Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 20
„Það kom dálítið einkennilegt
fyrir mig“, sagði unga frúin við
rinkonu sína.
„Nú hvað var það?“
„Ég keypti reykt laxstykki og lét
pað í gluggakistuna. Morguninn
eftir var það horfið, en um kvöldið
lá það aftur á sínum stað“.
„Drottinn minn, er draugagangur
heima hjá þér? spurði vinkonan
óttaslegin.
„Já, næsta morgun var Iaxinn
aftur horfinn og kom ekki aftur fyrr
en um kvöldið".
„Þetta yfirgengur minn skilning“,
hrópaði vinkonan.
„Og minn líka, þangað til ég upp-
götvaði að hann hafði krækzt I
rúllugardínuna".
*
— Hvernig stendur á því að þú
kyssir vinnukonuna fyrsta daginn
sem hún er hér?
— Veit ég hve lengi hún verður
hér?
*
Öruggasta leiðin til að lækna
sár, er að fyrirgefa þeim, sem veitti
það. _ fö ;í|
Þessi er danskur!
„Þetta gengur ekki lengur“ hreytti
frú Pedersen út úr sér. „Þegar ég
hugsa um öll þau skiptin, sem þú
hefir verið mér ótrúr, þá.....,Já“,
greip maðurinn fram í, „þá ættirðu
að hugleiða þau mörgu skipti, sem
ég hefi verið þér trúr“.
»
„Hvers vegna skilaðir þú ekki
þúsundkróna seðlinum, sem þú
fannst?“ spurði dómarinn.
„Hann var falskur“.
„Hvernig vissirðu það?“
„Ég reyndi að fá honum skipt“.
Frívaktin
Hann tók kunningja sinn afsíðis
og bauð honum „einn lítinn".
— Þetta er skjólgóður metall,
sagði kunninginn og smjattaði.
— Jú, ekki sem verstur, svaraði
hinn. — Það eru venjulega þrjú
slagsmál á líterinn!
„Ég held bara að þér séuð sheik“,
sagði daman. — „Þér sláið mér gull-
hamra fröken“. — „Alls ekki, þér
reykið arabiskar sígarettur og dans-
ið eins og kameldýr“.
*
Kennarinn var að prófa stærð-
fræðigetu nemandans: Nefndu tölu,
sagði hann. — 53, — kennarinn
skrifaði töluna 35. Nefnið aðra
tölu. Nemandinn valdi töluna 72,
kennarinn skrifaði 27. — Eina tölu
ennþá, hrópaði kennarinn. — Skrif-
aðu töluna 44, sagði hann, þá get-
urðu ekki haft hausavíxl á tölunum.
*
Það versta er, að því meira sem
maður þarf að hreyfa sig heilsunnar
vegna, er maður ófærari um það.
*
Sá, sem ekki kann að fyrirgefa,
hefur brotið þá brú, sem hann ein-
hverntíma sjálfur mun þurfa að
ganga.
*
Það er vísindalega sannað, að
hlutfallið milli kroppþyngdar einnar
tegundar býflugu er slíkt að hún
getur ekki flogið.
— En býflugan veit ekkert um
þetta, — þessvegna flýgur hún!
*
— Frúin er ekki heima, hún
baðar, sagði vinnukonan við sölu-
manninn. — Ég er þrælsyndur,
svaraði sölumaðurinn. — Hvar er
frúin ?
*
— Ég vil strax fá mynd af barni-
nu okkar, svo ég geti haft hana í
veskinu mínu, sagði ungi faðirinn
við konu sína.
— Það er ekki nema eðlilegt,
sagði konan, en þú hefur aldrei
haft mynd af mér þar.
— Já, en þú ert svo oft þar.
VÍKINGUR
62