Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 26
,Vædderen“ eitt af nýrri varðskipum Dana. ERU GÆZLUMÁL FÆREYINGA I ÓLESTRI? Færeyski rithöfundurinn Adrian Johansen, sem á heima í Danmörku, skrifar eftirfarandi grein í Berl- inske Aftenavis 9. nóv. sl. Greinin á erindi til Islendinga og á að minna okk- ur á hversu mikilvægt það er að geta sjálfir annast gæzlu fiskveiðilögsögunnar og annast öll dómsmál. Greinin er rituð til að mótmæla því að danskur yfirréttur sýknaði tvo brezka togara, sem teknir voru í landhelgi við Færeyjar. Ennfremur voru tog- urunum dæmdar skaðabótabætur upp á 180000 kr. danskar. Ég veit ekki hversu mörg ár Danmörk hefur haft með höndum gæzlu landhelgi Færeyja, en það skiptir ekki máli. Það er hins vegar staðreynd, að danski flot- inn hefur aðeins tekið 3 brezka togara að ólöglegum veiðum við Færeyjar frá því Danir tóku að sér gæzlustörf við Eyjamar. . Tveir togaranna fengu dóm í Færeyjum, en þeim dómum var áfrýjað til Landsréttar Dan- merkur, sem sýknaði bæði skip- in. Ég verð að segja þetta lít- inn árangur eftir margra ára gæzlustarf. Nú er búið að smíða nýtt gæzluskip, útbúið öllum beztu tækjum, meira að segja er þyr- ilvængja um borð. Er nokkur furða þótt Færeyingar spyrji til hvers er verið að smíða svona skip og leggja stórfé í, fyrst reynslan sýnir að enginn aðhefst neitt ólöglegt við ströndina. Okkur er það aðeins óskiljan- legt, hvers vegna Englendingar eru ekki jafn löghlýðnir við ís- land, en þar hafa þeir ekki skirrzt við að veiða innan fisk- veiðilögsögunnar undir vernd brezkra herskipa. — Við Færeyjar sk. úrskurði yfirréttar hafa Brezkir sýnt al- veg sérstaka löghlýðni. — En snúum okkur beint að mál- efninu. Erfitt mun verða að koma með afsakanir, sem tekn- ar verða til greina af færeysk- um fiskimönnum, sem jafnt á degi sem nóttu hafa horft á enska togara að veiðum innan fiskveiðilögsögunnar. Ef breyting verður ekki á þessu ófremdar- ástandi, er mjög stutt í það, að Færeyingar missi þolinmæðina. Danir hafa þegar sýnt, að þeir eru ekki hæfir til strandgæzlu við Færeyjar. Hvar meinbug- inn er að finna, skal ég ekki um dsama, en einkennilegt er það, að dönsku herskipin skuli aldrei hafa rekist á togara að ólöglegum veiðum innan fisk- veiðilögsögunnar. Getur verið að danski skól- inn, sem útskrifar sjóliðsfor- VÍKINGUR 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.