Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 6
HENRY HALFDANSSON:
REYNSLA AF NOTA-
GILDI GÚMMBÁTA
Við björgun úr sjávarháska
Við íslendingar höfum fengið
svo sérstæða reynslu af gúmm-
björgunarbátum við hin allra
erfiðustu veðurskilyrði, að ég
tel æskilegt, að ræða þessi
merkilegu björgunartæki og
benda á nauðsynlegar umbætur
á þeim til björgunarstarfsemi.
Fyrstu kynni okkar á fslandi
af notagildi uppblásinna gúm-
báta sem björgunartækja á sjó
í neyðartilfellum, voru árið 1944,
er þýzk Foche-Wulf flugvél var
skotin niður yfir hafinu við norð-
urströnd íslands. Öll áhöfn flug-
vélarinnar, 7 manns, bjargaði sér
heilu og höldnu í vel útbúinn
gúmmbát, er flugvélin hafði
meðferðis. — Þessi sami bátur
komst síðar í eigu Slysavarna-
félags fslands, sem notaði hann
til að kynna íslenzkum sjómönn-
um þetta nýja bj örgunartæki
með það fyrir augum, að auka
mætti mikið öryggi fiskimanna
og annarra sjómanna, ef þannig
uppblásnar gúmmfleytur væru
tiltækar í hverju skipi.
Þetta varð til þess, að nokkrir
áhugasamir skipstj órar hóf ust
handa um að fá sér gúmbáta. Þá
voru ekki aðrir gúmbátar fáan-
legir en aflóga bátar frá hern-
aðaraðiljum, aðallega brezkir
bátar, sem notaðir höfðu verið
á flugvélum.-
Sannanir fyrir notagildi þess-
ara báta létu ekki á sér standa.
Árið 1952 fórst vélbátur, Veiga,
frá Vestmannaeyjum í SV stormi.
Af 6 skipverjum komust 4 í gúm-
bát, cn þeir urðu að horfa á tvo
félaga sína drukkna á sundi, þar
eð þeir gátu ekki róið bátnum
á móti storminum til þeirra og
þeir gátu ekki synt eins liratt og
bátinn rak frá þeim.
Árið eftir hvolfdi svo öðrum
báti, Guðrúnu, einnig frá Vest-
mannaeyjum. Skipverjar gátu
naumlega kastað út covered gúm-
bát, sem þegar slitnaði frá þeim.
Blés hann sig upp á hvolfi í sjón-
um. 4 yngstu menn áhafnarinnar
stukku á bátsbotninn um leið og
hann flaut burtu, en 5 aðrir skip-
verjar, sem hikuðu eða höfðu
ekki eins góða aðstöðu, sukku
með skipinu. Þeir 4, sem komust
á bátsbotninn björguðust á sögu-
legan hátt. Enginn þeirra hafði
áður séð uppblásinn gúmbát með
þaki. Fyrsta verk þeirra var að
snúa bátnum við og skríða upp
í hann og ausa út úr honum sjó-
num. En veðrið var svo vont, að
Henry Hálfdansson.
bátnum hvolfdi fimm sinnum
áður en þeir bárust upp að suður-
strönd íslands í brimi, sem talið
var ólendandi öllum bátum. Þeir
sluppu þannig lifandi eftir tví-
sýna baráttu. Hér var um R.F.D.
bát að ræða og framleiðendurnir
sendu þegar sérfræðing til Is-
lands til að kynna sér, hvað af
þessu mætti læra, því slíka reyn-
slu höfðu engir skipbrotsmenn
fengið áður.
Árangurinn varð ýmsar endur-
bætur á þessari gerð gúmbáta
með það fyrir augum að þeir
yrðu stöðugri á sjó og þeim gæti
ekki hvolft. En þetta bar lítinn
árangur. í hinum vondu veðrum
Islands hefur hinum stóru kring-
lóttu gúmbátum hvolft engu að
Sjómannaskólapiltar í R-vík gera tilraun með nýja festilínu með öryggisgjörð,
eins og Slysavarnafélagið hefur lagt til, að allir gúmmbátar verði útbúnir með.
Á festilínunni er átakateygja úr sterku gúmmí til að hlífa línunni og bátnum 1
snöggu átaki. Með þessum útbúnaði reyndist mögulegt að kippa í línuna og
draga bát á fullri ferð, án þess að festingin bilaði eða gúmmbáturinn skemmdist.
VÍKINGUR
48