Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Blaðsíða 27
Færeyingahöfn á Grænlandi.
ingjana sé svo lélegur, að nem-
endur hans kunni ekki að gera
staðarákvarðanir? Þetta hlýtur
að vera ákaflega auðmýkjandi,
einkum þar sem talið er að
Danmörk sé hlutgengur aðili á
tæknisviðinu.
— 0 —
Það vekur undrun Færeyinga
að mennirnir, sem eiga heima á
Myggenesi og gjörþekkja ná-
grennið þar, hafa ekki verið yf-
irheyrðir og spurðir, þrátt fyrir
að þeir gáfu upp togarana að
ólöglegum veiðum. 1 öðrum mál-
um er þó venja að yfirheyra
sjónarvotta, — og framburður
þeirra yfirleitt talinn mikilvæg-
ur við uppkvaðningu dóma. Það
er sorglegt að vita til þess, að
hvorki Færeyingar né dönsku
sjóliðarnir eru taldir hafa jafn-
mikið vit á togveiðum og hinir
vitru lögfræðingar.
í Haag komust virðulegir
dómarar að þeirri niðurstöðu,
að alls ekki væri sannað, að tog-
ari stundaði veiðar í landhelgi,
þótt trollið væri úti og skipið
innan fiskveiðilögsögunnar. I al-
þjóða fiskveiðisamþykktinni eru
þó ákvæði um að telja skuli
togara innan fiskveiðilögsögunn-
ar að ólöglegum veiðum, ef veið-
arfærin eru ekki búlkuð eða í
lest skipsins.
Vonlaust er að halda áfram
gæzlustörfum á sama hátt og
hingað til, það er aðeins til að
koma illu af stað. Ég hef sjálf-
ur um 5 ára skeið stundað veið-
ar við Grænland fyrir seinni
styrjöldina. Þá lifðu menn í
stöðugum ótta við, að danska
varðskipið kæmi, ef villzt hafði
verið í þoku inn fyrir þriggja
mílna takmörkin. Með siglinga-
tækjum er þá tíðkuðust, var ekki
auðvelt að gera glögg skil á tak-
mörkunum, þegar þoka lá yfir í
marga daga samfleytt.
Og kæmi varðskipið að innan
þriggja mílnanna, varð undan-
komu ekki auðið að fleygja öll-
um fiski í sjóinn, sem á þilfari
var, og jafnvel mátti búast -við
að vera rekinn inn til Godthaab
og dæmdur í allháa fjársekt.
Mörg færeysk skip urðu fyrir
þessu, en á sama tíma var ekk-
ert enskt «kip tekið að ólögleg-
um veiðum við Færeyjar. — Og
nú þegar það skeður, fellur sá
dómur, að danska gæzluskipið
hafi haft rangt fyrir sér. —
Er nokkur furða, þótt hitni í
þeim mörgu Færeyingum, sem
stunda veiðar við ísland og New-
foundland? Þar er nú ekki al-
deilis verið að skeggræða hlut-
ina, ef skip er tekið innan fisk-
veiðilögsögunnar. — Gæzluskip
þessara þjóða taka nefnilega
ekkert skip nema þau séu al-
gjörlega örugg um, að lögbrot
hafi verið framið.
Það er erfitt fyrir menn, sem
hafa fiskveiðar að aðalstarfi og
æ ofan í æ horfa á Bretana
fremja lögbrot í færeyskri land-
helgi að sætta sig við dóminn um
sýknun togaranna. Það er fróð-
legt að komast að því, hvort
hliðstæður finnast í sögunni við
mál þessara þriggja togara. Ég
efast um það.
Hafa menn nokkurntíma heyrt,
að íslendingar hafi dæmt og
strax á eftir ógilt dóminn? Það
er gaman að fá að vita, hvort
nokkurs staðar er fordæmi fyr-
ir þessu.
Er fordæmi fyrir því að tog-
ara, sem tekinn er að ólöglegum
veiðum, hafi verið hjálpað til
undankomu af herskipum sinn-
ar eigin þjóðar, þegar undan-
skilið er yfirgangstímabil Breta
í þorskastríðinu við ísland?
— 0 —
Ef ætlunin er að reka gæzl-
una á sama hátt og hingað til,
er bezt að Færeyingar losi sig
úr tengslum við Dani.
í rauninni er aðeins ein lausn
til, og hún er sú, að Færeyingar
sjálfir annist gæzlu fiskveiðilög-
sögu sinnar. Á þann hátt losna
Danir við þann hvimleiða orð-
róm, að þeir selji svínakjötið
sitt á kostnað Færeyinga.
Stjórni Færeyingar sjálfir
gæzlumálum sínum, ætti það á
engan hátt að geta truflað verzl-
un Dana við Islendinga. Danir
myndu þá vissulega losna við á-
hyggjur af leiðinda klandri við
enska fiskimenn og andrúms-
loftið milli Dana og Færeyinga
hreinsast mikið. Ekki hvað sízt
myndi dómarinn í Færeyjum
losna við þá auðmýkingu að
vera gerður að athlægi fyrir
dóma sína.
Eitt er að minnsta kosti ljóst,
69
VÍKINGUK