Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 2
G. Jetisson:
Tryggingamál bátasjómanna
„Lífig er saltfiskur," sagSi skáldið
og voru það talin táknræn orð í þá
tíð. Mætti kannske heita í dag „Lif-
ið er freðfiskur."
Staðgreiðsla á daglegum nauSþurf-
um hefir, frá biturri reynslu afla-
leysisára, sérstaklega síldarleysissumr-
anna kennt, — eða ætti að hafa veitt
a.m.k. hinum eldri sjómönnum nokkra
reynslu á því livað þaS þýSir aS
koma heim með ríran lilut og lítið í
vösum, og voru þá oftast jafn fátæk-
ir, útgerðarmaSurinn og sjómaSurinn.
Eftir öllum sólarmerkjum aS dæma
ættu slík fyrirbrigði að hejTa fortíð-
inni til. Hlutatryggingin er þar af-
komuöryggi fjölskyldunnar.
Aflamagn síSustu missera hefir
vissulega fært flestum bátasjómönnum
lunbun erfiSis þoirra, en eins og flest-
um þeim, er til þeirra liluta þekkja,
nnmu þeir án efa liafa þurft að
leggja ósvikna vinnu af mörkum, ó-
bundna livíld eSa svefni. Kem ég þá
að meginmerg minnar greinar: Trygg-
ingarmálum bátasjómarma.
Ef litið er um öxl í sögu íslenzkrar
sjómannastéttar í tryggingarmálum
mætti til fróðleiks geta þess, aS í
fyni lieimsstyrjöld var samiS um 20
þúsund króna líf- og örorkutryggingu
til handa yfirmönnum, á þeim fáu ís-
lenzku skipum, sem þá voru komin til
þess að færa landsmönnum lífsnauS-
synjar sínar og koma afurðum þeirra
í hendur erlendra kaupenda. — Arið
1930 sömdu yfirmenn farskipa um
átján þúsund króna líf- og örorku-
tryggingu. Hélst sú trygging fram til
ársins 1940, en þá tóku stríSstrygg-
ingamar við — en fóm þó ekki
liærra en upp í 42 þúsund! Skal nú
fariS fljótt yfir sögu í þetta sinn.
MeS samningnum 4. sept. 1958 voru
yfirmönnum á togurum tryggðar 200
þúsund króna líf- og örorkutrygging.
Þetta kostaði vissulega afslátt á fasta-
kaupi þeirra — en hver skyldi sjá
•ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
Ég er þó þeirrar skoSunar aS
nauðsynlcgt var aS færa fiskveiðilög-
söguna út árið 1958 og láta kylfu
ráða kasti meS þaS hvað Bretar
gerSu. Hemaðarbrölt þeirra hér er
sorgarsaga, sem við munum lengi
minnast. Og ekki er það Bretum aS
þakka, aS verr Iilautzt ekki af en
varð.
Ákveðni íslendinga aS fá full yfir-
ráð yfir 12 mílna fiskveiSilögsögu
flýtti fyrir því, að tvær ráSstefnur
fiskveiðiþjóða vom haldnar til að
reyna aS ná samkomulagi um á-
kveðna fiskveiSilögsögu.
Samkomulag tókst ekki, þótt meiri-
hlutinn væri með 12 mílunum. Þetta
olli þó sinnaskiptum Breta og knúði
þá til aS láta af mótþróa sínum. I
dag gera meira að segja brezkir fiski-
menn háværar kröfur um 12 mílna
fiskveiöilögsögu umliverfis Bretlands-
eyjar.
Stefnt er aS frekari útfærslu- fisk-
veiöilandhelginnar og er þá land-
grunnið haft í huga. Landgrannið er
þó þaö stórt svæði, nær sumsstaSar
allt aS 60 mílur út, að tæpast verður
lagt undir okkur nema með algjöru
samkomulagi á alþjóSavettvangi.
Annað ber einnig aS hafa í huga,
að fiskveiðitækni fleygir nú svo fram
meS alls konar elektroniskum tækjum,
að vandi verSur lítill aö klófesta fisk-
inn ýmist áður en liann gengur á
hrygningarstöðvarnar eSa eftir aS
hann kemur af þeim.
Ekkert getur þá betur bjargaS en
alþjóðleg samvinna og góðvild um
nýtingu og vemdun fiskimiðanna.
— O —
Um leiS og við gleðjumst á góSri
stundu yfir unnum sigri, þökkum við
þeim mörgu ágætu mönnum, sem unn-
iS hafa að útfærzlu fiskveiðilögsög-
unnar.
Ö.S.
eftir því nú? Á miðju sumri 1959
fengu svo undirmenn á togurum þessa
tryggingu án samningsuppsagnar.
MeS samningnum 14. febrúar 1961
var þýðingarmiklum áfanga náS í
tryggingarmálum bátasjómanna, fékkst
þá 200 þúsund króna líf- og örorku-
trygging fyrir sambandsfélaga PFSÍ
á fiskibátum.
Þessi mikilvægu hlunnindi til handa
bátasjómönnum náðust ekki átaka-
laust. Verkfall stóð í nokkra daga í
verstöðvum viS Faxaflóa og voru viS-
komandi sambandsfélög F.F.S.Í. á-
kveðin í því aS knýja fram þessac
tryggingar. Það tókst — en þær voru
keyptar með afslætti á liluta af fasta-
kaupi skipstjómarmanna.
Þetta olli — þótt ótrúlegt meigi
virðast, allmiklum deilum innan vé-
banda einstakra sambandsfélaga og
vora áliöld um livort samningamir
yrðu samþykktir. Gifta réS þó úr-
slitum í því efni. Nú er málum þann-
ig komið aö allir íslenzkir sjómenn
eru aðnjótandi, eklci aðeins líf- og ör-
orkutrygginga, heldur og einnig líf-
eyrissjóða með þeim þýSingarmiklu
hlunnindum, sem þeir veita, aS und-
anteknum bátasjómönnum, hvað líf-
eyrissjóði snertir. Næsti áfanginn
verður að tryggja þeim aöild að líf-
eyrissjóðum.
ÞaS kann aS taka nokkum tíma
að koma þeim málum á rekspöl, og
er sorglegt til þess að vita, aS of
margir af framámönnum í hópi báta-
sjómanna hafa takmarkaðan skilning
á hversu geysi þýðingarmikið hags-
munamál og öryggismál er hér um aS
ræða fyrir bátasjómenn og aðstand-
endur þeirra.
ÞaS eru ekki ýkjamörg ár frá því
að menn hristu vantrúaðir höfuðið
þegar lífeyrissjóSur togarasjómanna
var á döfinni. Þeir gera þaS ekki
lengui'.
Góðir bátasjómenn! ReisiS höfuðin
og hrindið þessu velferðarmáli ykkar
í framkvæmd. Látið ekki skutinn eft-
ir liggja — en krefjist þess jafn-
framt aS ykkar fyrirsvarsmcnn sofni
ekki á verðinum.
&
44
— O —
VÍKINGUR