Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 4
Þeir eru langt á undan okknr i Iflndunartækni Islendingar eru, sem kunnugt er, ein af mestu fiskveiðiþjóðum heims. Við eigum dugmikla sjó- mannastétt, nýtízkulegan og vel búinn fiskveiðiflota og erum í fararbroddi um afköst og tækni við fiskveiðar. Það er ánægjulegt, að við, sem um og eftir síðustu aldamót þurftum að læra nútíma fiskveiðiaðferðir af nágranna- þjóðum okkar, skulum nú geta miðlað þeim og öðrum þjóðum af reynslu okkar á þessu sviði. Á síðari árurn hefur það farið í vöxt, að leitað hefur verið til íslend- inga til þess að kenna öðrum þjóðum nýtízku aðferðir við fisk- veiðar og hafa allmargir íslenzk- ir skipstjórar farið utan þeirra eiánda, ýmist á vegum Samein- uðu þjóðanna eða einstakra erlendra útgerðarf yrirtæk ja. Stundum hafa og aðrar þjóðir sent menn hingað til að kynnast fiskveiðum okkar af eigin raun. Einn þeirra íslenzki-a skip- stjóra, sem kennt hafa fiskveið- ar erlendis, er Kristján Kristj- ánsson, fyrrum skipstjóri og nú hafnsögumaður á Akranesi. Blað- ið heimsótti Kristján hafnsögu- mann og bað hann að segja nokk- uð frá förinni vestur. Danski „gallasinn“ í Neiv London, sem jlutti eitt sinn salt frú Danmörku til íslands. — Hvernig stóð á því, að þú fórst vestur, Kristján? — Það var útgerðar- og fiski- mjölsverksmiðjufyrirtæki á aust- urströnd Bandaríkjanna, sem bauð mér vestur til þess að kenna sjómönnum þeirra nýtízku síld- veiðiaðferðir með asdictækjumog hringnót, segir Kristján. — Ég fór út 18. janúar og var vestra í tvo mánuði. Fyrirtækið, sem bauð mér út, heitir Smith Meal Company. Þetta er fjöl- skyldufyrirtæki, rekið af börnum stofnanda þess. Það á og rekur þrjár gríðarstórar fiskimjöls- verksmiðjur á austurströndinni og gerir út um 170 báta, sem veiða fisk til vinnslu í verksmiðjunum, aðallega s.n. „manhaden“-fisk og „trash-fish“. „Manhaden“-fiskur er svipaður á stærð og síld og gengur í torfum, mjög grunnt, og er veiddur í snurpunót. Annar Islendingur hafði verið áður hjá Smith Meal Company, Kristján Júlíusson, yfirloft- skeytamaður hjá Landhelgisgæzl- unni. Var hann hjá þeim í fyrra sumar og kenndi á asdictæki. Ég fór með flugvél til New York og þaðan með langferða- bíl til Salesbury í Maryland, en þangað var ferðinni heitið. Var ég þá búinn að vera á ferðalagi í 251/0 tíma samfleytt. 1 Salis- bury í Maryland á fyrirtækið skipaviðgerðarstöð. Þarna voru þá milli 60 og 70 bátar, sem fyrir- tækið átti og var það þó ekki nema tæplega helmingur af báta- flota þess. Þegar til Salisbury kom, var báturinn, sem ætlaður var til síld- veiðanna ekki tilbúinn, og þurfti ég að bíða eftir honum í viku á meðan verið var að útbúa hann. Báturinn hét Cape May, 95 feta bátur (Bandaríkjamenn telja stærð báta sinna í fetum), 120— 140 tonn að stærð. Skipstjórinn hét Roderick, fæddur í Portúgal, en fluttist ungur til Bandaríkj- anna með foreldrum sínum, hinn mesti ágætis- og dugnaðarmaður. Áhöfnin var átta manns, auk mín, 0g af henni ekki nema þrír „inn- fæddir“ Bandaríkjamenn. Hinir voru Itali, Norðmaður, Þjóðverji og Pólverji, er flutzt höfðu til Bandaríkjanna. Samkomulag var gott hjá áhöfninni, þótt af ólík- um þjóðernum væri og mennirnir duglegir og áhugasamir. Síld- VÍKINGUR 174

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.