Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 23
1936 sendi félagið frá sér til
Vitamálastjóra og Alþingis,
raunhæfar tillögur og ýtarlega
greinargerð um umbætur á vita-
kerfi landsins og nýbyggingu
vita víðsvegar á landinu.
Varðandi síldarútveginn hafa
komið frá félaginu margvíslegar
tilllögur, þó að á sínum tíma
hafi sérstaklega verið lagður
þungi á, að sjálfvirkum lönd-
unartækjum yrði komið upp, við
Síldarverksmiðjur ríkisins, en
til gamans get ég greint frá
því, að menn þeir er með þessi
mál fóru af okkar hendi, kom-
ust að þeirri niðurstöðu, að
einn skipverji, sem þátt tók í
löndun á 1000 málum síldar,
þurfti að jafnaði að ganga á
meðan á lönduninni stóð, þetta
frá 10 til 12 stundir, sömu
vegalengd og frá Reykjavík til
Þingvalla, og draga á eftir sér
helming leiðarinnar fullan vagn
er vó 350 kíló, og annan helm-
ing leiðarinnar tóman vagn er
vó 115 kíló. Þetta hefir nú
verið bætt til muna.
Fyrir hálfu öðru ári tók fé-
lagið að hafa opna skrifstofu
fyrir meðlimi sína, en í vor
fluttist það í húsakynni F.F.S.I.,
þar sem Aldan hefir nú skrif-
stofu sína. Þá var og stofnaður
húsbyggingarsjóður félagsins
með frjálsum framlögum félags-
manna, og mun hann nú vera
hátt á fjórða þúsund krónur.
Eignir félagsins er það samein-
aðist Öldunni voru taldar um
29.000 krónur.
Þetta sem ég hefi hér tilfært
Skipstjóra- og Stýrimannafélagi
Reykjavíkur til gildis, er nægj-
anlegt til þess, að félagar þess
megi ætíð hugsa til þess með
hlýjum hug.
Þótt hér sé ekki tími til þess
að segja frekar frá gangi þess-
ara mála, mætti vissulega segja
meira.
Mjög misjafnar skoðanir hafa
komið fram um þessa samein-
ingu og sumir hafa gert sér far
um, að torvelda hana með ó-
þarfa slúðri, sem í sumum til-
fellum hefir vakið efasemdir og
VÍKINGUR
jafnvel vantrú ýmsra félags-
manna, innan beggja félaganna
á framgangi málsins. Það hefir
einnig átt sinn þátt í hinni erf-
iðu fæðingu, sem mál þetta hef-
ir átt, því að yfir tvö ár hafa
farið í efasemdir og bollalegg-
ingar, sem hefir átt sinn þátt í
því að torvelda og lama á ýmsa
lund, margar félagslegar fram-
kvæmdir innan beggja félag-
anna. Nú er þetta um garð
gengið og við kveðjum með
hlýjum hug Skipstjóra-og Stýri-
mannafélag Reykjavíkur — og
þökkum trausta forystu for-
mannsins Konráðs Gíslasonar.
Góðir félagar! Við skulum
ekki láta þá hugsun hvarfla að
okkur, að við höfum hér grafið
gæfuna. Nei, við skulumathuga
hvað áunnist hefir og hvað okk-
ur ber að gei'a til þess að end-
urgjalda hinum framsýnu stofn-
endum Öldunnar störf þeirra.
Ef réttilega er á litið getur
Skipstjóra- og Stýrimannafélag-
ið Aldan verið sterkasta stéttar-
félag landsins. Hún er skipuð
hinum hraustustu drengjum. —
Hugsandi dugnaðarmönnum, sem
kemur svo glöggt frarn við
skyldustörfin á hafinu.
Við vitum það allir, að félags-
mál okkar hafa verið í meiri
molum en sæmandi er, enda
þótt við höfum fundið þörfina
fyrir margskonar umbætur.
Ég hefi stundum velt fyrir
mér, hversvegna þetta væri
svona. —
Það eru eflaust margar á-
stæður fyrir því, og misjöfn
viðhorf manna til þeirra mála.
Ég álít ástæðuna fyrst og
fremst þá, að menn sjá ekki
þörfina á félagsskapnum, fyrr
en félagsþörfin kemur að þeim
sjálfum, fyrr en þeir sem ein-
staklingar þurfa að notfæra sér
mátt samtakanna. — Sumir eru
værukærir, þeir hafa ruggað á
öldum úthafsins og vilja hafa
rólega þá daga, sem þeim gefast
í landi, og eru með sjálfum sér
sárleiðir af hinu pólitíska öldu-
róti, sem mætir þeim þegar í
land er komið, og hugsa sem
svo, það er sami grautur í
sömu skál, ég er ekkert að eyða
tíma mínum í þessi félagsmál.
Það er sorgleg reynsla í fé-
lagsmálum okkar, að menn eru
yfirleitt daufir til samtaka. Það
er eins og hver einstakur skilji
ekki mátt samtakanna fyrr en
hans eigin persónulegu hags-
munir eru í veði, þá er eins og
honum þyki sjálfsagt að allir
rj úki upp til handa og fóta hon-
um til styrktar, og þá er eins
og hann muni ekki, hvað hann
hefir verið tómlátur sjálfur,
þegar hagsmunir félaganna voru
í veði, en ef allir hugsa þannig,
þá standa allir jafn einir, enda
þótt svo og svo falleg samtök
séu til á pappírnum.
Enginn má gleyma því, að
menn bindast almennum sam-
tökum, til þess að tryggja sjálf-
an sig í framtíðinni, og tryggja
framgang sinna hugðar- og
menningannála. — Það er nokk-
urs konar samábyrgð, sem menn
tryggj a sér að eiga aðgang að
og því er sá ber að baki, er í
nauðir rekur, sem ekki hefir
viljað styðja samtökin fyrr en
hans persónulegu hagsmunir
voru í veði. Þetta er svo auð-
skilið mál, að róleg íhugun þess
hlýtur að gera þetta hverjum
manni ljóst. — Þeim sem ekki
vill hjálpa öðrum, verður ekki
hjálpað.
Við getum ekki komist hjá
því, að sjá það að öldurótið í
stjórnmálunum er að mestu
leyti af því, að menn koma sér
ekki saman um, hvernig eigi að
skipta aflanum. Það er, hvernig
eigi að skipta þeim ufsaroðum,
sem eftir kunna að vera, þegar
við höfum fengið okkar hlut-
deild.
Og þar sem málum er þannig
skipað í okkar litla þjóðfélagi,
verðum við að gera okkur ljóst,
að svo framarlega sem við eig-
um ekki traustan félagslegan
grundvöll, göngum við undir í
Framh. á bls. 72
65