Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 8
Upphafsár vélvæðingar í Vestmannaeyjum
Jón Ólafsson.
Haraldur Ólafsson.
Valdimar Árnason.
„Hjalti" 7.80 tonn. Smíðaður í Dan-
mörku 1914.
Jón Ólafsson, Hólmi var fædd-
ur að Skarðshlíð undir Eyja-
fjöllum 7. marz 1892. Foreldr-
ar: Ólafur Jónsson bóndi þarog
Anna Skæringsdóttir. Jón ólst
upp hjá foreldrum sínum. Hann
fluttist til Vestmannaeyja 1910
og byrjaði sjómennsku á vél-
bátum. 1915 kaupir Jón m/b
Hjalta og var formaður með
hann til ársloka 1919. Þá kaup-
ir hann Ófeig og er með hann
til ársloka 1934. Eftir það hætti
Jón formennsku og stjórnaði
síðan útgerð sinni, sem var all
umfangsmikil. Jón var mesti
stanzmaður, heppinn formaður
og stjórnsamur á allan hátt.
-K
Haraldur Ólafsson, Staðarfelli
var fæddur í Breiðuvík í Rauða-
sandshreppi 29. apríl 1893. For-
eldrar: Ólafur Ólafsson og Sig-
riður Traustadóttir. Föður sinn
missti Haraldur þegar hann var
tveggja ára gamall og ólst upp
með móður sinni í Breiðuvík. Á
unga aldri byrjaði Haraldursjó-
mennsku fyrir Vesturlandi og
varð fljótlega formaður
lengst fyrir Ólaf Jóhannesson á
Patreksfirði í fjölda ára. Á ver-
tíð fór Haraldur fyrst til Vest-
mannaeyja 1913 og er þá há-
seti á Portlandi, en aðeins þá
vertíð. Árið 1925 fer hann
aftur og er þá háseti á
Guðrúnu hjá Stefáni Ing-
varssyni og þá vertíð ræðst
Framh. á bls. 75.
Valdimar Árnason, Vallamesi
var fæddur að Borgum í Norð-
firði 13. júlí 1885. Foreldrar:
Árni Finnbogason og konahans
Guðlaug Torfadóttir. Valdimar
ólst upp hjá foreldrum sínum og
byrjaði ungur sjóróðra á opn-
um bát með föður sínum. Þeg-
ar mótorbátamir komu til
Norðfjarðar varð Valdimar
annar sá fyrsti vélamaður á
Norðfirði, hinn varMagnúsHá-
varðsson. Valdimar var fyrstu
árin vélamaður og svo formað-
ur fyrir föður sinn með mótor-
bát, sem Óskar hét. Síðan tekur
hann við formennsku á m/b
Gönguhrólfi og er með hann í
mörg sumur og er þá jafnan
2.—3. bátur yfir fjörðinn með
Framh. á bls. 76
VÍKINGUR
50