Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 14
Reykjavík. ^ London. GEIR ÓLAFSSON: BRAUTRYÐJENDUR í sambandi við 40 ára afmæli Félags ísl. loftskeytamanna verð- ur hér í stuttu máli rifjuð upp tildrög þess að loftskeytamanna- stétt varð til. Getið nokkurra fyrstu íslenzkra loftskeytamanna, einnig þeirra brautryðjenda, sem frumkvæði áttu í því, að hefjast handa um sérmenntun þeirra. Loftskeytamannsstarfið er til- tölulega ung starfsgrein, enda var það ekki fyrr en árið 1896, að Marconi tókst að senda loft- skeyti stutta vegalengd. Árið 1901 var fyrsta loftskeytið sent milli Evrópu og Ameríku og 1903 var komið á föstu loftskeytasam- bandi milli þessara heimsálfa. Skömmu síðar komst skriður á að setja upp loftskeytastöðvar í landi, aðallega til að senda fréttaskeyti, veðurskeyti, almenn skeyti og fl. milli landshluta, landa og lieimsálfa. Jafnframt var farið að setja loftskeytastöð- var í hin stóru farþcgaskip, sem sigidu milli Evrópu og Ameríku og stór flutningaskip í úthafssigl- ingum. Einnig voru settar upp strandastöðvar í Evrópu og Am- eríku, loftskeytastöðvar til að hafa samband við skip á hafi úti. Myndaðist nú þörf fyrir loft- skeytamenn til að starfa á landi Hallgrímur Matthíasson, núverandi stöðvarstjóri T F A og á skipum og loftskeytaskólar voru stofnaðir. Þróunin var ekki mjög ör fram að heimsstyrjöldinni 1914-1918, en meðan á henni stóð tók radió- tæknin miklum framförum, og var mjög notuð í þágu hernaðar. Að styrjöldinni lokinni fór það mjög í vöxt, að minni farþega- skip og flutningaskip og stærri fiskiskip — togarar — væru búin loftskeytatækjum, þannig var það einnig hér á landi, eftir því sem skipastóll landsmanna jókst. Sumarið 1905 var á vegum Marconifélagsins í London gerð tilraun til að taka á móti loft- skeytum hér á landi. Sett var upp loftskeytamóttökustöð á Rauðar- ártúninu í Reykjavík, og tekið á móti fréttaskeytum frá Bretlandi með góðum árangri. Um þessar mundir var háð hörð deila um, hvort komið skyldi á loftskeyta- eða ritsímasambandi milli Is- lands og útlanda og staða innan- lands. Þeirri deilu lauk með sigri þeirra, sem beittu sér fyrir rit- símanum. 56 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.