Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Page 7
Osló séð í norður. Til hœgri er Vippetangen, og á vinstri hönd er City Hall og Piper-
víken-bryggja.
OSLÓ
Stærsta og afkastamesta höfn
Noregs er staðsett í sérstæðu og
fögru umhverfi og hefur upp á
mikla náttúrufegurð að bjóða.
Osló-fjörðurinn er langur og
tiltölulega þröngur fjörður, er
gengur inn úr Skagerak til norð-
ur, innst inn í fjarðarbotninum
stendur hin fagra borg Osló.
Siglingin upp eftir firðinum á
skipi er eins og fagur forleikur,
að því sjónarspili sem í vændum
er. Á sumum stöðum eru þrengsl-
in það kröpp, að ferðamanninum
á dekkinu finnst, að hann geti
teygt sig í land og snert hinar
bröttu, ójöfnu fjallahlíðar, er
gnæfa á báðar hendur. Áhrifin
af þessu eru stórkostleg.
En allt í einu er eins og skipið
skjótist út úr þessum þrengslum
og ótrúleg fegurð blasir við aug-
um. Loksins tekur við sjálf inn-
siglingin til Oslóar, sem er sann-
arlega ein af fegurstu höfuðborg-
um heimsins og stærsta við-
skiptahöfn Noregs.
Hæðirnar, sem liggja að borg-
inni á þrjá vegu, gefa borgar-
stæði þessu áhrifamikinn og
fagran svip. — Haraldur harð-
ráði virtist fyllilega hafa skil-
ið fegurðargildi þessara hæða,
er hann valdi þetta borgarstæði
árið 1050. Frá þeim tíma hefur
Osló byggzt, hægt í fyrstu, en
stækkað og vaxið ótrúlega á síð-
ustu hundrað árunum, og náð því
að vera í dag heimili 500.000
Norðmanna, sem er sjötti hluti
norsku þjóðarinnar.
Viðskiptalega er borgin þýð-
ingarmikil efnahagslífi Noregs,
því að þaðan og þangað er enda-
laus straumur innflutnings- og
útflutningsverðmæta. Þó er þýð-
ingarmesti atvinnuvegur borgar-
innar siglingar og skipakostur.
Þar er heimahöfn margra skipa
er annast siglingar á heimshöf-
unum, allt í kringum hnöttinn, og
koma þau sjaldan heim, því þau
taka flutning hvar sem hægt er
að fá eitthvað til að flytja.
Það er ekki sjaldgæft að flutn-
ingaskip fari frá Osló í Jómfrú-
VÍKINGUR
ferð sína, en komi ekki til heima-
hafnar í fimm ár eða meir. —
Kannske aldrei. Tekjurnar af
þessum atvinnuvegi skapa mis-
muninn á hagstæðum og óhag-
stæðum viðskipta-jöfnuði í Nor-
egi.
Vegna erfiðra landskosta og
tiltölulegrar mannfæðar, flytur
Noregur inn mun meira af vör-
um en nemur framleiðslu til út-
flutnings, en þeim hefur tekist
að leysa þetta vandamál með út-
flutningi á leiguskipum, og er
það sérstakt og athyglisvert.
Líf og tilvera Oslóborgar hvíl-
ir eingöngu á þessum erlendu
flutninga-viðskiptum, og segja
má að gæfa hennar og framtíð
grundvallist á hinni fögru og
góðu höfn, sem frá náttúrunnar
Björn Olafsson þýddi
hendi er einhver sú bezta í heimi.
Þar er enginn munur flóðs og
fjöru, hún er íslaus allt árið, þó
hún sé á 60 gráðu norðlægrar
breiddar, þar er skjól í öllum átt-
um, og þar er mikið dýpi. Nær
ótakmarkað legupláss og velupp-
byggð viðlegupláss hringinn í
kringum höfnina. Náttúran hef-
ur sannarlega verið örlát í fram-
lagi sínu, og hafnarstjórnin hef-
ur heldur ekki legið á liði sínu í
því að hagnýta sér þær gjafir, og
hefur skapað þama nýtízku höfn,
sem fyllilega er sambærileg við
stærstu og tæknilega fullkomn-
ustu hafnir veraldar.
Afgreiðsla öll í höfninni er vel
skipulögð, og hafnarstjómin
reynir eins og við verður komið
að skipta afgreiðslu skipa þann-
177