Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Side 5
Kristján Kristjánsson. veiðar höfðu lítið verið reyndar fyrr þarna við austurströndina. Þegar báturinn var tilbúinn fórum við frá Salesbury áleiðis til Amagansette á Long Island til að sækja nót og fleira til síld- veiðanna. Salesbury stendur við Cheese-peak-flóa. Flóinn er mjög grunnur, en teygir sig langt inn í land. Gríðarlöng brú, einar 14 mílur á lengd, liggur yfir flóann þverran, rétt við miðju hans. Þessi brú er sérkennileg að því leyti, að nær miðju flóans hættir hún að vera brú, en hverfur í salt- an sæ og verður að sævar og jarð- göngum um skeið til þess að skip komist leiðar sinnar um flóann, en rís síðan úr sjónum að nýju með sínu fyrra lagi. Við lentum í vondu veðri á leiðinni og fórum í land á Louis Delaware, en þar á fiskimjöls- fyrirtækið verksmiðju. Síðan sigldum við til New York og fór- um í gegnum höfnina þar og lögð- umst að bryggju á Manhattan og stönzuðum þar eina nótt. Var skemmtilegt að fylgjast með hinu mikla og fjölskrúðuga athafna- lífi í og við New York-höfn. I Amagansette á Long Island tókum við um borð nótina og fórum svo í helgarfrí. Sjómenn þar um slóð- VÍKINGUR ir vinna ekki nema fimm daga vinnuviku og hafa föst helgarfrí. Helgarfríinu eyddum við í New London í Connecticutt-fylki. Þar átti skipstjórinn og stýrimaður- inn á Cape May heima. New London er nokkuð stór bær, og einkum nafnkunnur fyr- ir það að þar er aðalflotastöð Bandaríkjamanna á austur- ströndinni og foringjaskóli fyrir strandgæzluna (Coast Guard). Foringi einn úr strandgæzlunni, sem ég kynntist þarna, bauð mér að skoða kafbátastöðina og „Skate“, kjarnorkukafbátinn sem fór undir Norðurskautið. Heldur fannst mér þröngt innanborðs í kafbátnum og held ég að ég vildi ekki vera á þvílíku skipi. I New London er merkilegt og f j ölskrúðugt sj óminja- og byggða- safn. Þar sá ég m. a. danskt segl- skip, galeas, sem var smíðaður seint á nítjándu öld til saltflutn- inga frá Danmörku til íslands og var þess getið þar í leiðarvísi. Þá var þarna gamalt hvalveiði- skip, fullbúið með rá og reiða og öllum hinum gömlu siglinga- og veiðitækjum. Hafði ég mikla ánægju af að skoða þetta aldna skip. I skipstjóraíbúðinni var rúm skipstjórans uppbúið og föt hans og siglingatæki til taks. Aldraður leiðsögumaður fylgdi okkur um skipið. Á einum stað sýndi hann okkur rimlahlera i gólfinu og sást þar í gegn alla leið niður í kjöl á skipinu. — Þarna var rommið geymt og þeir sem urðu vitlausir, sagði karlinn, en álíkt kvað hann hafa komið fyrir á þessum gömlu hvalveiðiskipum, sem voru stundum allt upp í 3 ár úti, án þess að koma heim. Eftir helgarfríið héldum við út og fórum að leita að síld. Þá kom í Ijós, að ýmislegt þurfti að lag- færa og breyta á bátnum vegna veiðanna. Var þá haldið til hafn- ar. Tók þessi viðgerð um viku- tíma og gekk seint, enda þurftu skipverjar að sjá um hana sjálfir. Eftir þetta var haldið út á ný og nú á önnur mið. Fundum við undir eins síld, en ýmis óhöpp töfðu okkur. Yfirleitt bilaði alltaf eithvað í fyrstu köstum okkar. Við veiddum dálítið af síld, en mjög var erfitt að vinna með asdic-tækinu, það var alltaf að bila. Þetta var norskt Simrad- tæki og engin viðgerðarþjónusta í landi. Umboðsmaðurinn kunni ekki á það, en hann fór síðar til Noregs til að læra viðgerðir. — Hvað sýndist þér um fisk- vciðar Bandaríkjamanna á þess- um slóðum? — Mér virtist menn þarna á austurströnd Bandaríkjanna vera Áhöfnin á Cape May 175

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.