Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 34
* Landhelgismál og verndun fiski- stofnsins: 21. þing F.F.S.Í. fagnar þeim á- fanga, sem náðst hefur í þeirri bar- áttu þjóöarinnar, sem hefur að tak- marki ag allt lanclgrunnið kringum Island verði viðurkennt, sem íslenzkt yfirráðasvœði. Jafnframt vísar þingið til fyrri samþykktar sinnar um þessi mál. Þingið leggur áherzlu á, að engar ívilnanir verSi veittar nokkurri þjóð til handa, til veiða innan íslenzkrar landhelgi eftir að samningurinn viS Breta fellur úr gildi. Ennfremur vís- ar þingið til fyrri samþykktar sinn- ar, um friðun klakstöðva til vemd- unar fskistofnunum. Þingið telur 12 mílna landhelgina ekkert takmark í sjálfu sér, heldur aSeins góðan áfanga á réttri leiS. Loiðarendinn er landgrunnið allt, stöpullinn, sem sjálf ísland stendur á, eins og marg oft hefur verið sam- þykkt á unda.nförnum þingum sam- bandsins. Þetta er takmarkið, sem aldrei má missa sjónar af og sem stanzlaust ber að keppa aS með öll- um hugsanlegum ráSum. — 0— 21. þing F.F.S.f. felur stjórn sam- takanna með aðstoS 3 manna nefncl- ar, að vinna að því af alefli, viS Póst- og Símamálastjóra og ef það ekki ber órangur, þá viS Samgöngu- málaráSherra, að aukið verði fretsi við talstöðvar síldarleitarinnar, fyrir norður og austurlandi, þannig aS leyfilegt sé að fá aðstoS síldarleitar- innar viS að ráðstafa aflanum, bæöi til bneðslustöðvanna og söltunarstöðv- anna, svo aSra fyrirgreiSslu fyrir síldveiðiflotann, sem heyrir veiðun- um til. Ennfremur ber brýna nauð- syn til að aukin verði orka þeirra strandstöSva sem síldarleitin hefir til afnota. í nefndina voru kosnir samhljóSa: Andrés Finnbogason, Karl Sigur- bergsson og Haraldur Agústsson. Stjórninni var falið að fylgja vel eftir tillögu samþykktri á fundi, se.'.n 76 haldinn var á vegum sambandsíns 25. október 1962 um áskorun til Ríkis- stjómar og Alþingis aS setja þau lög er tryggi síldarleit á sjó sjálfstæðan tekjustofn, er nægi til öflugrar síldar- leitar, en lög um þetta hafa ekl.i enn verið sett. Dánarhætur til sjómanna: 21. þing F.F.S.Í. endurtekur fyrri samþykktir sínar um að stofnaður verði sérstakur líftryggingarsjóður íslenzkra sjómanna er tryggi viðun- andi dánarbætur til allra íslenzkra sjómanna. Þingið mælir með framkominni þingsályktunartillögu Geirs Gunnars- sonar og Hannibals Valdimarssonar á þingsskjali 19. um sérstakar örorku- og dánarbætur sjómanna, en telur, hana ná skammt hvað upphæð bóta- f jár snertir, þegar miðað er við verð- gildi krónunnar í dag. Þingiö telur dánarbætur undir eng- um kringumstæSum mega verSa lægri en kr. 300.000,00. Skorar þingið fast- lega á Alþingismenn að samþykkja þessa eSa svipaða tillögu um þetta efni, en með ekki lægri bótum en hér er farið fram á. Bætt viðgerSarþjónusta viff fiski- leitartœki í síldveiðiflotanum. 21. þing F.F.S.f. mælir með fram- kominni þingsályktunartillögu Eggerts G. Þorsteinssonar alþm., um að skora á ríkisstjómina aS láta fara fcam at- hugun á því, hvernig bezt verði fyrir komiö hreyfanlegri viSgerðaþjónustu við fiskileitartæki í sílclveiðiflotanum. í því sambandi vill þingið benda á eftirfarandi leiSir: 1, Að viðgerSarmönnum veröi gef- inn kostur á að starfa á fiski- leitarskipunum og varðskipum þeim, er halda sig í nánd við síldveiSiflotann. 2. AS athugun verSi gerð hvort hægt væri að starfræk.ja hreyf- anlegt viðgerSarverkstæSi, og þá í því sambandi að ríkiS styrki þá starfsemi að einhverju leyti. r Valdemar Arnason Framh. af bls. 50 afla. Valdimar fór til Vest- mannaeyja 1907 og var véla- maður á m/b „Vestmannaey" hjá Sigurði Ingimundarsyni og er við það til 1912, að ;hann byrjar formennsku á m/b Nor- rænu. Eftir það er Valdimar ó- slitið formaður til 1940. Bát- amir eru orðnir margir og eru þeir þessir: Norræna, Hrólfur, Rán, Hlíf, Örn, Þór, Guðrún, Gammur, Happasæll, Neptunus. Lengst af var Valdimar for- maður með örn 11 vertíðir,, Valdimar var talinn með beztu formönnum og aflamaður að sama skapi. TIL ÁSKRIFENDA. Um síöustu áramót kom til álita hvort ekki þyrfti að hækka áskrifta- gjald Víkingsins. ÁkvörSun var ekki tekin áSur en fyrsta blaSið kom út. Nú þykir sýnt, að hækkun er óumflýjanleg og kostar yfirstandandi árgangur því kr. 200.oo. Vonum við aö hinir fjölmörgu ágætu áskrifendur taki þessari liækkun meS velvild og skilningi. Við munum leit- ast við að gera Víkinginn eins vel úr garSi og frekast er unnt. * Hinn frægi danski málari og háð- fugl Storm Petersen fór ungur til Parísar til að nema málaralist. Eitt sinn hlýddi hann á surrealista sem hélt ræðu og lýsti því yfir að sér væri alveg sama þótt fólk skildi sig ekki, — ef hann fengi útrás fyrir tilfinningar sínar. Þessi athugasemd fékk Storm P. til að biðja um orðið og hljóðaði ræða hans á þessa leið: „Gims vims, abrakadabra, sej gibok, granuf vinstbams“. Tilheyrendur urðu vandræðalegir á svipinn, en Storm brosti elskulega og sagði: Mér er sama þótt fólk skilji mig ekki, ef ég bara fæ út- rás fyrir óskir mínar! Fundui’inn leystist upp. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.