel borgið á fleytunum þeirra fyrir því, — og ef til vill eitthvað kostnað- arminna. Ég minnist á útvegs- menn í þessu sambandi af því að þeir eiga hagsmuna að gæta, og véltæknin er undirstöðuat- riði útvegsins. Það er vitað að á Norðurlöndum hafa skipaeigend- ur, ekki sízt þeir framsýnustu, hafið samvinnu við góðar vél- smiðjur til þess að geta haft hönd í bagga með hinu verk- lega námi vélstjóraefna. Fyrst og fremst til þess að sjá um að námið sé í lagi. Og í annan stað til þess að reyna að tryggj a sér efnilega menn til starfa að námi loknu. Á öllum sviðum er nú talið nauðsynlegt að auka fræðilega og verklega þjálfun unga fólks- ins, það er krafa tímans og öld hraðans. Lítum til flugfélag- anna, þau eru nýjustu atvinnu- fyrirtækin hér. Mér skilst að þau hafi að talsverðu leyti hönd í bagga með námi og þjálfun starfsmanna sinna. Og að þar sé ekki sótzt eftir undanþágu- mönnum fram yfir aðra. Það var augljóst að stríðinu loknu, að hér mundi koma fjör- kippur í útgerð vélskipa af ýmsu tagi, enda stóð Alþingi fyrir framkvæmdum. Árið 1946 sendi Vélstjórafélag íslands full- trúum ríkisstjórnarinnar vel rökstuddar tillögur um breytta námstilhögun vélstjóraefna. Á það var bent að það væri léleg vinnuhagræðing að halda þrosk- uðum unglingum í 4 ár við nám, 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.